09/08/2022 | Fréttir, Innra starf, Innri
Hver er að gera góða og áhugaverða hluti í kringum þig?
Samtök verslunar og þjónustu leitar eftir að kynnast áhugaverðum leiðtogum innan samtakanna.
Hugmyndin er að gefa kastljósið á fjölbreytta flóru leiðtoga innan SVÞ með því að velja og birta viðtal við ‘Leiðtoga mánaðarins’
Við viljum heyra af fólki sem sýnir leiðtogahæfileika, elskar vinnuna sína, hefur jákvæð áhrif á samfélagið sitt.
Sendu inn þínar tillögur hér fyrir neðan.
07/06/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir
Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn 9.júní n.k. kl: 12:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Fundarsalur: Hylur, 1.hæð.
Boðið verður upp á léttar veitingar
Fundur er eingöngu ætlaður félagsmönnum og starfsfólki þeirra, nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf:
– Skýrsla stjórnar
– Reikningar bornir upp til samþykktar
– Kosning stjórnar og varamanna
– Lagabreytingar
– Önnur mál
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á AÐALFUNDINN
02/06/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.
Í fréttinni segir m.a.
Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.
Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA
30/05/2022 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Verslunarskóli Íslands útskrifaði þrjá nemendur á dögunum úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk en námið býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.
Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan
Með þessari útskrift hefur Verslunarskóli Íslands útskrifað 12 nemendur með fagbréf í fórum sínum. Sumir nemendanna halda svo áfram og ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu.
Þau fyrirtæki sem eru sem eru aðilar að þessu verkefni í dag eru Samkaup, sem dögunum tók á móti Menntaverðlaunum atvinnulífsins 2022, Domino’s, Húsasmiðjan, Nova og Rönning.
SJÁ FRÉTT FRÁ VÍ
25/05/2022 | Fræðsla, Menntun, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Upptaka, Verslun, Þjónusta
Ertu að leita eftir aðgegnilegri fræðslu í stafrænni þróun?
SVÞ bendir á að Stafræni hæfnisklasinn er með reglulega morgunfyrirlestra sem snúa að efla þekkingarbrunn í stafrænni þróun.
Smelltu HÉR til að nálgast allar upptökurnar inná vef Stafræna hæfnisklasans
20/05/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hlaut verðlaunin í ár fyrir verkefnið „Vinnudagar Lækjarbotna og gróðursetning plantna á skólasetningu“.
Fram fór hátíðleg athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og mættu þau Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Eliza Reid forsetafrú til að ávarpa samkomuna og afhenda verðlaunin.
SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS
Ljósmynd: Stjórnarráðið