08/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Viltu finna nýja viðskiptavini og um leið varðveita þá sem fyrir eru? Viltu auka arðsemi fyrirtækisins? Þá ættir þú að skella þér á morgunfund Litla Íslands föstudaginn 10. nóvember kl 9-10 í Húsi atvinnulífsins og hlusta á Bjarka Pétursson, sölu- og markaðsstjóra hjá Zenter. Það margborgar sig. Það kostar ekkert inn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.
Ef þú kemst ekki horfir þú bara á beina útsendingu Sjónvarps atvinnulífsins á www.litlaisland.is. Kraftmikið kaffi fyrir þá sem mæta á staðinn!
Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)
SKRÁNING HÉR
07/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
SVÞ boðar til félagsfundar um öryggismál mánudaginn 20. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
SVÞ hafa undanfarin ár haft til skoðunar ýmis mál er varða þjófnað úr verslunum og öðrum brotum gegn hagmunum aðildarfyrirtækja samtakanna. Í því starfi SVÞ hafa samtökin vakið athygli stjórnvalda á þessari vá sem steðjar að fyrirtækjum og hafa samtökin leitað leiða til að vinna sameiginlega með stjórnvöldum í þessum málum. Er það mat SVÞ að sú glæpastarfsemi hefur á undanförnum árum farið oftar en ekki að bera öll helstu einkenni að vera skipulögð starfsemi.
Til að ræða þessi mál mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Ásgeir Þór Ágeirsson, yfirlögregluþjónn, og Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu halda erindi á fundinum og ræða ýmis mál er varða þjófnað úr verslunum og önnur álitamál því tengt. Farið verður m.a. yfir tölfræði afbrota og til hvaða aðgerða hefur þegar verið gripið til að stemma stigu við þessari glæpastarfsemi sem og kynntar verða tillögur að samvinnu við verslanir hvað þessi mál varðar.
Oops! We could not locate your form.
02/11/2017 | Fréttir
Við vekjum athygli á nýrri undirsíðu á vef SVÞ „Gagnavisir SVÞ“. Þessi vefur er í stöðugri þróun og við erum sífellt að endurbæta og bæta við. Það er von okkar að lesendur verði nær um þróun vísitölu neysluverðs og undirvísitalna ásamt þróun og horfum helstu hagvísa.
Sigurður Baldursson vann að gagnavísinum en hann er útskrifaður tölvunarfræðingur. Sigurður hefur meðal annars unnið við að setja upp veflægt mælaborð fyrir flugstjórn ásamt streymandi gröfum í rauntíma hjá Tern Systems. Vann greiningarverkefni um kreditkortaveltu erlendra ferðamanna með gögnum frá RSV og vinnur nú hjá Háskólanum í Reykjavík við að sjá um forritunarvefinn hjá háskólanum.
01/11/2017 | Fréttir, Viðburðir
Fræðslufundaröð Litla Íslands er að hefjast í vikunni en efnt verður til sex opinna funda þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Þeir sem hafa ekki tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands (www.litlaisland.is).
Á fyrsta fundinum föstudaginn 3.nóvember kl.9-12 mun Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði SA fjalla um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt, orlof og brotthlaup úr starfi.
SKRÁNING HÉR
Hér má nálgast frekari upplýsingar um fræðslufundaröð Litla Íslands
01/11/2017 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 7. nóvember 2017.
Á fundinum munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu.
Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 eins og kynnt var á menntadegi atvinnulífsins í febrúar.
Fundarstjóri er Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
Heitt verður á könnunni og létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15.
SKRÁNING FER FRAM HÉR
31/10/2017 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Vinnumálastofnun ásamt ASÍ, SA og Hagstofu Íslands standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst við gerð færnispár og eru Íslendingar þar af leiðandi eftirbátar nágrannaþjóða í heildarstefnumótun m.t.t. þróunar færni, menntunar og vinnumarkaðar.
Ráðstefnan verður haldin á Hilton Hótel Reykjavík Nordica þann 9. nóvember kl. 8.10 – 10.30
Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur ókeypis
SKRÁNING HÉR
Dagskrá:
08.10-08.30
Skráning og kaffi
08.30-08.40
Setning ráðstefnu og inngangsorð um þörf fyrir færnigreiningu vinnuafls og þróun starfa
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra
08.40-09.05
Færnigreining á vinnumarkaði: Staða mála og horfur fyrir Ísland
Skills supply and demand and skills mismatch: Situation and outlook in Iceland
Rob Wilson, Prófessor við Warwick háskóla í Bretlandi
09.05-09.25
Spá um færniþörf í Svíþjóð – notkun skráargagna
The case of Sweden: Projections of skills needs and the use of register data
Karin Grunewald, sérfræðingur á Hagstofu Svíþjóðar
09.30-09.50
Greining á færniþörf á Írlandi með samþættum aðferðum
The Systematic Identification of Skills Needs in Ireland – an Integrated Approach
John McGrath, hagfræðingur við Solas – Sí- og endurmenntunarstofnun Írlands
09.50-10.30 Pallborðsumræður. Þátttakendur:
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
Hlíf Böðvarsdóttir, framkv.stjóri mannauðssviðs hjá Securitas
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Rob Wilson, prófessor við Warwick háskóla
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra
Stjórnandi: Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR
Dagskrá til útprentunar.