Samantekt frá SVÞ um vísitölu neysluverðs
Verð á öllum helstu neysluvörum hefur lækkað síðustu 12 mánuði. Þegar rýnt er í verðþróun á húsgögnum og heimilistækjum síðustu 12 mánuði kemur í ljós að verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 12,5%, lítil heimilistæki um 8,4%, stór heimilistæki um 7,5%, raftæki um 7,1% og sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. um 8,2%. Þá hefur verð á matvöru lækkað um 1,1% og verð á drykkjavörum hefur lækkað um 4,1% á sama tímabili. Þegar nánar er skoðað hvað það er sem valdið hefur verðbólgunni að undanförnu þá má ljóst vera að þar munar um þætti eins og húsnæði og opinbera þjónustu. Ríkið og sveitarfélögin hafa aukið álögur á heimilin, t.a.m. hefur sorphreinsun hækkað um 15,9%, holræsisgjöld um 1,9% og rafmagn og hiti um 1,5% síðustu 12 mánuði. Erfitt er að festa hendi á nákvæmlega hvað veldur slíkum hækkunum en það mætti m.a. nefna að hagsmunir ríkisfyrirtækja eru dreifðir þ.a. hver og einn eigandi hefur mjög takmarkaðan hag af því að veita fyrirtækinu aðhald. Þá hafa laun hjá opinberum starfsmönnun hækkað meira en á almenna vinnumarkaðnum.
Hvað vitum við um myglu? Er til alhlít skilgreining á myglu og áhrifum hennar á hús og híbýli? Hver er réttarstaða eigenda fasteigna þegar mygla finnst í húsnæði?
Samtök verslunar og þjónustu og verkfræðistofan Mannvit efna til fræðslufundar þar sm leitast verður við að svara ofangreindum spurningum og mörgum fleiri.
Aðalræðumaður fundarins verður Dr. Wolfang Lorenz, einn helsti sérfræðingur Þjóðverja á þessu sviði. Hann rekur ráðgjafar- og verkfræðistofu í Düsseldorf sem sérhæfir sig í myglu og áhrifum hennar.
DAGSKRÁ
OPNUNARÁVARP
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
RAKAVANDAMÁL Í FASTEIGNUM – NÁLGUN MANNVITS
Einar Ragnarsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis.
MOULD DAMAGES – 25 YEARS PRACTICAL EXPERIENCE AND GERMAN REGULATIONS
Allt sem þú vildir vita um fersk matvæli, en þorðir ekki að spyrja um
Samtök verslunar og þjónustu og Neytendasamtökin boða til fundar fimmtudaginn 7. desember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Gullteigi A, Grand Hóteli Reykjavík.
Morgunverður í boði frá kl. 8.00.
Dagskrá:
Umfjöllun um dóm EFTA-dómstólsins um skilyrði fyrir innflutningi á matvælum
Ólafur Jóhannes Einarsson, lögmaður hjá BBA og fyrrverandi framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA.
Innflutningur ferskra matvæla – Áhætta fyrir heilsu manna?
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hjá embætti landlæknis
Verndarstefna á kostnað neytenda
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
Fundarstjóri verður Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Litla Íslands efnir til fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins föstudaginn 24. nóvember kl. 9-10. Þar mun Inga Björg Hjaltadóttir, héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus, fjalla um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.
Rætt verður m.a. um ráðningarsamninga, hluthafasamkomulag, leigusamninga, samninga við birgja og viðskiptavini. Ef samningamálin eru í lagi geta stjórnendur einbeitt sér að því að láta reksturinn blómstra og því til mikils að vinna að vanda alla samningagerð.
Fundurinn er hluti af fræðslufundaröð Litla Íslands þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og því sem einkennir vel rekin fyrirtæki.
Fundirnir hafa verið vel sóttir og fjölmargir hafa auk þess horft á beina útsendingu frá fundunum í Sjónvarpi atvinnulífsins eða upptökur sem eru á vef Litla Íslands.
Fundurinn á morgun er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir í Borgartúni 35, en beina útsendingu frá fundinum má nálgast á nýjum vef Litla Íslands – www.litlaisland.is.
Sífellt eru gerðar auknar kröfur til stjórnenda í atvinnulífinu hvað menntun varðar og eru stjórnendur flestir með háskólanám að baki. Nýtt fagháskólanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er ætlað að gefa verslunarstjórum færi á að styrkja sig í starfi með því að bæta aukinni menntun við reynslu sína og hæfni auk þess að gefa einstaklingum með víðtæka reynslu af verslunarstörfum tækifæri til að mennta sig í verslunarstjórnun.
Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, VR og SVÞ en styrkt af Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntastjóði verslunarinnar og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Nánari upplýsingar um námið og umsóknir er að finna hér.