20/05/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hlaut verðlaunin í ár fyrir verkefnið „Vinnudagar Lækjarbotna og gróðursetning plantna á skólasetningu“.
Fram fór hátíðleg athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og mættu þau Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Eliza Reid forsetafrú til að ávarpa samkomuna og afhenda verðlaunin.
SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS
Ljósmynd: Stjórnarráðið
29/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Viðburðir
Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ
Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja
Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.
Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.
Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.
Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SKRÁÐU ÞIG HÉR
29/04/2022 | Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla, Skýrslur, Útgáfa
Ársfundur SSSK 2022 var haldin í húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 28.apríl.
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
Skýrsla stjórnar
Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
Umræður um skýrslu og reikninga
Félagsgjöld ársins
Kosning formanns og varaformanns
Kosning meðstjórnenda og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna
Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opið samtal með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík.
Ársskýrsla Samtök sjálfstæðra skóla 2022
Ársskýrsla SVÞ – SSSK
Ársreikningur Samtaka sjálfstæðra skóla 2022
Ársreikningur SSSK 2022
22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld
Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Föstudaginn 29.apríl 2022 fá bifreiðaumboð og bifreiðasalar sérstaka innsýn inní aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með sérfræðingum KPMG.
STAÐUR: Hús atvinnulífsins, Hylur 1.hæð
TÍMI: 08:30 – 10:00
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsfólki SVÞ hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður m.a. yfir:
– Hverjar eru skyldur bifreiðaumboða og bifreiðasala?
– Hvað þarf til að marka sér stefnu og útbúa áhættumat á grundvelli laga um aðgerir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
– Hverjar eru kröfur til bifreiðaumboða og bifreiðasala er varða frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir?
– Hvernig er hægt að lágmarka áhættu sem getur skapast á vettvangi peningaþvættis?
Félagsmönnum gefst færi á að leita til sérfræðinga KPMG í kjölfar fyrirlestra, vakni frekari spurningar eða álitamál.
ATH! Námskeiðið er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SKRÁNING HÉR!
_______
22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Verslun, Þjónusta
Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.
Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021. Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.
Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR
22/04/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur Samtaka sjálfstæðra skóla verður haldinn fimmtudagurinn 28. apríl 2022
Tími: 15:00 – 16.30
Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Hylur, 1. hæð
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING HÉR!