Upptaka | Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.

Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.

Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).

Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Með gildistöku ákvæða laga nr. 103/2021 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) um næstu áramót verða töluverðar breytingar á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem einkum munu koma fram í hærra og breiðara úrvinnslugjaldi en áður. Vegna ákvæða laganna munu verkefni Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar hf. aukast að umfangi. Til grundvallar liggur hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er lögunum ætlað að leiða fram hegðunarbreytingar í átt til kostnaðarskilvirkni.

Á sérstökum viðburði SA þann 26.október s.l. fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ dýpra ofaní gildistöku ákveða laganna.  Eygerður Margrétardóttir fór ofaní hvað lögin þýða fyrir sveitarfélögin og Þorsteinn Víglundsson fór yfir áskoranir og tækifæri fyrirtækja.   Þá stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags og samskiptasviði SVÞ sérstökum pallborðsumræðum.

Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér fyrir neðan.

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni og hvernig getur þú fundið út hversu hæf/ur þú eða starfsfólkið þitt er?

Margir velta því fyrir sér þessi misserin hvað þarf að gera til að efla stafræna hæfi starfsmanna.

En hvað er stafræn hæfni?

Samkvæmt skilgreiningu Anders Skog inná vef VR segir:

Skilgreiningin á stafrænni hæfni:
Stafræn hæfni samanstendur af viðeigandi þekkingu, færni og viðhorfi til þess að nota tæknina til að vinna verkefni og leysa vandamál, eiga í samskiptum og samvinnu, vinna með upplýsingar, búa til efni og deila því með öðrum á skilvirkan, hagkvæman, öruggan, gagnrýninn, skapandi, sjálfstæðan og siðferðislega réttan hátt.

Sjá nánar um stafræna hæfni inná vef VR HÉR

Stafræni hæfnisklasinn, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og Háskólans í Reykjavík, heldur utanum margskonar upplýsingar sem snúa að stafrænni hæfni.
Inná vef VR má m.a. finna upplýsingar um stafræna hæfnihjólið sem er sjálfsmatspróf sem þú tekur til að kortleggja stafræna hæfni þína.

SMELLTU HÉR til að taka sjálfsmatsprófið.

SMELLTU HÉR til að nálgast vef Stafræna hæfnisklasans.

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.

Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.

Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.

Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ

ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir bifreiðaumboð og bifreiðasala

Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir bifreiðaumboð og bifreiðasala

Sérsniðið námskeið: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Föstudaginn 29.apríl 2022  fá bifreiðaumboð og bifreiðasalar sérstaka innsýn inní aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með sérfræðingum KPMG.

STAÐUR: Hús atvinnulífsins, Hylur 1.hæð
TÍMI: 08:30  – 10:00

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsfólki  SVÞ hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður m.a. yfir:
– Hverjar eru skyldur bifreiðaumboða og bifreiðasala?
– Hvað þarf til að marka sér stefnu og útbúa áhættumat á grundvelli laga um aðgerir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
– Hverjar eru kröfur til bifreiðaumboða og bifreiðasala er varða frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir?
– Hvernig er hægt að lágmarka áhættu sem getur skapast á vettvangi peningaþvættis?

Félagsmönnum gefst færi á að leita til sérfræðinga KPMG í kjölfar fyrirlestra, vakni frekari spurningar eða álitamál.

ATH! Námskeiðið er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SKRÁNING HÉR!
_______