Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum

Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum

Eins og staðan er í dag, þá lítur út fyrir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB ljúki þann 31. desember nk. sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021.

Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af Brexit á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög og er samantektin birt á vefsíðu stofnunarinnar, slóðin er https://ust.is/atvinnulif/efni/ahrif-brexit/.

Við hvetjum aðila sem kunna að hafa skyldum að gegna vegna framleiðslu og/eða markaðsetningar á vörum sem falla undir ákvæði í efnalögum að kynna sér málið.

Sérfræðingar teymis efnamála hjá Umhverfisstofnun veita nánari upplýsingar sé þess óskað.

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

Sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/08/COVID-19-Tilslakanir-a-sottvarnaradstofunum-fra-10.-desember/

Gilda þessar ráðstafanir til 12. janúar, nema að annað verði tilkynnt en endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnarráðstafanir.

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember. Óskir samtakanna eru að í matvöru- lyfjaverslunum sem eru yfir 1 þúsund fermetrar að stærð geti verið allt að 100 manns í einu og svo 1 fyrir hverja 10 fermetra í viðbót, og í öðrum verslunum upp í 20 manns. Þannig var fyrirkomulagið í vor. Hann segir samtökin hafa haft ástæðu til að ætla að hljómgrunnur hefði verið fyrir þessari tillögu áður en þriðja bylgjan hófst en svo hafi ekki orðið.

Samtökin gagnrýna einnig skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði bæði við verslanir og atvinnulífið almennt. Erfitt sé fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig þegar upplýsingar berist með stuttum fyrirvara, líkt og t.d. var núna þegar aðgerðir voru framlengdar. Ósamræmi er í því t.d. að litlar lyfjaverslanir geti haft 50 manns inni hjá sér, á meðan risastórar verslanir, t.d. byggingavöruverslanir, mega einungis hafa 10 manns í einu.

Andrés segir lítið sem ekkert samráð vera við sóttvarnaryfirvöld, þau séu helst í gegnum fjölmiðla og ekki hafi borist nein almennileg viðbrögð við þessum sjónarmiðum.

Ljóst er að nýliðinn mánuður verður metmánuður í netverslun en jafnramt liggur fyrir að það mun ekki brúa það bil sem þarf til að bæta upp að fólk geti ekki verslað með hefðbundnum hætti. Mikið vanti upp á að sóttvarnaryfirvöld horfi lausnamiðuð á málin.

Hlustaðu á viðtalið hér:

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Framkvæmdastjóri SVÞ segir sykurskatt eina verstu skattheimtuna

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var mjög skýr í þegar Mbl.is ræddi við hann um hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra um sykurskatt. Sagði hann samtökin vera alfarið á móti svona neyslustýringasköttum og hafa alltaf verið það. Hann sagði sambærilegan skatt á árunum 2009-2013 vera eina verstu skattheimtu sem hann hafi þurft að eiga við á öllum ferli sínum í hagsmunagæslu og að hann hafi ekki skilað markmiðum sínum, hvorki lýðheilsu- né tekjumarkmiðum.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA

 

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu. Virðist sem landlæknir hafa grundvallað fyrirmæli sín á lagaákvæði sem veitir slíkri frestun ekki stoð. Undir slíkum kringumstæðum verður að líta svo á að engin fyrirmæli hafi verið gefin út varðandi frestunina.

SVÞ og VR hvetja stjórnvöld til stefnumótunar og aðgerða í stafrænum málum

SVÞ og VR hvetja stjórnvöld til stefnumótunar og aðgerða í stafrænum málum

SVÞ og VR sendu í dag hvatningu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. 

Heimsfaraldur COVID-19 hefur hraðað stafrænni þróun gríðarlega og ýtir enn frekar undir það bil sem þegar var farið að myndast meðal þeirra sem hafa og ekki hafa stafræna hæfni, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Einnig hafa fjölmargir aðilar, á borð við OECD, World Economic Forum og Sameinuðu þjóðirnar, lýst því yfir að faraldurinn hafi aukið enn á mikilvægi þess að brúa hið stafræna bil og að stafræn þróun muni leika lykilhlutverk við að koma efnahagskerfum heimsins úr kórónuveirukreppunni. 

Í hvatningunni lýsa SVÞ og VR miklum áhyggjum af stöðu stafrænnar þróunar í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði og skorti á stafrænni hæfni. Í greinargerð með tillögunum er m.a. vitnað í alþjóðlegar rannsóknir sem sýna að Ísland er að dragast verulega aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, ekki síst Norðurlandaþjóðunum, sem allar eru í fararbroddi í stafrænni þróun á heimsvísu. Þá er einnig bent á að mikil tækifæri séu til norræns samstarfs á þessu sviði og eru SVÞ og VR til að mynda þegar búin að koma á samstarfi við öfluga norræna aðila, m.a. um samstarf við Stafrænt hæfnisetur, sem er einn hluti af tillögum þeirra. 

Lesa má hvatninguna í heild sinni hér.

Lagðar eru fram fimm tillögur til að hraða stafrænni þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsfólki: 

  • Komið verði á samstarfsvettvangi stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs, vinnumarkaðar og háskólasamfélags til að vinna að öflugri stafrænni framþróun í íslensku samfélagi og atvinnulífi,   
  • Mótuð verði heildstæð stefna í stafrænum málum fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og farið í markvissar aðgerðir til að stuðla að stafrænni framþróun,   
  • Sett verði á fót Stafrænt hæfnisetur til eflingar stafrænni hæfni í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði, 
  • Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna verði útvíkkaður til að ná til stafrænna umbreytingaverkefna,
  • Áhersla verði lögð á það í menntastefnu og aðgerðum að efla stafræna færni á öllum skólastigum. 

Þegar er hafið samtal við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og menntamálaráðuneytið og undirbúningur að Stafrænu hæfnisetri er hafinn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. 

Tillögurnar verða kynntar frekar á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi sem fram fer í dag og verður sá hluti fundarins sýndur í beinni útsendingu í Facebook hóp SVÞ sem helgaður er stafrænum málum hér.

Nánari upplýsingar um tillögurnar, og greinargerð sem þeim fylgir má lesa hér fyrir neðan:

Click to read Stafræn þróun – hvatning til stjórnvalda