Samantekt SA á nýjum sóttvarnarreglum á vinnustöðum
Í ljósi þess að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi 13.nóvember n.k. hafa Samtök atvinnulífsins gert samantekt á gildandi sóttvarnartakmörkunum og smitvörnum á vinnustöðum.
Í ljósi þess að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi 13.nóvember n.k. hafa Samtök atvinnulífsins gert samantekt á gildandi sóttvarnartakmörkunum og smitvörnum á vinnustöðum.
Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar.
Frambjóðendur fengu spurningarnar sendar fyrirfram svo þeir gætu undirbúið sig. Spurningarnar voru um eftirfarandi mál:
Þegar hafa svör nokkurra frambjóðenda um hin ýmsu mál verið birt á Facebook síðu SVÞ (facebook.com/samtok.vth) en verulega verður gefið í næstu daga og hver málaflokkur tekinn fyrir einn dag í einu.
ATH! Ekki eru öll svör allra frambjóðenda birt heldur er valið úr.
Eftirfarandi frambjóðendur voru teknir tali. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera ný á vettvangi Alþingiskosninga og að vera í sætum sem gera þau nokkuð líkleg til að komast inn á þing.
Þegar er búið að birta nokkur viðtöl í nokkrum málaflokkum. Á næstunni verða svo öll viðtölin birt eftir málaflokkum.
Stafræn hæfni og umbreyting – 15. september – hefur þegar verið birt
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 16. september
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 17. september
Menntakerfið – 18. september
Opinber innkaup, útvistun hins opinbera og fasteignaskattar – 19. september
Tollar og landbúnaður – 20. september
Fjölbreyttara atvinnulíf – 21. september
Forgangsmál í innviðauppbyggingu og orkuskipti í landflutningum – 22. september
*tímasetningar geta breyst
Nú kl. 16 hefst sérstakur fundur SA og SVÞ um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum. Meðal þeirra sem halda erindi eru Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hér fyrir neðan má sjá lifandi streymi frá fundinum, en honum er einnig streymt á Facebook viðburði og síðum samtakanna og á helstu fréttamiðlum.
DAGSKRÁ:
Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur
Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð: Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi
Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða: Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir
Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir: Samningagerð í heilbrigðisþjónustu
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi: Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi
Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
SJÁ STREYMIÐ HÉR:
Í umfjöllun Fréttablaðsins föstudaginn 14. maí fagna SVÞ starfsemi frönsku netverslunarinnar Santewines og segist Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ jafnframt vona að hún verði upphafið á endalokunum á löngu úreltu kerfi.
Í umfjölluninni segir m.a.: “Erlendar netverslanir hafa um langt árabil selt áfengi til íslenskra neytenda og byggist slíkt einfaldlega á einni grunnstoð EES samningsins, það er, um frjálst flæði vöru. Íslenskir neytendur hafa nýtt sér þennan möguleika í auknum mæli á undanförnum árum. Eini munurinn í þessu máli er að hér er hin franska netverslun með vörulager á Íslandi og verður að telja að bann við slíku færi gegn tilgreindu ákvæði EES samningsins. Að þessu sögðu verður ekki annað séð en hér sé um fyllilega löglega starfemi að ræða.”
Tollskóli ríkisins hefur tekið upp samstarf við fræðslufyrirtækið Promennt um utanumhald og framkvæmd á námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld.
Kennarar eru sérræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands og er nú í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið í fjarnámi.
Frekari upplýsingar og skráning hér: https://www.promennt.is/is/namsleidir/markads-og-solunam/tollmidlaranamskeid