20/05/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hlaut verðlaunin í ár fyrir verkefnið „Vinnudagar Lækjarbotna og gróðursetning plantna á skólasetningu“.
Fram fór hátíðleg athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og mættu þau Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Eliza Reid forsetafrú til að ávarpa samkomuna og afhenda verðlaunin.
SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS
Ljósmynd: Stjórnarráðið
30/03/2022 | Fréttir, Menntun
Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl n.k. en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.
Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.
Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað í forrými þar sem öflugir aðilar úr atvinnulífinu kynna sig.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU
11/01/2022 | Fræðsla, Innra starf, Menntun, Stjórnvöld
Sérsniðin fræðsla fyrir félagsfólk SVÞ.
SÞV og KPMG standa fyrir fræðslu fyrir félagsfólk Samtaka verslunar og þjónustu vegna ábyrgð félagsmanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Fyrirlesarar sérfræðingar KPMG
Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018. Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
ATH! Námskeiðið verður haldið á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
10/12/2021 | Fréttir, Menntun
MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2022
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 2. febrúar 2022.
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 21. desember nk. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2022, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:
- að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
- að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
- að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
- að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:
- að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu-innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
- samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu-innan sem utan fyrirtækja
Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf en skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.
Tilnefningar og fylgiskjöl sendist rafrænt í tölvupósti á verdlaun@sa.is – eigi síðar en þriðjudaginn 21. desember nk.
Ekki er tekið við tilnefningum eða gögnum eftir þann tíma.
Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins 2. febrúar 2022 en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.
SJÁ NÁNARI FRÉTT FRÁ SAMTÖKUM ATVINNULÍFSINS
Mynd: SA
01/11/2021 | Fréttir, Menntun
Samtök atvinnulífsins bjóða upp á opið námskeið um stofnun fyrirtækja sem gagnast öllum sem hafa hug á að hefja rekstur.
Á námskeiðinu fara nokkrir af helstu sérfræðingum landsins yfir tíu lykilþætti er varða rekstur og stofnun fyrirtækja.
Fyrirspurnum verður einnig svarað.
Námskeiðið er í þremur hlutum og fer fram með rafrænum hætti.
Námskeiðið fer fram í streymi þrjá miðvikudaga í röð; 3. 10. og 17. nóvember og stendur yfir frá kl. 13:00 – 16:00.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram inná vef Samtaka Atvinnulífsins
https://sa.is/frettatengt/vidburdir/hefjum-rekstur-opid-namskeid-um-stofnun-fyrirtaekja
05/10/2021 | Fræðsla, Fréttir, Menntun, Viðburðir
Síða 3 af 11«12345...10...»Síðasta »