Glæsileg fræðsludagskrá með áherslu á starfrænu byltinguna

Glæsileg fræðsludagskrá með áherslu á starfrænu byltinguna

Nú er búið að opna fyrir skráningu á þá viðburði sem staðfestir eru í fræðsludagskrá SVÞ haustið 2018. Í fræðsludagskránni verður byggt enn frekar ofan á námskeiðaröð frá síðasta vetri um Omnichannel, auk þess sem hún er innblásin af nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar, Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

Hér geturðu séð yfirlit yfir fræðsludagskrá SVÞ, haustið 2018. Enn á þó eftir að bæta í dagskrána svo við hvetjum fólk til að fylgjast vel með á Facebook, Twitter, LinkedIn og að sjálfsögðu að vera vel skráð á póstlistann, til að missa ekki af neinu!

 

Námskeið: Áhrifarík markaðsssetning með tölvupósti, 20. nóvember 2018

Námskeið: Áhrifarík markaðsssetning með tölvupósti, 20. nóvember 2018

Byggðu upp sambandið við viðskiptavininn, lækkaðu snertingarkostnað og auktu sölu!

Markaðssetning með tölvupósti er vannýttasta markaðsaðferðin á íslenskum markaði, þrátt fyrir að rannsóknir sýni að hún er sú arðbærasta af öllum stafrænum markaðsaðgerðum.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Hvað markaðssetning með tölvupósti er og hvað hún getur gert
  • Mismunandi tilgang tölvupóstsmarkaðssetningar, þ.m.t. þrjár tegundir tölvupóstsherferða
  • Tölvupóstsmarkaðssetningu á mismunandi stigum í vegferð viðskiptavinarins
  • Tengingu efnismarkaðssetningar og tölvupóstmarkaðssetningar
  • Sjálfvirkni í tölvupóstsmarkaðssetningu

Hvenær: 20. nóvember kl. 9:00-12:00

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og markaðsráðgjafi. Þóranna hefur unnið með tölvupóstsmarkaðssetningu í fjölda ára og er vottaður sérfræðingur frá Digital Marketer í markaðssetningu með tölvupósti.

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 4.000 kr.

 

SKRÁNING – Námskeið í áhrifaríkri markaðssetningu með tölvupósti

Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 9:00-12:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Er fyrirtækið þitt aðili að SVÞ

Fræðslufyrirlestur: Facebook Messenger Spjallmenni, 6. nóvember 2018

Fræðslufyrirlestur: Facebook Messenger Spjallmenni, 6. nóvember 2018

Sigurður Svansson, einn af stofnendum SAHARA og yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins ásamt Elvari Andra Guðmundssyni, samfélagsmiðlafulltrúa hjá SAHARA munu halda erindi um Facebook spjallmenni (e.chatbots) og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þau spennandi tækifæri sem þeir bjóða upp á.

Markaðssetning í gegnum spjallforrit eins og Facebook Messenger hefur verið að aukast umtalsvert á síðustu misserum í takt við breytta hegðun neytenda á samfélagsmiðlum.

Í þessu breytingum felast spennandi tækifæri fyrir fyrirtæki, bæði í formi betra þjónustustigs með sjálfvirkum svörum við algengum spurning, virðisaukandi upplýsingagjöf, sölu og öðruvísi nálgunum til að tengjast núverandi og nýjum viðskiptavinum.

Á fyrirlestrinum munu þeir félagar fara almennt yfir notkunarmöguleika á spjallmennum, tæknilega hlið þeirra, reynslusögur frá fyrirtækjum og hugmyndir hvernig fyrirtæki gætu nýtt sér þessa nýju lausn.

Hvenær: 6. nóvember kl. 8:30-10:00

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 2.500 kr.

 

SKRÁNING – Fyrirlestur um Facebook Messenger Bots

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 8:30-9:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Ertu félagi í SVÞ?

Fræðslufyrirlestur: Greining á upplifun viðskiptavina, 16. október 2018

Fræðslufyrirlestur: Greining á upplifun viðskiptavina, 16. október 2018

Upplifun viðskiptavina (Customer Journey) snýst um að mæla og greina alla þætti í kaupferli kúnnans.

Farið verður í hvernig ferðalag viðskiptavinar er séð með augum kúnnans og allir snertifletir verða greindir. Upplifanir geta verið jafn ólikar eins og samskiptarásirnar eru margar (vef, farsíma, síma, í verslun og fl.).

Er þitt fyrirtæki að greina skynjun viðskiptavinarins? Hvað er viðskiptavinurinn að gera og hvaða markmið, áhrif, væntingar og tilfinningar hefur hann af reynslu sinni?

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint upplifun og kaupferli viðskiptavina (Customer Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun og greina mikilvægustu snertifletina, kanna sársaukastig og hvaða tækifæri séu til úrbóta og nýsköpunar. Notast verður við „Real case“ tölfræði til að mæla fyrri reynslu viðskiptavina.

Fyrirlesari: Diðrik Örn Gunnarsson stofnandi Stafrænu auglýsingastofunnar, stundakennari í HR og ráðgjafi hjá Zenter

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Fyrir hverja hentar þetta námskeið: Verslun og þjónustu

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 2.500 kr.

 

Oops! We could not locate your form.

 

 

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins 17. október 2018

Umhverfisdagur atvinnulífsins 17. október 2018

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 17. október 2018 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12.
Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sameiginleg dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Málstofur hefjast kl. 10.30 og standa til kl. 12. Boðið verður upp á létta hádegishressingu og netagerð að lokinni dagskrá. Hægt er að skrá sig á sameiginlega hlutann eingöngu sem lýkur kl. 10.

 

DAGSKRÁ

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Sigsteinn Grétarsson, Arctic Green Energy
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og um langa hríð yfirmaður hjá loftslagssamningi S.þ.
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

 

UMHVERFISVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2018

Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnenfndar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

 

Málstofa um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál kl. 10.30-12

Loftslagsvænt sérmerkt ál
Guðrún Þóra Magnúsdóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Rio Tinto á Íslandi

Árangur sjávarútvegsins í loftslagsmálum
Hildur Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá HB Grandi

Loftslagsvæn sjálfbær ferðaþjónusta
Nafn fyrirlesara staðfest síðar.

Ábyrgar fjárfestingar
Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum.

Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi 2030
Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda, Orku náttúrunnar

Málstofustjóri er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

 

Málstofa um grænar lausnir atvinnulífsins kl. 10.30-12

Framtíð sorpförgunar
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og stofnandi Environice

Vistvæn mannvirki
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænnar byggðar

Kolefnisfótspor fyrirtækja
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Odda

Er plastið á leið úr búðunum?
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ

Endurnýjanlegt eldsneyti og sjálfbærar samgöngur
Margrét Ormslev, fjármálastjóri CRI

Málstofustjóri er Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi.

 

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA hér.

Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018

Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN

 

SVÞ ásamt Rannsóknasetri verslunarinnar efna til morgunverðarráðstefnu um íslenska netverslun, fimmtudaginn 11. október kl. 8:30-10:00 í Norðurþingi á Hótel Natura.

Í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um íslenska netverslun (sem finna má á www.svth.is/netverslun) mun fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar og þær áskoranir sem í henni felast.

 

DAGSKRÁ

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar kynnir nýútkomna skýrslu: Íslenskt netverslun – stafræn þróun og alþjóðleg samkeppni

 

Reynslusögur frá íslenskum netverslunum:

Pelle PettersonAðalfyrirlesari: Pelle Petterson, sérfræðingur í netverslun með erindið The Challenge of Selling Across Borders: An Ecommerce Entrepreneur’s Insights.

Á síðustu árum hefur Pelle skapað sér nafn fyrir frábæran árangur innan vefverslunargeirans á Norðurlöndum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, svo sem besti frumkvöðullinn í Svíþjóð og besti nýliðinn í Noregi. Í síðasta starfi sínu var Pelle yfir omnichannel og netverslun (omnichannel and ecommerce) hjá Cervera, og náði ævintýralegum árangri með +670% aukningu í veltu á milli ára. Í dag starfar Pelle við sérfræðiráðgjöf í netverslun og omnichannel og vinnur með stórum smásöluverslunum og þekktum vörumerkjum við að byggja upp vefverslanir. Þú getur fræðst meira um Pelle hér á LinkedIn.

 

Aðgangseyrir er 2.500 kr og er morgunverður innifalinn. Skráning fer fram hér fyrir neðan.

ATH! Ráðstefnan er upphaf glæsilegrar fræðsludagskrár SVÞ haustið 2018 þar sem fjallað verður um starfræna verslun og markaðssetningu á netinu, jafnt fyrir verslanir og þjónustu. Sjáðu dagskrána hér.