Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?

Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?

Vísir [umræðan] birtir í dag grein eftir Jón Ólaf Halldórsson, formann Samtaka verslunar og þjónustu og Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar undir heitinu: „Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?“

Þar benda þeir m.a. á að Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram enn metnaðarfyllra landsmarkmið um 55% samdrátt. Það þýðir að draga þarf úr losun um 1,3 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2í) á næstu 8 árum. Að auki hefur kolefnishlutleysi árið 2040 verið lögfest.

En aðgerðir stjórnvalda hafa undanfarið ekki verið í neinu samræmi við skuldbindingar og metnaðarfull markmið. Á ríkið getur fallið kostnaður sem nemur allt að 10 milljörðum kr. á ári náist samdráttarskuldbindingar ekki í tæka tíð og í því samhengi er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt fjármálafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni áformar ríkið að greiða 800 milljónir kr. í ljósi vanefnda á þessu sviði. Nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ljósi á áform sem munu vinna harkalega gegn því að við stöndum við skuldbindingar. Allt útlit er fyrir að útsöluverð rafbíla muni hækka um þriðjung á næsta ári vegna aðgerða stjórnvalda.

LESA ALLA GREININA HÉR

Frá lögfræðisviði SVÞ | Verulegar breytingar á smásöluumhverfi nikótínvara.

Frá lögfræðisviði SVÞ | Verulegar breytingar á smásöluumhverfi nikótínvara.

Verulegar breytingar á smásöluumhverfi nikótínvara (m.a. nikótínpúða), rafrettna og áfyllingar fyrir þær.

Upplýsingar frá lögfræðisviði SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

Hinn 24. júní síðastliðinn voru gerðar töluverðar breytingar á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.
Með breytingunum voru nikótínvörur * felldar undir löggjöf um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Undir lok ágústmánaðar setti heilbrigðisráðherra tvær reglugerðir sem útfæra breytingarnar nánar.

Í sem allra stystu máli munu smásöluaðilar þurfa að takast á við eftirfarandi meginbreytingar:

  1. Öllum þeim sem hyggjast halda áfram smásölu varanna eða hefja slíka sölu er skylt að sækja um sérstakt smásöluleyfi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hvern sölustað og mun kostnaður vegna hverrar leyfisveitingar nema 72.864 kr.
  2. Aðeins verður heimilt að selja í smásölu vörur sem hafa innflytjendur eða framleiðendur hafa tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  3. Einungis verður heimilt að selja nikótínvörur sem innihalda að hámarki 20 mg/g af nikótíni.
  4. Smásöluaðilar munu sæta markaðseftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Stofnunin mun innheimta eftirlitsgjald í kjölfar eftirlitsferðar sem nemur 18.216 kr. á klst. auk tilfallandi kostnaðar á borð við ferðakostnað.

Eftirfarandi eru vefslóðir á þær reglugerðir sem hafa verið settar:

Til upplýsingar munu kröfur um merkingar varanna taka gildi hinn 1. desember nk. Þó hefur skylda til að tilgreina hlutfall nikótíns í mg/g og magn nikótíns í hverjum skammti eða púða, á einingapökkum og öllum ytri umbúðum nikótínvara, þegar tekið gildi.

Viðtakendur eru hvattir til að kynna sér efni reglugerðanna vel.

Búist er við því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun muni birta ýmsar upplýsingar á vefsvæði sínu, hms.is.
Nánari upplýsinga má leita hjá Benedikt S. Benediktssyni, lögfræðingi SVÞ, benedik(hjá)svth.is, s. 864-9136.

* Vörur sem innihalda nikótín, hvort sem nikótínið er unnið úr tóbaki eða ekki, og varan inniheldur að öðru leyti ekki efni sem unnin eru úr tóbaki, t.d. nikótínpúði, en er ekki til innöndunar

Faggilding á Íslandi | Opinn fundur 25.ágúst n.k.

