Hæfnisþættir í grænni umbyltingu á norðurlöndunum

Hæfnisþættir í grænni umbyltingu á norðurlöndunum

Fimmtudaginn 23.nóvember s.l. tók María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri BGS þátt í sérstökum norrænu málþingi í beinni fyrir hönd SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, undir heitinu:

SKILLS NEEDED FOR THE GREEN TRANSITION FROM A NORDIC PERSPECTIVE AND EXISTING POLICIES IN THE NORDIC REGION

Aðaláherslan á þessum vef-viðburði, sem var á ensku, var að skoða hæfnisþörfina í grænum umbreytingum frá Norrænu sjónarhorni.

Í erindi Maríu Jónu kom m.a. eftirfarandi fram:

Hröð aðlögun að rafbílum á Íslandi:
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins undirstrikaði mikla breytingu í bílaiðnaði Íslands í átt að rafbílum og bílum með núllútblástur. Þá bendir hún á að 67,9% allra nýlega einkabíla keyptra á þessu ári eru rafbílar, og 99,6% af farþegabílaflota eru með núllútblástur. Þessi umbreyting krefst skjótrar þjálfunar bæði fyrir söluaðila og þjónustustarfsmenn til að aðlagast þessum nýju tækni.

Skilningur á fjórðu og fimmtu iðnbyltingunni:
Mikilvægi þess að skilja muninn á milli fjórðu (sem snýst um tækni, skilvirkni og sjálfvirkni) og fimmtu iðnbyltingarinnar (sem sameinar tækni við mannlega meðvitund og tilfinningagreind). Áhersla er lögð á þörfina fyrir leiðtoga til að vega og meta tækniframfarir með mannmiðuðum gildum til að aðlagast þessum breytingum á árangursríkan hátt.

Samstarf og samningur um hæfniþróun:
Talað var um samstarfssamning SVÞ og VR/LÍV um hæfnikröfur starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum sem gerður var í mars s.l. Þessi samningur beinist að því að auka hæfni starfsfólks í smásölu- og þjónustugeiranum allt til ársins 2030. Markmiðið er að tryggja að 80% starfsmanna í þessum geirum taki þátt í reglulegri og viðvarandi þjálfun til að aðlagast hratt breytast vinnuumhverfi.

Stuðningur við mannauðinn sem talar íslensku sem annað mál:
Í samstarfssamningi SVÞ og VR/LÍV kemur einnig fram að sérstök áhersla er lögð á að bæta færni starfsfólks í smásölu- og þjónustufyrirtækjum sem tala íslensku sem annað tungumál. Þetta er hluti af stærra markmiði um að aðlaga vinnuafl að breyttum kröfum markaðarins.

Árlegar kannanir á hæfni og færni:
María Jóna talaði einnig um skuldbindingu SVÞ og VR/LÍV til að framkvæma árlegar kannanir til að meta mikilvægustu hæfnisþætti í nútíma og framtíðar vinnumarkaði. Þessar kannanir eru ætlaðar til að skilja sjónarmið bæði atvinnurekenda og starfsmanna um nauðsynlega færni, og tryggja samræmi í þjálfun og ráðningarvenjum til að m.a. auðvelda græna umbreytingu.

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Breytingar á kostnaði við smágreiðslumiðlun.

Í nýlegu riti Seðlabanka Íslands, Kostnaður við smágreiðslumiðlun, er að finna mat bankans á kostnaði við notkun ólíkra greiðslumiðla, þ.e. einkakostnaði og samfélagskostnaði af smágreiðslumiðlun.

Af umfjölluninni virðist leiða að töluverðar breytingar hafi orðið á greiðsluhegðun og hagkvæmni í rafrænni greiðslumiðlun hafi aukist undanfarin ár. Á móti hefur samfélagskostnaður af notkun reiðufjár aukist á sama tíma og hlutur kostnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur minnkað.

Með öðrum orðum fer kostnaður við greiðslu, móttöku og meðhöndlun reiðufjár hækkandi. Eins fyrirtæki í verslun og þjónustu þekkja hvíla verulega íþyngjandi skyldur á þeim fyrirtækjum sem taka við reiðufjárgreiðslum sem nema hærri fjárhæðum í krónum en sem nemur 10 þúsund evrum. Það er því orðið verulegt áhorfsefni hvort og að hvaða leyti það er skynsamlegt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu að taka við reiðufé.

Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif það mundi hafa fyrir íslensk fyrirtæki að stíga það skref að hafna móttöku reiðufjárgreiðslna. Ekki er víst að viðtökur allra samfélagshópa yrðu góðar. Þá þarf væntanlega einnig að huga að hlutverki reiðufjár t.d. þegar posarnir virka ekki af einhverjum sökum.

Þetta ætlum við að ræða á ráðstefnu SVÞ og SFF hinn 1. júní nk. á Grand hótel Reykjavík þar sem við fáum innsýn í reynslu sænsku verslunarinnar af minnkandi notkun reiðufjár.

Aðildarfyrirtæki SVÞ eru eindregið hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna, ekki síst fjármálastjóra og aðra þá sem þurfa að þekkja til breytinga sem mögulega eru í farvatninu. Ætla má að fyrirtæki sem taka á móti greiðslum neytendum ættu að líta svo á að þar sé á ferðinni ráðstefna sem ekki sé skynsamlegt að láta fram hjá sér fara.

 

SMELLTU HÉR til að skrá þig á ráðstefnuna. 

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks.

Talaði Andrés m.a. útfrá McKinsey & EuroCommerce skýrslunni sem kom út á haustmánuðum 2022 [Smella hér fyrir skýrsluna] en á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ sem haldin verður á Hilton, Nordica Hóteli n.k. fimmtudag, 16.mars n.k. verður kafað nánar ofaní þessi þrjú áherslumál samtakanna.

[SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ & SKRÁNINGU Á RÁÐSTEFNU]

[SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTAL Á SPRENGISANDI]

Risastórar breytingar í verslun og þjónustu

 

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Ný greining frá RSV Rannsóknasetri verslunarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, sýndi að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store).

Það sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvembermánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020.

Rúmlega 4,9% af kortaveltu á staðnum í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11 á Black Friday. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2% á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4% af kortaveltu á staðnum fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttadaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 milljarða kr. hvern afsláttadag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarður kr. aðra daga mánaðarins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RSV

Ný skýrsla EuroCommerce og McKinsey spáir umbreytingu í heild og smásölu geiranum til 2030

Ný skýrsla EuroCommerce og McKinsey spáir umbreytingu í heild og smásölu geiranum til 2030

EuroCommerce og McKinsey birtir í dag skýrslu undir heitinu: Transforming The EU Retail and Wholesale Sector.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að smásölu- og heildsölugeirinn í Evrópu horfir framá meiriháttar umbreytingu og þörf á umframfjárfestingu uppá 600 milljarða evra í þremur lykil þáttum;  sjálfbærni, starfrænni þróun og innleiðingu ásamt stóraukinni nauðsyn á árlegri símenntun og endurmenntun starfsfólks. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU EuroCommerce & McKinsey

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR DRÖG AÐ STEFNU EuroCommerce & McKinsey TIL 2030

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ EuroCommerce & McKinsey