29/04/2022 | Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla, Skýrslur, Útgáfa
Ársfundur SSSK 2022 var haldin í húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 28.apríl.
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
Skýrsla stjórnar
Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
Umræður um skýrslu og reikninga
Félagsgjöld ársins
Kosning formanns og varaformanns
Kosning meðstjórnenda og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna
Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opið samtal með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík.
Ársskýrsla Samtök sjálfstæðra skóla 2022
Ársskýrsla SVÞ – SSSK
Ársreikningur Samtaka sjálfstæðra skóla 2022
Ársreikningur SSSK 2022
22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld
Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Föstudaginn 29.apríl 2022 fá bifreiðaumboð og bifreiðasalar sérstaka innsýn inní aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með sérfræðingum KPMG.
STAÐUR: Hús atvinnulífsins, Hylur 1.hæð
TÍMI: 08:30 – 10:00
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsfólki SVÞ hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður m.a. yfir:
– Hverjar eru skyldur bifreiðaumboða og bifreiðasala?
– Hvað þarf til að marka sér stefnu og útbúa áhættumat á grundvelli laga um aðgerir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
– Hverjar eru kröfur til bifreiðaumboða og bifreiðasala er varða frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir?
– Hvernig er hægt að lágmarka áhættu sem getur skapast á vettvangi peningaþvættis?
Félagsmönnum gefst færi á að leita til sérfræðinga KPMG í kjölfar fyrirlestra, vakni frekari spurningar eða álitamál.
ATH! Námskeiðið er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SKRÁNING HÉR!
_______
22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Verslun, Þjónusta
Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.
Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021. Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.
Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR
22/04/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur Samtaka sjálfstæðra skóla verður haldinn fimmtudagurinn 28. apríl 2022
Tími: 15:00 – 16.30
Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Hylur, 1. hæð
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING HÉR!
01/04/2022 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022
Aðalfundur Samtaka heibrigðisfyrirtækja var haldinn 31. mars s.l.
Í tengslum við aðalfundinn var haldið málþing og gestur þess var Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Fór ráðherra vítt og breitt yfir málefni sem snúa að sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækjum, s.s. stöðuna í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um nýjan samning, aðgerðir til að tryggja nýliðun í læknastétt og málefni heilsugæslunnar.
Ráðherra svaraði að framsögu lokinni fjölmörgum fyrirspurnum frá félagsmönnum.
Á aðalfundinum var Dagný Jónsdóttir endurkjörin formaður samtakanna. Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Gunnlaugur Sigurjónsson og Inga Berglind Birgisdóttir.
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán E. Matthíasson og Þórarinn Guðnason
30/03/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Umhverfismál, Verslun, Þjónusta
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?
Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.
Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;
- Hvað er Framfaravogin?
- Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
- Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?
Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG