Erlend netverslun nálgast 36 milljarða á þessu ári

Erlend netverslun nálgast 36 milljarða á þessu ári

Nýjustu tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) sýna áframhaldandi mikla aukningu erlendrar netverslunar Íslendinga.

Í júní 2025 nam umfangið rúmum 3 milljörðum króna eða sem nemur 28% aukningu miðað við sama mánuð síðasta árs. Frá maí jókst umfangið um tæp 7%.

Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur erlend netverslun Íslendinga numið 15,8 milljörðum króna, eða sem nemur 20,7% aukningu miðað við sama tímabil 2024. Haldi þessi þróun áfram má gera ráð fyrir að heildarfjárhæðin ársins 2025 verði rúmlega 36 milljarðar króna.

Hver fullorðinn Íslendingur eyðir 126 þúsund krónum á ári

Fjárhæðin 36 milljarðar króna jafngildir því að hver fullorðinn Íslendingur verji að meðaltali um 126 þúsund krónum á ári í erlenda netverslun – eða um 10 þúsund krónum á mánuði. Þessir fjármunir renna alfarið úr íslensku hagkerfi til erlendra fyrirtækja sem í ýmsu tilliti fylgja ekki sömu reglum og íslensk verslun hvað varðar t.d. skatta, gjöld og öryggiskröfur.

Leikvöllurinn er ekki jafn

SVÞ hafa ítrekað bent á að samkeppnistöðu fyrirtækja hefur verið raskað þegar íslensk fyrirtæki sæta eftirliti og viðurlögum hlíti þau ekki kröfum regluverks sem að mestu á að vera hið sama á EES-svæðinu á meðan aðrir komist upp með að gera það ekki. Þá þurfa fyrirtækin að bera kostnað við innkaup, innflutning, ýmis konar gæðaeftirlit og sölustarf, á meðan netmarkaðstorg erlendis bjóða í mörgum tilvikum vörur til sölu miðað við allt aðrar forsendur. SVÞ og Norræn systursamtök hafa bent á þess stöðu kallað eftir því að Evrópusambandið tryggi að öllum leikendum á innri markaðnum verði gert að hlíta sömu reglum og kvöðum.

„Við þekkjum fjölmörg dæmi þess hve mikið hallar á íslensk og evrópsk fyrirtæki. Ef ekkert verður að gert mun erlend netverslun, sem hugar ekki að þeim reglum sem gilda, halda áfram að vaxa m.a. á kostnað þeirrar verslunar sem fyrir er, greiðir alla skatta og gjöld og stendur undir atvinnu og þjónustu hér heima,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ.

Mikilvægt að ræða samfélagsleg áhrif

„Það er ágætt að hafa í huga að þeir sem versla er á erlendum netmarkaðstorgum eru í raun einnig að vísa skatttekjum, störfum og þjónustu til annarra landa. Þegar við kaupum heima erum við líka að hlúa að samfélaginu okkar,“ segir Benedikt og bætir við „hið minnsta væri skynsamlegt að huga að því að beina viðskiptum að ábyrgum aðilum sem ganga úr skugga um að þær vörur sem þeir hafa á boðstólum uppfylli settar kröfur og geti staðið við þær upplýsingar sem þeir veita. Það er engin að biðja um að lokað verði á erlenda netverslun eða henni settar strangar skorður heldur þarf að tryggja að samkeppni eigi sér stað á jöfnum leikvelli.“

Ný skýrsla um erlenda netverslun – Tækifæri til að meta áhrif á íslenska markaðinn

Ný skýrsla um erlenda netverslun – Tækifæri til að meta áhrif á íslenska markaðinn

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar hefur kynnt nýja og yfirgripsmikla skýrslu um erlenda netverslun sem gefur íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum einstakt tækifæri til að greina áhrif erlendrar netverslunar á þeirra starfsemi.

Skýrslan er sérsniðin að þörfum fyrirtækja sem vilja skilja þróun markaðarins og nýta sér innsýnina til stefnumótunar.

Skýrslan inniheldur m.a.:

  • Spálíkan um þróun innlendrar verslunar og netverslunar til ársins 2030.
  • Spálíkan um þróun erlendrar netverslunar til ársins 2030.
  • Nýjustu tölur um erlenda netverslun, brotnar niður eftir:
    • Stærstu útflutningslöndum.
    • Grófum verslunarflokkum.
    • Undirflokkum og yfirtollflokkum.

Fyrirtæki fá því nákvæma yfirsýn yfir hvað Íslendingar eru að panta á netinu og frá hvaða löndum. Auk þess eru birtar niðurstöður rannsókna frá 2020, 2021 og 2024 sem skoða meðal annars hvort íslenskar verslanir séu nýttar sem „mátunarklefar“ og hvernig neytendur kjósa að fá vörur afhentar úr netverslunum.

Til að tryggja skýra kynningu á efni skýrslunnar er boðið uppá frían persónulegan kynningafund á Teams þar sem farið er yfir helstu niðurstöður.

Verð á skýrslunni fyrir áskrifendur Veltunnar 69.900 kr. en fyrir aðra 79.900 kr.

Við hvetjum stjórnendur í verslunar- og þjónustugeiranum til að nýta þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á markaðnum og aðlaga rekstraráætlanir að þróuninni.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við forstöðumann RSV Klöru Símonardóttur á netfangið: klara(hja)rsv.is

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.

Ræktum vitið: Ný nálgun á hæfniþróun í verslun og þjónustu

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV hafa hrundið af stað metnaðarfullu verkefni, Ræktum vitið, sem hefur það markmið að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum. Verkefnið leggur áherslu á símenntun, íslenskukunnáttu og þróun faglegra vottana til að tryggja samkeppnishæfni og framþróun greinarinnar.

Til að styðja stjórnendur við að innleiða markvissa menntastefnu hefur verið útbúin handbók með 20 ChatGPT fyrirmælum sem auðveldar greiningu á fræðsluþörfum og hjálpar fyrirtækjum í verslunar og þjónustugreinum að móta stefnu í hæfniþróun starfsfólks.

„Nýtum okkur gervigreindina til að móta einstaklingsmiðaða og sveigjanlega menntastefnu sem tekur mið af breyttum kröfum atvinnulífsins. Þessi einfalda handbók gefur stjórnendum verkfæri til að nýta tæknina í þágu starfsþróunar,“ segir Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ.

Smelltu hér — 20 ChatGPT FYRIRMÆLI RÆKTUM VITIÐ – MENNTASTEFNA til að hlaða niður fyrirmæla handbókinni.

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.

Sjá nánar í skýrslunni hér.

Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.