Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ

Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ

Settur hefur verið upp lokaður Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ. Tilgangurinn er að hafa lokað svæði þar sem hægt er að deila ýmsu efni með félagsmönnum. Nú þegar geta félagsmenn nálgast þar upptöku af erindi Greg Willams, aðalritstjóra WIRED frá opnu ráðstefnunni okkar, Keyrum framtíðina í gang! í mars sl. og streymi frá fundi um stafræna vegferð, með Helgu Jóhönnu Oddsdóttur frá Strategic Leadership og Tómasi Ingasyni, framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair.

Við hvetjum félagsmenn til að sækja um aðgang að hópnum hér: https://www.facebook.com/groups/samtok.vth/

Vinsamlegast athugið að til að fá aðgang þarf að svara spurningum sem upp koma þegar sótt er um, svo að við getum sannreynt að viðkomandi starfi hjá fyrirtæki sem er aðili að samtökunum.

Við hlökkum til að deila með ykkur frekara gagnlegu efni innan hópsins í framtíðinni!

Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðisfyrirtækja, sem haldinn var fyrir skömmu, var kosinn nýr formaður. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica er nýr formaður samtakanna og tekur hann við af Stefáni Einari Matthíassyni, sem verið hefur formaður allt frá stofnun, eða s.l. tíu ár. Við óskum Jóni Gaut til hamingju með formennskuna.

Fyrirlestur: Stafræn vegferð – aðgát skal höfð í nærveru (stafrænnar) sálar

Fyrirlestur: Stafræn vegferð – aðgát skal höfð í nærveru (stafrænnar) sálar

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 9. apríl kl. 8:30-10:00

Stafræn umbreyting, „digitalization“, fjórða iðnbyltingin… eins og Greg Williams, aðalritstjóri WIRED sagði á opinni ráðstefnu SVÞ nýlega, „það er alveg sama í hvaða bransa þú ert – í dag eru öll fyrirtæki tæknifyrirtæki“. Stafrænar breytingar eru að hafa áhrif alls staðar og fyrirtæki einfaldlega verða að taka þátt, ellegar heltast úr lestinni. En það er ekki nóg bara að kaupa tólin, tækin og forritin. Til að tækin og tólin nýtist fyrirtækinu til framdráttar þarf árangursríka innleiðingu og gagngera naflaskoðun og umbreytingu á menningu fyrirtækisins.

Helga Jóhanna Oddsdóttir og Tómas Ingason munu í erindum sínum fjalla um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir við þróun og innleiðingu stafrænna lausna og áhrifa þeirra á menningu fyrirtækja.

Helga Jóhanna Oddsdóttir er framkvæmdastjóri og meðeigandi Strategic Leadership á Íslandi. Strategic Leadership sérhæfir sig í þróun meðvitaðra og stefnumiðaðra leiðtoga um allan heim og hefur starfað lengi með stórfyrirtækjum á borð við BMW, Roche, Arion banka, VÍS ofl. Helga hefur á undanförnum árum komið að fjölmörgum verkefnum er lúta að þróun menningar innan fyrirtækja sem eru á stafrænni vegferð og mun deila reynslu sinni og innsýn í þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir. Helga er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá H.Í. og B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla. Þá lauk hún markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2012.

Tómas Ingason er framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair. Hann var fram­kvæmda­stjóri viðskipta­sviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Hann starfaði einnig hjá WOW air á árinu 2014 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs. Fyrir þann tíma starfaði hann sem stjórn­un­ar­ráðgjafi hjá Bain & Comp­any í Kaup­manna­höfn og hjá Icelandair þar sem hann var forstöðumaður tekju­stýr­ingar og verðlagn­ingar um árabil. Tóm­as er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Mana­gement í Bost­on, MSc. gráðu í verk­fræði frá MIT með áherslu á flugrekst­ur og aðfanga­keðjur og BS-gráðu í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands.

FULLT ER ORÐIÐ Á FYRIRLESTURINN. VERIÐ ER AÐ GERA RÁÐSTAFANIR TIL AÐ STREYMA FÁ FUNDINUM. FYLGIST MEÐ MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ YKKUR Á PÓSTLISTANN OG FYLGJAST MEÐ Á FACEBOOK, BÆÐI Á SÍÐU SVÞ OG Á VIÐBURÐINUM.

Síðdegisfundur um verðbréfamarkaðinn, með Nasdaq Iceland

Síðdegisfundur um verðbréfamarkaðinn, með Nasdaq Iceland

Samtök verslunar og þjónustu og Nasdaq Iceland (Kauphöllin) efna til síðdegisfundar um verðbréfamarkaðinn, miðvikudaginn 27. mars kl. 16:00 – 17:30 hjá Kauphöllinni, Laugavegi 182.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland fer yfir stöðuna á markaði og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags, fer yfir sjö ára reynslu sína af því að stjórna skráðu félagi, hvernig markaðurinn hefur nýst Reginn í að vaxa og dafna og framtíðarsýn þeirra.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum SVÞ og eru þeir hvattir til að mæta og kynnast starfsemi Nasdaq á Íslandi.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á saradogg(hjá)svth.is

Örráðstefna: Stafræn þjónusta – spennandi möguleikar

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 2. apríl kl. 8:30-10:00

Þjónusta sem áður hefur verið veitt á staðnum er sífellt meira að færast yfir á stafrænan vettvang. Þó að ekki sé hægt að klippa viðskiptavini eða nudda þá í gegnum netið eru fjölmargar aðrar þjónustur vel til þess fallnar að nýta sér stafrænar lausnir og þar með stækka markaðssvæðið, spara kostnað o.fl. SVÞ fær til sín góða gesti til að ræða stafræna umbreytingu á þjónustu og meðal annars heyrum við frá þremur nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að brjóta blað í því hvernig þjónusta er nú veitt í gegnum netið. 

 

Arndís Thorarensen frá Parallel: Leiðin að árangursríkri stafrænni þjónustu

Stafræn þjónusta og krafa um hraðar breytingar krefst nýrrar hugsunar á þjónustuupplifun og framkvæmd verkefna. Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér nýsköpun í þjónustuframboði og hvernig hægt er að breyta skipulagi til að framleiða stafræna ferla sem mæta væntingum neytenda. 

 

Sögur frá fyrirtækjum sem gert hafa spennandi hluti í stafrænni þjónustu:

 

Mín líðan: Sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan veitir sálfræðimeðferð við þunglyndi og félgaskvíða og er öll þjónustan veitt í gegnum netið. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur segir frá fyrirtækinu, en Sveinn Óskar hefur unnið með fyrirtækinu m.a. að sölu- og markaðsmálum.

 

Kara connect: Hugbúnaður fyrir sérfræðinga í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu

Kara connect gerir meðferðaraðilum í heilbrigðs-, velferðar- og menntakerfinu kleift að vinna með fólki í gegnum netið. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara connects segir okkur frá.

 

AwareGO: Tölvuöryggisþjálfun (e. cyber security awareness training)

AwareGO færir tölvuöryggisþjálfun úr löngum (leiðinlegum) fyrirlestrum yfir í stutt myndbönd sem deilt er markvisst í gegnum netið. Ragnar Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri segir okkur frá.

 

SKRÁNING HÉR:

* indicates required