Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum

SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum. Umsögnina má sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1303

Þú getur einnig hlaðið niður PDF skjali með umsögninni með því að smella hér: Umsögn um drög að frv um breytingu á efnalögum-feb 2019

Brexit – Deal or No Deal! Hvaða áhrif hefur það á íslensk fyrirtæki?

Brexit – Deal or No Deal! Hvaða áhrif hefur það á íslensk fyrirtæki?

Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið efna til fundar um stöðuna í Brexit málum.

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu nálgast óðum og enn er mikil óvissa um það hvernig útgöngu þeirra verður háttað. Nást samningar fyrir 29. mars n.k. eða mun Bretland fara út án samnings? Hver verða áhrifin á viðskiptahagsmuni Íslands?

Reynt verður að varpa eins skýru ljósi og hægt er á þessi mál á fundinum.

Dagskrá:

  • Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra;
  • Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin, fjallar um málið frá sjónarhorni breskra stjórnvalda;
  • Jóhanna Jónsdóttir, verkefnastjóri Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu, fjallar um helstu álitaefni sem uppi eru og þörf er að fá svör við.

Sérfræðingar stjórnsýslunnar í Brexit málum munu síðan sitja fyrir svörum í panel að framsöguerindum loknum.

>> Smelltu hér til að tryggja þér miða á tix.is

Margrét hættir sem formaður SVÞ

Margrét hættir sem formaður SVÞ

Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður samtakanna.  

Margrét hefur verið formaður SVÞ síðan 2014 og hefur margt áunnist á þeim tíma. Ber þar hæst niðurfelling tolla og vörugjalda á árunum 2015-2017. Margrét hefur sett menntun í atvinnulífinu í forgang og er afrakstur þess meðal annars ný og spennandi námsbraut til stúdentsprófs sem hefst í Verslunarskóla Ísland í haust.  

Í störfum sínum hjá SVÞ hefur Margrét unnið ötullega að því að bæta rekstrarskilyrði einkareksturs í heilbrigðisþjónustu og skólamálum auk þess að víkka út starfsemi þjónustugeirans og tala fyrir auknum útboðum verkefna hjá hinu opinbera til einkaaðila. 

Innan SVÞ og Samtaka atvinnulífsins hefur Margrét lagt mikla áherslu að nútímavæða vinnumarkaðinn og auka sveigjanleika vinnutíma til hagsbóta fyrir starfsfólk og atvinnurekendur. 

Margrét mun láta af formennsku á aðalfundi SVÞ 14. mars næstkomandi. 

Fjármálaráðuneytið fjallar um verðlag á Íslandi

Fjármálaráðuneytið fjallar um verðlag á Íslandi

Í grein á vef Fjármálaráðuneytisins í dag kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Verðlag á Íslandi var 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017 samkvæmt rannsókn evrópsku hagstofunnar Eurostat sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Í þeim samanburði er verðlag í krónum umreiknað í verðlag í evrum og því hafa gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða. Styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hefur aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hefur stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum eins og komist er að í skýrslu Hagfræðistofnunar.

Lesa má greinina í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins hér.