Menntadagur atvinnulífsins 25.apríl n.k.

Menntadagur atvinnulífsins 25.apríl n.k.

Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl n.k. en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.

Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað í forrými þar sem öflugir aðilar úr atvinnulífinu kynna sig.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka – ábyrgð félagsmanna SVÞ

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka – ábyrgð félagsmanna SVÞ

Sérsniðin fræðsla fyrir félagsfólk SVÞ.

SÞV og KPMG standa fyrir fræðslu fyrir félagsfólk Samtaka verslunar og þjónustu vegna ábyrgð félagsmanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.

Fyrirlesarar sérfræðingar KPMG
Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.

Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018. Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.

ATH! Námskeiðið verður haldið á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.

 

SKRÁNING NAUÐSYNLEG – SMELLIÐ HÉR

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 – Óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 – Óskað eftir tilnefningum

MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2022

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 2. febrúar 2022.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 21. desember nk. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2022, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:

  • að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
  • að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
  • að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu-innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
  • samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu-innan sem utan fyrirtækja

Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf en skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.

Tilnefningar og fylgiskjöl sendist rafrænt í tölvupósti á verdlaun@sa.is – eigi síðar en þriðjudaginn 21. desember nk.
Ekki er tekið við tilnefningum eða gögnum eftir þann tíma.

Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins 2. febrúar 2022 en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.

SJÁ NÁNARI FRÉTT FRÁ SAMTÖKUM ATVINNULÍFSINS

Mynd: SA

Hefjum rekstur! Opið námskeið um stofnun fyrirtækja 3.nóvember 2021

Hefjum rekstur! Opið námskeið um stofnun fyrirtækja 3.nóvember 2021

Samtök atvinnulífsins bjóða upp á opið námskeið um stofnun fyrirtækja sem gagnast öllum sem hafa hug á að hefja rekstur.

Á námskeiðinu fara nokkrir af helstu sérfræðingum landsins yfir tíu lykilþætti er varða rekstur og stofnun fyrirtækja.
Fyrirspurnum verður einnig svarað.

Námskeiðið er í þremur hlutum og fer fram með rafrænum hætti.
Námskeiðið fer fram í streymi þrjá miðvikudaga í röð; 3. 10. og 17. nóvember og stendur yfir frá kl. 13:00 – 16:00.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram inná vef Samtaka Atvinnulífsins
https://sa.is/frettatengt/vidburdir/hefjum-rekstur-opid-namskeid-um-stofnun-fyrirtaekja

 

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar.

Frambjóðendur fengu spurningarnar sendar fyrirfram svo þeir gætu undirbúið sig. Spurningarnar voru um eftirfarandi mál:

  • Hvað þeim fyndist um aðgerðir núverandi stjórnvalda þegar kemur að stafrænni umbreytingu og stafrænni hæfni í atvinnulífinu og á vinnumarkaði.
  • Hvort þau styddu aðkomu stjórnvalda að stafrænum hæfniklasa sem í dag standa að SVÞ, VR og Háskólinn í Reykjavík.
  • Hvað þau hyggist gera varðandi stafræna hæfni og umbreytingu atvinnulífs og vinnumarkaðar?
  • Hvernig tryggja skal að grunnmenntakerfið (grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar) og sí- og endurmenntunarkerfið geti sem best mætt þörfum atvinnulífsins.
  • Hvernig þau teldu að bæta mætti gæði opinberra innkaupa.
  • Hver afstaða þeirra væri til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
  • Hvernig þau sæu fyrir sér hlutverk sjálfstætt starfandi sérgreinalækna.
  • Hvort þau teldu að heimila ætti starfsemi fleiri sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva.
  • Hver afstaða þeirra væri til útvistunar verkefna hins opinbera til einkaaðila.
  • Hvernig þau myndu beita sér fyrir slíkri útvistun.
  • Hver þeirra afstaða væri til endurskoðunar fyrirkomulags fasteignaskatta.
  • Hvort þau teldu þörf á stuðningi við landbúnaðinn bæði í formi beinna styrkja og tollverndar eða hvort einn stuðningur ætti að nægja.
  • Hversu langt þeim finnist að stjórnvöld eigi að ganga í viðleitni sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
  • Hvaða þáttum stjórnvöld þurfi að gæta í vegferð sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
  • Hvaða vegaframkvæmdir þau vilji sjá settar á oddinn í samgönguáætlun.
  • Hvernig þau hygðust stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.

Þegar hafa svör nokkurra frambjóðenda um hin ýmsu mál verið birt á Facebook síðu SVÞ (facebook.com/samtok.vth) en verulega verður gefið í næstu daga og hver málaflokkur tekinn fyrir einn dag í einu.

ATH! Ekki eru öll svör allra frambjóðenda birt heldur er valið úr.

 

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

Viðmælendur

Eftirfarandi frambjóðendur voru teknir tali. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera ný á vettvangi Alþingiskosninga og að vera í sætum sem gera þau nokkuð líkleg til að komast inn á þing.

  • Björn Leví Gunnarsson, Píratar – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Fjóla Hrund Björnsdóttir, Miðflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum – 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsókn – 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Valgarður Lyngdal, Samfylkingunni – 1. sæti í Norðvesturkjördæmi

Hvenær get ég séð hvað?

Hér má sjá hvenær hver málaflokkur verður birtur*:

Þegar er búið að birta nokkur viðtöl í nokkrum málaflokkum. Á næstunni verða svo öll viðtölin birt eftir málaflokkum.

Stafræn hæfni og umbreyting – 15. september – hefur þegar verið birt
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 16. september
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 17. september
Menntakerfið – 18. september
Opinber innkaup, útvistun hins opinbera og fasteignaskattar – 19. september
Tollar og landbúnaður – 20. september
Fjölbreyttara atvinnulíf – 21. september
Forgangsmál í innviðauppbyggingu og orkuskipti í landflutningum – 22. september

*tímasetningar geta breyst

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA