Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir bifreiðaumboð og bifreiðasala

Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir bifreiðaumboð og bifreiðasala

Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Föstudaginn 29.apríl 2022  fá bifreiðaumboð og bifreiðasalar sérstaka innsýn inní aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með sérfræðingum KPMG.

STAÐUR: Hús atvinnulífsins, Hylur 1.hæð
TÍMI: 08:30  – 10:00

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsfólki  SVÞ hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður m.a. yfir:
– Hverjar eru skyldur bifreiðaumboða og bifreiðasala?
– Hvað þarf til að marka sér stefnu og útbúa áhættumat á grundvelli laga um aðgerir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
– Hverjar eru kröfur til bifreiðaumboða og bifreiðasala er varða frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir?
– Hvernig er hægt að lágmarka áhættu sem getur skapast á vettvangi peningaþvættis?

Félagsmönnum gefst færi á að leita til sérfræðinga KPMG í kjölfar fyrirlestra, vakni frekari spurningar eða álitamál.

ATH! Námskeiðið er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SKRÁNING HÉR!
_______

Merkingar matvæla og hráefnaskortur vegna stríðsins í Úkraínu

Merkingar matvæla og hráefnaskortur vegna stríðsins í Úkraínu

Matvælstofnun (MAST) birtir í dag sérstaka frétt um stöðu mála vegna matvæla og hráefniskorts vegna stríðsins í Úkraínu.

Þar segir m.a. vegna stríðsins í Úkraínu standa ýmsir matvælaframleiðendur frammi fyrir skorti á vissum hráefnum, einna helst sólblóma olíu og sólblóma lesítíni. Þess vegan getur komið upp sú staða að breyta þarf uppskriftum samsettra vara með litlum fyrirvara. Í mörgum tilfellum eiga framleiðendur lager af forprentuðum matvælaumbúðum með innihaldslistum í samræmi við hefðbundna uppskrift. Íslensk stjórnvöld vilja því koma til móts við framleiðendur og innflytjendur með ákveðinn sveigjanleika við framfylgd löggjafar um matvælaupplýsingar (merkingar matvæla) sem kveður á um að innihaldslistar skuli tilgreina öll innihaldsefni vöru og ekki önnur.

Tímabundið, á meðan ástandið varir, er mögulegt fyrir matvælafyrirtæki sem verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins í Úkraínu að nota áfram forprentaðar umbúðir að nokkrum skilyrðum uppfylltum:

  • Að kröfur varðand ofnæmis- og óþolsvalda séu alltaf virtar svo ekki skapist hætta fyrir neytendur
  • Að framleiðendur séu sannarlega að verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins og geti ekki fengið sama hráefni annarsstaðar frá.
  • Ef útskipti hráefnis hefur veruleg áhrif á umrædd matvæli og/eða ef óerfðabreyttum hráefnum er skipt út fyrir erfðabreytt, verða framleiðendur að upplýsa neytendur á einhvern hátt um það s.s. með skiltum í verslunum eða annarskonar upplýsingagjöf, t.d. á heimasíðu eða samfélagsmiðlum auk þess að sinn eftirlitsaðila (Matvælastofnun eða Heilbrigðiseftirlit) um það.
  • Eftir sem áður eru matvælafyrirtæki ábyrg fyrir því að öll hráefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla uppfylli almennar kröfur matvælalöggjafar s.s. um öryggi og efnainnihald og að rekjanleiki sé ávallt tryggður.

SJÁ HEILDARFRÉTT HÉR

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 4. mars um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 956/2020, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í mars kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Bahamaeyjar
Barbados
Botsvana
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Ghana
Haítí
Írak
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Malí
Malta
Marokkó
Máritíus
Mjanmar/Búrma
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður-Súdan
Sýrland
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA

Samtal og sókn | Streymisfundur um loftlagssamgöngur 14. mars n.k.

Samtal og sókn | Streymisfundur um loftlagssamgöngur 14. mars n.k.

Samtal og sókn með sérfræðingum og hagaðilum um millilandasamgöngur. 

Samtal og sókn er röð viðburða sem tengjast skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum og rýni á möguleika til að ná megi markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Þann 14. mars nk. kl. 14 býður Loftslagsráð upp á streymi frá samtali sérfræðinga og hagaðila um millilandasamgöngur. Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu Íslands, sóknarfæri og raunhæfar leiðir til að ná markmiðum í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá millilandasamgöngum (flugi og siglingum) og vörður á vegferð í átt að kolefnishlutleysi. Lagt er upp með eftirfarandi megin spurningar:

  • Hver er staðan í dag og hvernig vörðum við leiðina að markmiðum til framtíðar?
  • Hvernig er þróun á kerfum sem ætlað er að halda utan um og hvetja til minni losunar?
  • Hvar og hvernig geta íslensk stjórnvöld beitt sér? Er verið að gera nóg?
  • Hvar og hvernig geta hagaðilar/fyrirtæki beitt sér? Er verið að gera nóg?
  • Hvað getum við lært af öðrum þjóðum og alþjóðasamstarfi?

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTT INNÁ VEF LOFTLAGSRÁÐS OG FÁ SLÓÐ Á STREYMI

Myndefni frá Loftlagsráði.

Breyting á fjöldatakmörkunum taka gildi á miðnætti | COVID

Breyting á fjöldatakmörkunum taka gildi á miðnætti | COVID

Á MIÐNÆTTI TAKA GILDI HERTAR REGLUR UM SAMKOMUTAKMARKANIR

  • Í verslunum verður heimilt að taka á móti 50 manns í rými og til viðbótar fimm viðskiptavinum fyrir hverja 10 m 2 umfram 100 m 2 .
  • Þó mega verslanir að hámarki taka á móti 200 viðskiptavinum í rými.
  • Áfram skal leitast við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun þar sem fólk staldrarvið í lengri tíma, svo sem í biðröðum á kassasvæðum.
  • Áfram er óskoruð grímuskylda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Að öðru leyti skal á öllum vinnustöðum, s.s. á skrifstofum, og í allri starfsemi tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými.

_________________________

Fyrir stundu var birt tilkynning á vef heilbrigðisráðuneytisins með fyrirsögnina COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti. Í tilkynningunni segir m.a.:

Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.

Í tilkynningunni er að finna drög að nýrri reglugerð um takmörkum á samkomum vegna farsóttar. Gengið er út frá því að hún verði birt í dag í Stjórnartíðindum og taki gildi á miðnætti.

Af lestri reglugerðardraganna verður ráðið að þær meginreglur muni gilda að fjöldasamkomur, þar sem 10 einstaklingar eða fleiri koma saman, séu óheimilar og tryggja skuli að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Í tilviki verslana er vikið frá meginreglunum að tvennu leyti: 

  1. Verslunum verður heimilt að taka við 50 manns í rými og til viðbótar 5 viðskiptavinum í viðbót fyrir hverja 10 m2 umfram 100 m2.
    Sú meginbreyting verður hins vegar að í stað þess að hámarksfjöldi viðskiptavina í rými nemi 500 viðskiptavinum mun hann nema 200 viðskiptavinum.
    Svo dæmi sé tekið verður unnt að taka á móti 50 viðskiptavinum í 90 m2 rými, 55 viðskiptavinum í 110 m2 rými, 100 viðskiptavinum í 200 m2 rými, 150 viðskiptavinum í 300 m2 rými og 200 viðskiptavinum í 400 m2 rými eða stærra.
  2. Óskoruð grímuskylda mun gilda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

SJÁ NÁNAR TILKYNNINGU FRÁ STJÓRNARRÁÐI ÍSLANDS

 

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.

Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG