![UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]](https://svth.is/wp-content/uploads/2025/03/Screenshot-2025-03-20-at-07.58.36.png)
![UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]](https://svth.is/wp-content/uploads/2025/03/Screenshot-2025-03-20-at-07.58.36.png)

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.
Ræktum vitið: Ný nálgun á hæfniþróun í verslun og þjónustu
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV hafa hrundið af stað metnaðarfullu verkefni, Ræktum vitið, sem hefur það markmið að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum. Verkefnið leggur áherslu á símenntun, íslenskukunnáttu og þróun faglegra vottana til að tryggja samkeppnishæfni og framþróun greinarinnar.
Til að styðja stjórnendur við að innleiða markvissa menntastefnu hefur verið útbúin handbók með 20 ChatGPT fyrirmælum sem auðveldar greiningu á fræðsluþörfum og hjálpar fyrirtækjum í verslunar og þjónustugreinum að móta stefnu í hæfniþróun starfsfólks.
„Nýtum okkur gervigreindina til að móta einstaklingsmiðaða og sveigjanlega menntastefnu sem tekur mið af breyttum kröfum atvinnulífsins. Þessi einfalda handbók gefur stjórnendum verkfæri til að nýta tæknina í þágu starfsþróunar,“ segir Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ.
Smelltu hér — 20 ChatGPT FYRIRMÆLI RÆKTUM VITIÐ – MENNTASTEFNA til að hlaða niður fyrirmæla handbókinni.

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu
Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.
Sjá nánar í skýrslunni hér.
Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu hátíðlega uppá 25 ára starfsafmælið sitt á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll miðvikudaginn 10.apríl sl., undir þemanu ‘Framtíðin bíður ekki!’
Uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.
Nú er hægt að nálgast allar upptökur frá 18 viðburðum, fyrirlestrum, pallborðum og Á Trúnó.
Smelltu HÉR til að nálgast sérstaka afmælisútgáfu myndaalbúm sem verður opið til 7.maí nk.
Ath! félagsfólk SVÞ hefur ótakmarkaðan aðgang að öllu efni ráðstefnunnar inn á ‘Mínar síður’

Netverslun aldri meiri.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.
Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tekur mið af síðustu mælingu Rannsóknarsetursins [RSV] sem birtist fyrir viku þá lítur þetta bara alveg ágætlega út,“ og bætir við „Í stóru myndinni, 30.000 fetunum eins og maður segir stundum, er stóra breytingin sú að stærri og stærri hluti þessarar svokölluðu jólaverslunar fer fram í nóvember, þetta dreifist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og allir vita, þessir stóru alþjóðlegu viðskiptadagar þar sem tilboðin eru mjög góð og fólk nýtir sér það í æ ríkari mæli,“
Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR –

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.
Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.
Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.
Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)