Námskeið: Leitarvélabestun vefverslana, 13. nóvember 2018

Námskeið: Leitarvélabestun vefverslana, 13. nóvember 2018

Markaðssetning á leitarvélum er gríðarlega mikilvæg fyrir verslanir sem selja vörur og þjónustu á netinu. Umferð inn á vefsíður kemur í dag almennt mest í gegnum leitarvélar og því mikilvægt að fyrirtæki séu með vöruframboð sitt sýnilegt þegar mögulegir viðskiptavinir eru í kauphugleiðingum.

Farið verður yfir möguleika á leitarvélum, hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn og netsölu með leitarvélabestun.

13. nóvember kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík

Kennari: Styrmir Másson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara.

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.

 

SKRÁNING – Námskeið í leitarvélabestun vefverslana

Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 9:00-12:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Ertu félagi í SVÞ?

Netverslun á Íslandi í þætti Jóns G. á Hringbraut

Netverslun á Íslandi í þætti Jóns G. á Hringbraut

Jón G. í þættinum Viðskipti á Hringbraut fékk Andrés Magnússon framkvæmdastjóra SVÞ í viðtal til sín á dögunum. Í viðtalinu ræða þeir þróun í netverslun og áskoranir sem íslenskar netverslanir standa frammi fyrir.

Viðtalið má sjá hér: http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/vidskipti-med-joni-g/vidskipti-med-joni-g-24oktober/  og hefst það 10 mínútur inn í þáttinn og er rétt rúmar 5 mínútur.

 

Ferskt kjöt er áfram gert upptækt

Ferskt kjöt er áfram gert upptækt

Eins og öllum er í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu með dómi sínum þann 11. október s.l. að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér brot á EES – skuldbindingum íslenska ríkisins og séu því ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum á baráttu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár.

Þrátt fyrir þessa skýru niðurstöðu Hæstaréttar er ekki að merkja að neinn asi sé á stjórnvöldum og Alþingi að bregðast við og breyta íslenskri löggjöf til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skuldbindingar ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómurinn gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar n.k.

Á meðan heldur hið ólögmæta ástand áfram að vara, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur. Í gær kom fyrsta sendingin af fersku kjöti til landsins, eftir að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir. Um var að ræða ferskt lífrænt ræktað nautakjöt frá Hollandi, sem hafði meðferðis öll tilskilin vottorð frá þar til bærum þarlendum yfirvöldum. Matvælastofnun heimilaði ekki innflutning kjötsins, þar sem það hafði ekki verði geymt í frysti í 30 daga, eins og gildandi lög gera kröfu um. Sem afleiðing þessa á innflytjandi kjötsins skýlausa bótakröfu á hendur ríkissjóði.

Hið ólögmæta ástand varir því áfram með tilheyrandi tjóni fyrir íslenska neytendur og bótaábyrgð fyrir ríkissjóð, til viðbótar við þann gífurlega kostnað sem hefur fallið á ríkið að viðhalda núverandi ástandi. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu skora á stjórnvöld að bregðast nú hratt við og gera nauðsynlegar breytingar á löggjöfinni til að forða megi enn frekara tjóni fyrir alla aðila þessa máls.

Í þessu sambandi er nauðsynlegt að benda á að samkvæmt tölfræðigögnum frá Hagstofu Íslands hafa verið flutt út 245 tonn af fersku og ófrystu íslensku lambakjöti á s.l. tólf mánuðum án athugasemda erlendra yfirvalda. Með hliðsjón af rökum hérlendra stjórnvalda hvað varðar frystiskyldu, er því full þörf á að skoða hvaða áhrif einangrun íslenskra búfjárstofna kann að hafa fyrir erlenda neytendur.

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 11:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Faghópurinn verður vettvangur fyrir vefverslanir, tæknigeirann og flutningageirann til að koma á framfæri sínum áherslum.

Horft er m.a. til þess sem Svensk Digital Handel hefur verið að gera en Svíar hafa verið í fararbroddi í stafrænni verslun á Norðurlöndunum.

Félagsmenn í þessum geira eru hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í að móta starfið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eru ekki nú þegar aðilar geta skráð sig í SVÞ hér.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn 17. október sl.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn 17. október sl.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn fimmtudaginn 17. október sl. í Hörpu. Dagurinn er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota, en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Á vef SA er hægt að lesa nánar um verðlaunahafana.

Aðalhagfræðingur SVÞ, Ingvar Freyr Ingvarsson, flutti fyrirlestur um plastpokanotkun á Íslandi og mögulegar aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka.

Á vef SA hér má sjá upptökur frá deginum.

Og hér geturðu séð glærurnar úr fyrirlestri Ingvars Freys: Umhverfisdagur atvinnulifsins – Er plastid a leid ur budunum

Eðli smásölu að breytast

Eðli smásölu að breytast

Í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 18. október sl. segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ eðli smásölu vera að breytast. Samkeppniseftirlitið taki ekki nægt tillit til alþjóðlegs eðlis smásölumarkaðar og verði að fara að horfa víðar á málin. Netverslun sé það sem koma skal. Umfjöllun má sjá á vef Viðskiptablaðsins hér og í tölublaðinu frá 18. október.

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið