Óljóst með greiðslur sveitarfélaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Óljóst með greiðslur sveitarfélaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Eftirfarandi fréttatilkynning var send út á alla helstu miðla þann 29. apríl:

Samtök sjálfstætt starfandi skóla hvetja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til þess að standa með sjálfstætt starfandi leikskólum og foreldrum

Sjálfstætt starfandi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu fresta því tímabundið að senda greiðsluseðla til foreldra fyrir leikskólagjöldum.   

Í fréttatilkynningu frá Samtökum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) þann 24. mars s.l. er lagt til að gjöld fyrir þjónustu verði leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingar vistunartíma í samkomubanni síðustu vikna, þ.e.  þjónustugjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.  

Ekki liggur þó fyrir hvort né hvernig sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu munu mæta sjálfstætt starfandi leikskólum. Því verða gjöld af foreldrum ekki innheimt fyrr en það liggur fyrir. 

Samtök sjálfstæðra skóla harma þá óvissu sem sveitarfélögin leggja á rekstraraðila sjálfstætt starfandi leikskóla með þessu.  

Það er ljóst að ef framlag til leikskóla skerðist getur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir rekstur skólanna. Samningar við sveitarfélögin eru skýrir en til að uppfylla lögbundið starf þá er samið um heildargreiðslu með hverju barni.  

Öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði hafa mætt sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skerts hlutar foreldra í leikskólagjöldum enda er rekstrarkostnaður skólanna óbreyttur.   

Samtök sjálfstætt starfandi skóla hvetja sveitarfélögin til þess að halda áfram því mikilvæga og góða samstarfi sem verið hefur um fjölbreytt leikskólastarf og jafnræði foreldra óháð rekstrarformi leikskólanna. 

 

Uppfært í lok maí: Sveitarfélögin hafa samþykkt að mæta tekjufalli leikskóla vegna skertra foreldragjalda.

Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun

Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun

Þann 11. mars sl. birtist áhugavert viðtal við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ, í Markaðnum í Fréttablaðinu.

Í viðtalinu ræðir Jón Ólafur sterkar vísbendingar um að íslenskt atvinnulíf sé að dragast aftur úr þegar kemur að stafrænni þróun og þar með að missa samkeppnishæfni sína á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræðir einnig tillögur SVÞ í málunum.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ

>> Smelltu hér til að lesa tillögur SVÞ sem kynntar voru fyrir ráðherra í febrúar

 

Stafræn tækni og nýtt hugarfar er einmitt umfjöllunarefni ráðstefnu SVÞ sem haldin verður þann 12. mars kl. 14:00 og hefur verið færð á netið vegna kórónavírussins. Allt um hana á www.svth.is/radstefna-2020

Yfirlit yfir starfsemi SSSK starfsárið 2019-2020

Yfirlit yfir starfsemi SSSK starfsárið 2019-2020

Stjórn SSSK var þannig skipuð á starfsárinu:

Sara Dögg Svanhildardóttirformaður

Þórdís Jóna Sigurðardóttirvaraformaður

Meðstjórnendur voru:

Jón Örn Valsson

Sigríður Stephensen

Gísli Guðmundsson

Varamenn voru:

Berglind Grétarsdóttir 

Alma Guðmundsdóttir

 

Tæpt verður á því helsta í starfsemi samtakanna hér á eftir:

 

Kjaramál 

Samningar leik– og grunnskólakennara voru lausir en samningar ekki náðst. 

Samskipti við opinbera aðila 

Hagsmunagæsla fyrir SSSK snýr mikið  samskiptum og samvinnu við ríki og sveitarfélögKomu mörg álitamál til umfjöllunar á starfsárinu. 

Unnið hefur verið  því allt starfsárið   fram skýringum á forsendum hagstofutöluforsendu útreikninga á framlagi til grunnskólannaFundur í menntamálaráðuneytinu ásamt erindi til ráðherra um rýni á forsendu hefur ekki skilað árangri enn.  

Samráðsnefnd leik– og grunnskóla 

SSSK eiga einn aðalfulltrúa og einn til vara í samráðsnefnd leik– og grunnskóla á vegum mennta– og menningarmálaráðuneytisHlutverk nefndarinnar er  vera umræðu– og samstarfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla og grunnskólaFyrirkomulag fundanna er yfirleitt þannig  ráðherra menntamála situr fundinn  hluta og síðan taka fulltrúar umræðu um þau fjölbreyttu mál sem eru til kynningar og umræðu í nefndinni hverju sinni.  

Alþjóðlegt samstarf 

SSSK eru aðili  The European Council of National Associations of Independent Schools, ECNAIS, www.ecnais.orgHaldnar eru tvær ráðstefnur á vegum samtakanna ár hvertvor og haustEru þessar ráðstefnur mjög vel sóttar af fulltrúum sjálfstæðra skóla víðsvegar  úr heiminum og er mikill stuðningur af þessu samstarfiFormaður ásamt fulltrúa stjórnar sóttu árlega ráðstefnu í Madrid á haustmaánuðum þar sem viðfangsefnið var tækni í skólastarfi.  

Félagsstarf SSSK 

Öflugt félagsstarf er einkennandi í starfi samtakanna þar sem stefnt er  því  upplýsafræða og skemmta félagsmönnum bæði á leik– og grunnskólastigi. 

Aðalfundur SSSK 2019 

Aðalfundur SSSK var haldinn 2maí sl. í Húsi atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir frá Arnarskóla var endurkjörin formaður og varaformaður var kjörin Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. Í lok fundar ávarpaði Ólafur Stefánsson handboltakempa með meiru aðalfundargesti. 

Dagur skólastjórans er fastur viðburður í starfi samtakanna og var  þessu sinni fagnað í lok október venju var blandað saman leik og starfi og Ísaksskóli heimsóttur. 

Félagsfundir. Á hverju starfsári er fundað með fulltrúum frá Skóla– og frístundasviði Reykjavíkurborgar þar sem rekstrartengd mál eru tekin fyrir. 

Félagsfundur vegna kjaramála  Kristín Þóra frá kjarasviði SA var gestur á vel sóttum félagsfundi og fór yfir samningaferlið og aðkomu SA  samningsgerð fyrir SSSK. 

Ráðstefna SSSK 2019. SSSK blésu til sinnar árlegu ráðstefnu 1. mars sl. undir yfirskriftinni Líður öllum vel?“.  Ráðstefnan var haldin í Hörpunni með þátttöku ríflega 200 mannsErlendur gestur ráðstefnunnar var Sören Tonnesen skrifstofustjóri samtaka sjálfstæðra skóla í Danmörku. 

Úrelt menntun eða framtíðarsýn?

Úrelt menntun eða framtíðarsýn?

Sara Dögg Svanhildardóttir, forstöðumaður mennta- og fræðslumála Samtaka verslunar og þjónustu skrifar í Fréttablaðið þann 3. mars sl.

Þær eru fjölmargar áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að því að leggja fram menntastefnu heillar þjóðar. Ein þeirra er stafræna umbyltingin sem á sér stað út um allan heim. Við lifum á tímum þar sem umbreytingum vegna stafrænnar tækni fleygir fram á ógnarhraða. Við komumst ekki hjá að mæta þeim umbreytingum og taka þátt í þeim, enda umlykur stafræn þróun nú þegar allt samfélag okkar, hvort sem er í leik eða starfi.

Til þess að vera fær um að athafna okkur í nýju umhverfi gegnir menntun á þessu sviði mjög mikilvægu hlutverki. Hvers kyns menntun sem eykur færni í umhverfi stafrænnar tækni gerir okkur hæfari til að takast á við breytt umhverfi.

Nýverið kynnti menntamálaráðherra nýja tíma í starfs- og tækninámi í samvinnu við Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins. Afar brýnt og löngu tímabært er að blása til sóknar á þessu sviði. Menntun í stafrænu tæknilæsi á leik- og grunnskólastigi er gríðarlega mikilvægur grunnur fyrir alla tæknimenntun, en ekki síður menntun almennt. Störf munu umbreytast hröðum skrefum og krafan vaxa ört um menntað starfsfólk í stafrænni tækni til að halda uppi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Til framtíðar litið er óábyrgt að gera ráð fyrir öðru en að nemendur nútímans muni starfa í stafrænu umhverfi og þá er nánast sama hvar stigið er niður fæti í starfsvali. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að námsumhverfi dagsins í dag byggi á þeim veruleika. Menntastefna til framtíðar þarf að taka mið af því.

 

Kynning á frambjóðendum til stjórnar SVÞ 2020

Kynning á frambjóðendum til stjórnar SVÞ 2020

Rafræn kosning meðstjórnenda í stjórn SVÞ 2020 hefst sunnudaginn 1. mars nk. kl. 12:00 og stendur til kl 12:00 þann 10. mars n.k. Félagsaðilar fá senda tilkynningu við upphaf kosningar en í henni munu m.a. koma fram upplýsingar um hvernig atkvæði verða greidd.

Kosið er um þrjá meðstjórnendur til tveggja ára og einn til árs. Alls bárust átta framboð.

Hver félagsaðili fer með atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2019. Hverjum heilum 1.000 krónum í greidd félagsgjöld fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með greiðslu vangoldinna félagsgjalda ársins 2019.

 

Í framboði til stjórnar SVÞ eru:

 

Elín Hjálmsdóttir Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Eimskips

Elín hefur gegnt stjórnunarstörfum hjá Eimskip frá árinu 2006, sem deildarstjóri og mannauðsstjóri en tók sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins árið 2016. Hún hefur fjölbreytta reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, kjara- og fræðslumála auk víðtækrar þekkingar á þeim ólíku störfum sem stórt fyrirtæki í verslun og þjónustu á Íslandi hefur uppá að bjóða.

Elín er viðskiptafræðimenntuð frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MBA prófi frá sama skóla árið 2005. Hún hefur setið í stjórn Eimskip Ísland ehf. frá árinu 2013, sat í stjórn Kortaþjónustunnar árið 2016 – 2017 og hefur setið í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og í stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) frá árinu 2018.

Sem stjórnandi til margra ára innan flutningagreinarinnar tel ég mig búa að fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist vel innan SVÞ. Á tímum örra breytinga er mér umhugað um þróun og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu, að þeim sé búið hvetjandi rekstarumhverfi sem styrkir stöðu þeirra, ekki síst í alþjóðlegu samhengi. Samhliða því tel ég mjög mikilvægt að efla menntun og færni atvinnulífsins til að takast á við þær breytingar sem eiga sér nú stað og eru fyrirséðar eftir því sem 4.iðnbyltingin hefur meiri áhrif.

Ég vil áfram leggja mitt af mörkum til að efla samtökin, verslun og þjónustu í landinu til hagsbóta.

Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Port ehf.

Ég heiti Elísabet Jónsdóttir og er fædd 1966. Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Ports ehf en það er móðurfélag tveggja félaga sem eru undir minni stjórn, Löður ehf og Dælan ehf. Aðildarfélagið er Löður ehf og er mun meiri starfsemi þar en hjá Dælunni og tel ég nauðsynlegt að við séum hluti af SVÞ til að vera partur af þróun á sviði verslunar og þjónustu í heiminum.

Ég er með B.sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá HÍ. Ég hef aðallega starfað á verslunar og þjónustu sviði:

DHL starfaði þar í 10 ár. Þjónustaði stór og smá fyrirtæki með heildarlausnir í flutningum bæði milli landa erlendis og í inn- og útflutningi frá Íslandi.

Forval heildverslun: starfaði þar sem aðstoðar framkvæmdastjóri.

Heildsölufyrirtæki með stærstu snyrtivörumerki í heimi sbr. Chanel, Burberry, Guerlain ofl.

N1: starfaði þar sem markaðssérfræðingur í teymisvinnu.

Zirkonia, stofnandi og annar eigandi af fyrirtæki með hátæknitækjabúnað fyrir húð / Dermatude

Löður, starfa þar sem framkvæmdastjóri.

Ég hef tekið Dale Carnegie námskeið ásamt því að leiða fyrsta námskeið þeirra sem var einungis fyrir konur.

Upplýsingar um áherslumál:

Ég hef mikinn áhuga á rekstri fyrirtækja bæði í verslun- og þjónustu, mér finnst nauðsynlegt að fylgjast með framþróun tæknimála og að geta tekið þátt í að fylgja þeim eftir og innleiða.

Að bæta almenn rekstrarskilyrði fyrirtækja, auka hagkvæmni og bæta árangur.

Ég tel að þetta sé vettvangur til að vinna að því þar sem öflugur þrýstihópur stendur saman að tillögum.

Hef áhuga á því að setja saman teymi í að þróa ný störf vegna mikilla tækniþróunnar í heiminum

Samhliða nýrri tækni skapast svigrúm til að þróa ný störf sem er spennandi vettvangur að takast á við.

Guðjón Sigurbjartsson

Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri HEI ehf.

Guðjón er framkvæmdastjóri HEI ehf. sem annast þjónustu og ráðgjöf varðandi heilbrigðisþjónustu erlendis svo sem tannlækningar í Búdapest og liðskiptiaðgerðir í Kaupmannahöfn. Áður rak Guðjón Tanni auglýsingavörur ásamt konu sinni Guðrúnu Barböru í um 20 ár. Þar á undan var Guðjón m.a. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þar áður yfirmaður fjármála og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar.

„Ég er viðskiptafræðingur með áhuga á rekstri og þjóðfélagsmálum. Ég hef góða þekkingu á fyrirtækjarekstri bæði einka- og opinberum, landbúnaðarmálum og styð frekari þátttöku Íslands í Evrópusamstarfinu. Ég skrifa öðru hverju greinar í blöð oft með hagsmuni neytenda í huga.“

 

Guðmundur Arnar GuðmundssonGuðmundur Arnar Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastjóri Akademias stjórnendaskólans

Guðmundur Arnar Guðmundsson á og rekur Akademias stjórnendaskólann. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækjanna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Guðmundur hefur í átta ár kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Síðustu tíu ár hefur hann jafnframt kennt þúsundum starfsmanna í hundruðum fyrirtækja stafrænt markaðsstarf, stjórnu markaðsstarfs, þjónustustjórnun o.fl. Ennfremur hefur hann skrifað mikið um stjórnun, þjónustu- og markaðsmál og gaf út bókina Markaðssetning á netinu sem ruddi braut stafræns markaðsstarfs á Íslandi.

Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m. við Harvard Business School. Hann hefur verið formaður ÍMARK, mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum. Nýlega sem dæmi fyrir flugfélagið Play, Eldum rétt og AVIS.

ÁHERSLA

Verslun og þjónusta eru að ganga í gegnum miklar breytingar sem skapa bæði ógnir og tækifæri. Það er afar mikilvægt að íslenskum fyrirtækjum sé hjálpað að fóta sig í gegnum þessar miklu breytingar og á sama tíma tryggja að viðskiptaumhverfið vinni með þeim en ekki á móti.

Ég trúi því reynslan mín, þekking og bakgrunnur geri það að verkum að ég geti lagt ríkulega til stjórnar SVÞ svo félagið megi ná ennþá meiri árangri fyrir sína félaga á komandi árum.

Gunnar Egill SigurðssonGunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa hf.

Gunnar Egill Sigurðsson er framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem eiga og reka Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Iceland. Gunnar hefur víðtæka stjórnarreynslu og hefur starfað á smásölumarkaði í 17 ár og situr í stjórn Háskólans á Bifröst.

Ég var kjörin í stjórn SVÞ árið 2018 og sækist nú eftir endurkjöri. Ég hef mikinn áhuga á að starfa áfram innan stjórnar SVÞ og beita mér fyrir fimm megin þáttum:

  • Auka veg og virðingu verslunar í þjóðfélaginu
  • Fylgja eftir nýrri námslínu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands
  • Frekara afnám verndartolla til hagsbóta fyrir neytendur
  • Tækniframfarir í íslenskri verslun
  • Aukna umhverfisvitund í íslenskri verslun

 

Hörður Ellert Ólafsson, Koikoi ehf.

Hörður er framkvæmdastjóri Koikoi ehf. sem starfar með allt frá smáum rekstraraðilum til þeirra allra stærstu í verslunar- og þjónustu á landinu. Hörður hefur hef unnið í sölu og markaðsmálum í rúm 20 ár. Hörður er menntaður í frumkvöðlastarfi og fyrirtækjaþróun (Kaospilot) ásamt stafrænni markaðssetningu (HR). Hörður hefur starfað við ráðgjöf á Íslandi, í Skandinavíu og í Suður Afríku ásamt því komið á fót nokkrum fyrirtækjum, í auglýsinga- og markaðsmálum (Inhouse og Koikoi), veitingageiranum (Nostra veitingahús) og í upplýsingatækni (Syndis og Adversary).

„Í störfum mínum hef ég öðlast mikla og víðtæka alþjóðlega reynslu sem ég tel að geti nýst SVÞ afar vel. Ástæðan fyrir því að ég sæki um að vera í stjórn SVÞ er til þess að nýta reynslu mína og metnað fyrir því að stuðla að bættu rekstrarumhverfi fyrir smásöluverslanir á íslandi með tilkomu stafrænnar þróunar og nýjungum í tækni. Að tryggja að íslensk fyrirtæki hafi það rekstrar- og lagaumhverfi sem þörf er á til þess að standast strauminn af sívaxandi erlendri samkeppni. Ég vil efla þekkingu íslenskra aðila í markaðssetningu og netsölu og efla samkeppnishæfi þeirra bæði á innlendum markaði og á alþjóðavísu.“

 

Kjartan Örn SigurðssonKjartan Örn Sigurðsson, Verslanagreining ehf.

Ég bý að reynslu af stjórnarsetu m.a. í Skeljungi hf, SVÞ og SA. Ég er menntaður stjórnmálafræðingur með MBA próf frá Háskóla Íslands og hef haldgóða reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja á smásölumarkaði á Íslandi og í Bretlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Samhliða stöfum mínum fyrir Verslanagreiningu er ég framkvæmdastjóri SRX ehf. Ég var áður forstjóri Egilsson hf., eigandi Kvosarinnar, framkvæmdastjóri hjá Strax í evrópu og markaðsstjóri hjá B&L.

Ég vil beita mér fyrir aukinni þekkingu, betri kaupmennsku og hagkvæmara rekstrarumhverfi. Verslun og þjónusta skipta hagkerfið miklu máli. Stór hluti heildarvinnuafls starfar í greininni þrátt fyrir að skortur sé á námsleiðum í boði handa þeim sem vilja mennta og/eða sérhæfa sig í greininni. Alþjóðleg samkeppni og internetið setja þrýsting á greinina til að fá meira út úr hverjum viðskiptavini. Til þess að stuðla að bættri rekstrarafkomu og vexti fyrirtækja er lykilatriði að vera meðvitað og stöðugt að bæta sig í aðgreinandi samkeppnisstöðu.

 

Sesselía BirgisdóttirSesselía Birgisdóttir, Framkvæmdastjóri þjónustu og markaða hjá Íslandspósti

Ég hef víðtæka reynslu af stjórnendastörfum bæði hér á landi og erlendis. Ég bjó í Svíþjóð í yfir 10 ár og stofnaði þar meðal annars leigumiðlunina Red Apple Apartments. Einnig starfaði ég sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania í 4 ár. Ég hef tvær mastersgráður frá Lundarháskóla í Svíþjóð, í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun og alþjóða markaðssetning og vörumerkjastjórnun. Verkefni mín hafa síðustu ár að mestu leiti snúist um stafrænar umbreytingar og breytingastjórnun.

Ég hef mikinn áhuga á að starfa fyrir SVÞ og tel að reynsla mín af stafrænni þjónustuveitingu og breytingastjórnun muni koma sér vel í þeim áskorunum sem íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir með breyttri kauphegðun neytenda og örum tækniframförum.

Íslensk verslun á mikið inni þegar kemur að nýtingu tæknilausna til þess að mæta nútímakröfum neytenda. Í samanburði við hin Norðurlöndin er netverslun á Íslandi töluvert minni en þar þekkist. Fjölmargir þættir spila þar hlutverk en sóknartækifærin eru næg.

Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að markmið SVÞ um eflingu stafrænnar verslunar náist og veit að þekking mín og reynsla mun nýtast vel í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru.