Álitamál varðandi tekjufallsstyrki

Álitamál varðandi tekjufallsstyrki

Í Fréttablaðinu þann 28. janúar birtist umfjöllun þar sem Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir erfitt að horfa upp á tilvik þar sem fyrirtæki séu nálægt því að uppfylla skilyrði tekjufallsstyrks stjórnvalda, en gera það ekki í ljósi strangra lagaskilyrða og óheppilegra tímasetninga. Í umfjölluninni eru talin upp nokkur álitamál sem SVÞ hefur skoðað í þessu sambandi, s.s. er varða nýlega stofnuð fyrirtæki, lítil fyrirtæki þar sem eigendur gripu til þeirra ráða að greiða ekki laun á viðmiðunartímabilinu, fyrirtæki sem fengu einhverjar tekjur í sumar og fyrirtæki sem skráð voru á launagreiðendaskrá en ekki virðisaukaskattsskrá.

>> Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins hér. 

Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi

Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi

Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.

Lesa má vefútgáfu af fréttinni og viðtalinu á vb.is hér.

Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum

Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum

Eins og staðan er í dag, þá lítur út fyrir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB ljúki þann 31. desember nk. sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021.

Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af Brexit á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög og er samantektin birt á vefsíðu stofnunarinnar, slóðin er https://ust.is/atvinnulif/efni/ahrif-brexit/.

Við hvetjum aðila sem kunna að hafa skyldum að gegna vegna framleiðslu og/eða markaðsetningar á vörum sem falla undir ákvæði í efnalögum að kynna sér málið.

Sérfræðingar teymis efnamála hjá Umhverfisstofnun veita nánari upplýsingar sé þess óskað.

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

Sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/08/COVID-19-Tilslakanir-a-sottvarnaradstofunum-fra-10.-desember/

Gilda þessar ráðstafanir til 12. janúar, nema að annað verði tilkynnt en endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnarráðstafanir.