Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.

Ræktum vitið: Ný nálgun á hæfniþróun í verslun og þjónustu

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV hafa hrundið af stað metnaðarfullu verkefni, Ræktum vitið, sem hefur það markmið að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum. Verkefnið leggur áherslu á símenntun, íslenskukunnáttu og þróun faglegra vottana til að tryggja samkeppnishæfni og framþróun greinarinnar.

Til að styðja stjórnendur við að innleiða markvissa menntastefnu hefur verið útbúin handbók með 20 ChatGPT fyrirmælum sem auðveldar greiningu á fræðsluþörfum og hjálpar fyrirtækjum í verslunar og þjónustugreinum að móta stefnu í hæfniþróun starfsfólks.

„Nýtum okkur gervigreindina til að móta einstaklingsmiðaða og sveigjanlega menntastefnu sem tekur mið af breyttum kröfum atvinnulífsins. Þessi einfalda handbók gefur stjórnendum verkfæri til að nýta tæknina í þágu starfsþróunar,“ segir Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ.

Smelltu hér — 20 ChatGPT FYRIRMÆLI RÆKTUM VITIÐ – MENNTASTEFNA til að hlaða niður fyrirmæla handbókinni.

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.

Sjá nánar í skýrslunni hér.

Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu hátíðlega uppá 25 ára starfsafmælið sitt á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll miðvikudaginn 10.apríl sl., undir þemanu ‘Framtíðin bíður ekki!’

Uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.

Nú er hægt að nálgast allar upptökur frá 18 viðburðum, fyrirlestrum, pallborðum og Á Trúnó.

Smelltu HÉR til að nálgast sérstaka afmælisútgáfu myndaalbúm sem verður opið til 7.maí nk.
Ath! félagsfólk SVÞ hefur ótakmarkaðan aðgang að öllu efni ráðstefnunnar inn á ‘Mínar síður’

 

Netverslun aldri meiri.

Netverslun aldri meiri.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.

Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tek­ur mið af síðustu mæl­ingu Rann­sókn­ar­set­urs­ins [RSV] sem birt­ist fyr­ir viku þá lít­ur þetta bara al­veg ágæt­lega út,“  og bætir við  „Í stóru mynd­inni, 30.000 fet­un­um eins og maður seg­ir stund­um, er stóra breyt­ing­in sú að stærri og stærri hluti þess­ar­ar svo­kölluðu jóla­versl­un­ar fer fram í nóv­em­ber, þetta dreif­ist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og all­ir vita, þess­ir stóru alþjóðlegu viðskipta­dag­ar þar sem til­boðin eru mjög góð og fólk nýt­ir sér það í æ rík­ari mæli,“

Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR