Gagnavísir SVÞ – Þróun vísitölu neysluverðs

Við vekjum athygli á nýrri undirsíðu á vef SVÞ „Gagnavisir SVÞ“. Þessi vefur er í stöðugri þróun og við erum sífellt að endurbæta og bæta við.  Það er von okkar að lesendur verði nær um þróun vísitölu neysluverðs og undirvísitalna ásamt þróun og horfum helstu hagvísa.
Sigurður Baldursson vann að gagnavísinum en hann er útskrifaður tölvunarfræðingur. Sigurður hefur meðal annars unnið við að setja upp veflægt mælaborð fyrir flugstjórn ásamt streymandi gröfum í rauntíma hjá Tern Systems. Vann greiningarverkefni um kreditkortaveltu erlendra ferðamanna með gögnum frá RSV og vinnur nú hjá Háskólanum í Reykjavík við að sjá um forritunarvefinn hjá háskólanum.

Litla Ísland – fræðsluröð um farsælan rekstur hefst í vikunni

kristinFræðslufundaröð Litla Íslands er að hefjast í vikunni en efnt verður til sex opinna funda þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Þeir sem hafa ekki tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands (www.litlaisland.is).

Á fyrsta fundinum föstudaginn 3.nóvember kl.9-12 mun Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði SA fjalla um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt,  orlof og brotthlaup úr starfi.

SKRÁNING HÉR

Hér má nálgast frekari upplýsingar um fræðslufundaröð Litla Íslands

Menntafyrirtæki ársins 2017 kynnir áherslur sínar í menntamálum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

Á fundinum munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu.

Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 eins og kynnt var á menntadegi atvinnulífsins í febrúar.

Fundarstjóri er Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Heitt verður á könnunni og létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15.

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Menntun og færni á vinnumarkaði. Hvert stefnir Ísland? – 9. nóv.

Vinnumálastofnun ásamt ASÍ, SA og Hagstofu Íslands standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst við gerð færnispár og eru Íslendingar þar af leiðandi eftirbátar nágrannaþjóða í heildarstefnumótun m.t.t. þróunar færni, menntunar og vinnumarkaðar.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Hótel Reykjavík Nordica þann 9. nóvember kl. 8.10 – 10.30

Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis

SKRÁNING HÉR

Dagskrá:

08.10-08.30
Skráning og kaffi

08.30-08.40
Setning ráðstefnu og inngangsorð um þörf fyrir færnigreiningu vinnuafls og þróun starfa

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

08.40-09.05

Færnigreining á vinnumarkaði: Staða mála og horfur fyrir Ísland
Skills supply and demand and skills mismatch: Situation and outlook in Iceland

Rob Wilson, Prófessor við Warwick háskóla í Bretlandi

09.05-09.25
Spá um færniþörf í Svíþjóð – notkun skráargagna
The case of Sweden: Projections of skills needs and the use of register data

Karin Grunewald, sérfræðingur á Hagstofu Svíþjóðar

09.30-09.50
Greining á færniþörf á Írlandi með samþættum aðferðum
The Systematic Identification of Skills Needs in Ireland – an Integrated Approach

John McGrath, hagfræðingur við Solas – Sí- og endurmenntunarstofnun Írlands

09.50-10.30 Pallborðsumræður. Þátttakendur:

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR

Hlíf Böðvarsdóttir, framkv.stjóri mannauðssviðs hjá Securitas

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Rob Wilson, prófessor við Warwick háskóla

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

Stjórnandi: Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR

Dagskrá til útprentunar.

Námskeið – Omni channel sala og markaðssetning

SVÞ býður félagsmönnum á námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að greina tækifæri í kaupferlinu til að hefja Omni channel innleiðingu.

Omni channel innleiðing í verslun og þjónustu snýst um að samþætta alla kanala og snertifleti sem viðskiptavinir nota í kaupferlinu til að mæta breyttri kauphegðun og auknum kröfum viðskiptavina.

Greining á kaupferlinu er lykilskref í Omni Channel innleiðingu sem sýnir hvar fyrirtæki eru hugsanlega að tapa sölu og viðskiptavinum, hvar óánægja meðal viðskiptavina getur komið upp og af hverju og hvernig allir kanalar tengjast (skref 1) áður en fyrirtæki móta sér Omni channel stefnu, setja sér markmið og hefja aðgerðir (skref 2).

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig  fyrirtæki geta greint kaupferli viðskiptavina (Customer Purchase Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina (Customer experience), með tilliti til Omni Channel sölu og markaðssetningar.

Ávinningurinn er aukin sala, tryggð og aðgreining.

2017-11-02_09-40-43

 

Annað námskeið verður svo haldið í janúar 2018 þar sem farið verður yfir skref 2: Omni channel stefnu, markmið og aðgerðir.

Stjórn námskeiðs: Edda Blumenstein, sem er ráðgjafi í Omni channel og vinnur að doktorsrannsókn á Omni Channel við Leeds University Business School.

Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 8:30 – 10:00 mánudaginn 6. nóvember 2017.

Létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15

 

Oops! We could not locate your form.

Þegar námsvalkosti vantar!

Árið 2016 höfðu um 27.000 manns atvinnu af heild- og smásöluverslun samkvæmt vinnumarkaðsgögnum Hagstofunnar. Störfin eru um 14% allra starfa í atvinnulífinu. Á sama tíma er námsferill fólks í verslun og þjónustu oft flókinn, langur og óskýr. Það er lítið sem ekkert framboð af námi fyrir ungt fólk sem vill velja sér starf í verslun og þjónustu. Það vantar upphafið, það vantar grunninn. Nær öll störf eru þjónustustörf. Rúmlega fjórðung af heildarveltu hagkerfisins má rekja til verslunarinnar. Átta prósent af landsframleiðslu Íslands árið 2015 kom frá versluninni og því er þessi geiri einn sá umfangsmesti á Íslandi. Ferðaþjónustan vex hratt og glímir að hluta til við sömu áskoranir. Það eru því mikil tækifæri sem felast í því að í boði verði braut á framhaldsskólastigi sem nýtist í slíku starfi og jafnframt til áframhaldandi náms.

Starfshópur á vegum SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hefur unnið að undirbúningi slíkrar námsbrautar í samvinnu við Tækniskólann. Stúdentsbraut með áherslu á stafrænar lausnir þar sem lögð verður áhersla á sérhæfingu innan markaðsfræði, rekstarmála, mannlegra samskipta og starfsnáms.  Stefnt er að því að nemendur sem útskrifast af brautinni verði vel í stakk búnir til þess að skapa sín eigin viðskiptatækifæri, hafi góða þekkingu á stafrænum lausnum  ásamt því að fá góðan undirbúning fyrir fjölbreytt ábyrgðarstörf tengdum verslun og þjónustu.  Að auki verður nám á fagháskólastigi í verslun og þjónustu sett á laggirnar um áramótin en námið verður í boði bæði í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst. Þetta er fagnaðarefni enda tilheyra tæplega 5.000 íslensk fyrirtæki þessum hópi eða 6,9% allra fyrirtækja í landinu.

Þessir valkostir munu svara mikilli eftirspurn atvinnulífsins á starfskröftum með slíka menntun.

Höfundur: Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntasviðs SVÞ

Greinin til útprentunar.