Faggilding á Íslandi | Opinn fundur 25.ágúst n.k.

Faggilding á Íslandi

Menningar- og viðskiptaráðuneytið og faggildingarsvið Hugverkastofunnar í samvinnu við Samtök verslunar- og þjónustu og Samtök iðnaðarins bjóða til opins kynningarfundar um málefni faggildingar á Íslandi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10-12 á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Á fundinum mun Ulf Hammarström, forstjóri sænsku faggildingarstofunnar SWEDAC, fjalla um hlutverk faggildingar í Svíþjóð og hvernig faggilding nýtist þar í starfi sænskra stjórnvalda ásamt því að taka þátt í umræðum gesta.

  • Faggilding er formleg viðurkenning stjórnvalds á því að tiltekinn aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat á framleiðslu vöru eða þjónustu. Með faggildingu er þannig tryggt að aðilar sem framleiða vörur eða þjónustu í samræmi við tilteknar opinberar kröfur eða tiltekna staðla geti fengið framleiðslu sína vottaða og þannig tryggingu fyrir því að framleiðslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hennar.
  • Í opnu nútíma hagkerfi er faggilding lykill að því að tryggja opin og frjáls alþjóðleg viðskipti með vottun á framleiðslu. Faggilding getur þannig auðveldar íslenskum framleiðslufyrirtækjum aðgang að erlendum mörkuðum. Faggilding getur einnig nýst við annað opinber eftirlit, svo sem bifreiðaskoðun, og mikil tækifæri eru til að auka notkun faggildingar við framkvæmd opinbers eftirlits.
  • Stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið að því að efla faggildingarstarfsemi hér á landi m.a. með því að tryggja að faggildingarsvið Hugverkastofunnar uppfylli viðeigandi kröfur í Evrópureglum með framkvæmd jafningjamats. Jafningjamat tryggir að faggildingar framkvæmdar hér á landi af faggildingarsviði Hugverkastofunnar verði viðurkenndar á EES-svæðinu. Hluti af þeirri vinnu er að endurnýja samstarfssamning milli ISAC og SWEDAC, en samningurinn verður undirritaður sama dag. Með samningnum er ISAC kleift að nálgast faglegan og tæknilegan stuðning við framkvæmd faggildingar hjá einni af stærstu faggildingarstofum í Evrópu.

Viðburðurinn er í boði Stjórnarráðs Íslands, Hugverkastofunnar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

Fundinum verður einnig streymt hér!

SVÞ kallar eftir stefnubreytingu í áfengismálum

SVÞ kallar eftir stefnubreytingu í áfengismálum

Morgunblaðið fjallar í dag um skipt­ar skoðanir á frum­varpi til laga um breyt­ingu á áfeng­is­lög­um sem Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra flutti fyr­ir Alþingi 25. maí sl. sam­kvæmt fram­komn­um um­sögn­um frá Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins (ÁTVR), Fé­lagi at­vinnu­rek­enda (FA), Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) o.fl.

Mark­mið frum­varps­ins er að heim­ila þrönga und­anþágu frá einka­leyfi ÁTVR á smá­sölu áfeng­is með því að heim­ila smærri áfeng­is­fram­leiðend­um sem upp­fylla ákveðin skil­yrði lag­anna að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað.

Frum­varp sama efn­is hef­ur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki af­greitt. Nú­ver­andi frum­varp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna um­sagna sem bár­ust við frum­varpið í fyrra.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða sé fyrir, fær vart staðist.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifar grein í Innherja í dag þar sem hann bendir m.a. á að það geti ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði.

Þá bendir Jón Ólafur einnig á að enn á ný beinist atyglin að þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrir það fyrsta getur það ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Að fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða er fyrir, hafi svo víðtæk áhrif á þennan skattstofn fær vart staðist. En það er þó fyrst og fremst skattprósentan sem aðkallandi er að breytist.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.

Í fréttinni segir m.a.

Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.

Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA