Breyting á fjöldatakmörkunum taka gildi á miðnætti | COVID

Breyting á fjöldatakmörkunum taka gildi á miðnætti | COVID

Á MIÐNÆTTI TAKA GILDI HERTAR REGLUR UM SAMKOMUTAKMARKANIR

  • Í verslunum verður heimilt að taka á móti 50 manns í rými og til viðbótar fimm viðskiptavinum fyrir hverja 10 m 2 umfram 100 m 2 .
  • Þó mega verslanir að hámarki taka á móti 200 viðskiptavinum í rými.
  • Áfram skal leitast við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun þar sem fólk staldrarvið í lengri tíma, svo sem í biðröðum á kassasvæðum.
  • Áfram er óskoruð grímuskylda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Að öðru leyti skal á öllum vinnustöðum, s.s. á skrifstofum, og í allri starfsemi tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými.

_________________________

Fyrir stundu var birt tilkynning á vef heilbrigðisráðuneytisins með fyrirsögnina COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti. Í tilkynningunni segir m.a.:

Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.

Í tilkynningunni er að finna drög að nýrri reglugerð um takmörkum á samkomum vegna farsóttar. Gengið er út frá því að hún verði birt í dag í Stjórnartíðindum og taki gildi á miðnætti.

Af lestri reglugerðardraganna verður ráðið að þær meginreglur muni gilda að fjöldasamkomur, þar sem 10 einstaklingar eða fleiri koma saman, séu óheimilar og tryggja skuli að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Í tilviki verslana er vikið frá meginreglunum að tvennu leyti: 

  1. Verslunum verður heimilt að taka við 50 manns í rými og til viðbótar 5 viðskiptavinum í viðbót fyrir hverja 10 m2 umfram 100 m2.
    Sú meginbreyting verður hins vegar að í stað þess að hámarksfjöldi viðskiptavina í rými nemi 500 viðskiptavinum mun hann nema 200 viðskiptavinum.
    Svo dæmi sé tekið verður unnt að taka á móti 50 viðskiptavinum í 90 m2 rými, 55 viðskiptavinum í 110 m2 rými, 100 viðskiptavinum í 200 m2 rými, 150 viðskiptavinum í 300 m2 rými og 200 viðskiptavinum í 400 m2 rými eða stærra.
  2. Óskoruð grímuskylda mun gilda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

SJÁ NÁNAR TILKYNNINGU FRÁ STJÓRNARRÁÐI ÍSLANDS

 

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.

Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka – ábyrgð félagsmanna SVÞ

Sérsniðin fræðsla fyrir félagsfólk SVÞ.

SÞV og KPMG standa fyrir fræðslu fyrir félagsfólk Samtaka verslunar og þjónustu vegna ábyrgð félagsmanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.

Fyrirlesarar sérfræðingar KPMG
Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.

Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018. Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.

ATH! Námskeiðið verður haldið á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.

 

SKRÁNING NAUÐSYNLEG – SMELLIÐ HÉR

Rannsóknarsetur verslunarinnar styrkt til rannsókna og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga.

Rannsóknarsetur verslunarinnar styrkt til rannsókna og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga.

Þjónustusamningur á sviði verslunar og þjónustu undirritaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV), hafa undirritað þjónustusamning til tveggja ára um framlag ráðuneytisins til rannsókna á sviði verslunar og þjónustu.

Með þjónustusamningum er lögð áhersla á að auka rannsóknir og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga á sviði verslunar og þjónustugreina og að þær upplýsingar séu birtar stjórnvöldum, almenningi og fyrirtækjum á aðgengilegan hátt.

RSV mun annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar- og þjónustugreinar á Íslandi í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni verslunar- og þjónustufyrirtækja. Sérstök áhersla verður lögð á gagnavinnslu sem tengist neyslu ferðamanna hér á landi og mun RSV m.a. greina mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna, sundurliðað eftir útgjaldaliðum.

SJÁ FRÉTT FRÁ STJÓRNARRÁÐUNEYTINU HÉR

Mynd: Stjórnarráðið

Glíman við innflutta verðbólgu ein af stóru áskorunum ársins 2022!

Glíman við innflutta verðbólgu ein af stóru áskorunum ársins 2022!

Ár innfluttrar verðbólgu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ skrifar á Vísi.is INNHERJI þann 25.desember 2021.

Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum. Ástandið í þessum efnum var því fremur sérstakt á árinu 2021 þegar verðbólgan var hærri í Bandaríkjunum en hér á landi og litlu lægri í Þýskalandi, landi sem er þekkt fyrir flest annað en óstöðugt verðlag.

Áhrifin af Covid eru meginorsökin hérna, um það er ekki deilt.

Heimsmarkaðsverð á hrávörum, bæði til matvælaframleiðslu og til almennrar iðnaðarframleiðslu hafa rokið upp í verði. Ofan í kaupið hefur flutningskostnður milli heimsálfa margfaldast og við lok árs er þessi kostnaður orðinn þre- til fjórfalt hærri en hann var í upphafi ársins. Sú staðreynd að nær 30% af allri framleiðslu í heiminum er í Kína hefur leitt til þess að þessi hækkun á flutningskostnaði hefur smitast út í vöruverð um allan heim.

En af hverju þessi hækkun á flutningskostnaði?

Ástæðan er einkum sú að bæði markaðsaðilar og skipafélög sem sigla á leiðunum milli heimsálfa misreiknuðu áhrifin af Covid. Flestir áttu von á að eftirspurn eftir vörum og þjónustu myndi dragast saman, sem varð svo ekki raunin eins og berlega hefur komið í ljós. Skipafélög seldu flutningaskip í brotajárn, verslun hélst áfram öflug en fluttist að töluverðu leyti á netið. Það skapaði síðan ýmis tæknileg vandamál, þegar gífurlegt magn einstaklinga kaupir vörur á netinu og fær vörurnar sendar heim að dyrum.

Framleiðsluferlar hafa raskast, sem bein afleiðing af Covid, sem hefur haft þær afleiðingar að afhending vöru hefur seinkað og í verstu tilfellum leitt af sér vöruskort. Allt þetta hefur svo haft í för með sér hækkanir á vöru og þjónustu langt umfram það sem nokkur gat ímyndað sér. Það sem er nýtt fyrir okkur Íslendinga er að verðbólgan sem við höfum átt við að eiga er að verulegu leyti innflutt. Það vonda er að þar með er það utan áhrifasvæðis Seðlabankans að taka á þessari stöðu. Þau tæki sem bankinn hefur í vopnabúri sínu duga hér ekki.

Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni hér á landi, en það verður ekki komið tölu á hversu oft hefur verið fjallað um þessi mál á opinberum vettvangi.

Við sem höfum því hlutverki að gegna að gæta hagsmuna fyrir verslunar- og þjónustufyrirtækin í landinu höfum eftir megni skýrt það út í fjölmiðlum hvað liggi að baki þessu sérstaka ástandi. Ekki er annað að sjá en að skilaboð okkar hafi náð til alls almennings. Öðru máli hefur gegnt um fulltrúa verkalýðshreyfingar og Neytandasamtaka sem hafa reynt að gera lítið úr málinu og haldið því fram að afkoma í verslun sé með þeim hætti að öll fyrirtæki í greininni geti auðveldlega tekið þennan viðbótarkostnað á sig. Slíkt er auðvitað fjarri öllu lagi, þar sem ekki er hægt að yfirfæra afkomu örfárra fyrirtæka yfir á öll fyrirtæki í greininni. Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.

Við lok árs er ekkert sem bendir til annars en að það ástand sem hér er lýst muni vara vel fram á næsta ár. Um það eru allir greiningaraðilar sammála. Því er hætt við að glíman við innflutta verðbólgu verði einnig ein af stóru áskorunum ársins 2022.

SJÁ HÉR GREININA Á VISI.IS

 

Breyting á fjöldatakmörkunum taka gildi á miðnætti | COVID

Skýrari fjöldatakmarkanir í verslunum

Að gefnu tilefni:

Í dag hefur skrifstofa SVÞ átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið vegna samkomutakmarkana í verslunum. Ástæðan er sú að verslunum hefur þótt erfitt að átta sig á hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við gildandi reglur.

Það skal upplýst að í farvatninu er reglugerðarbreyting sem sker úr um að verslunum með verslunarrými sem nemur upp að 100 fermetra flatarmáli sé heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu. Í stærri rýmum en 100 fermetrar að flatarmáli má til viðbótar taka á móti 5 viðskiptavinum fyrir hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra en þó aldrei fleiri en 500 viðskiptavinum í einu.

Svo dæmi sé tekið mega verslanir því taka á móti;

  • 50 viðskiptavinum í 90 fermetra verslunarrými,
  • 55 viðskiptavinum í 110 fermetra verslunarrými,
  • 150 viðskiptavinum í 300 fermetra verslunarrými,
  • 200 viðskiptavinum í 400 fermetra verslunarrými
  • 500 viðskiptavinum í 1.000 fermetra verslunarrými eða stærra.

Áfram verður skýrt kveðið á um grímuskyldu í verslunum og að öðru leyti verður mælst til þess að þess verði gætt að 2 metra bil verði milli viðskiptavina, s.s. í biðröðum á kassasvæði.