22/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Öryggishópur
Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.
Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.
Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞ – Smellið hér!
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.
20/03/2023 | Fréttir, Stjórnvöld
Skatturinn vekur athygli í dag á nýrri tilkynningu embættisins vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja:
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023 | Áhættusöm ríki | Skatturinn – skattar og gjöld.
Er þessi listi að jafnaði uppfærður þrisvar á ári.
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023
Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 24. febrúar um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.
Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:
Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Barbados
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Gíbraltar
Haítí
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Malí
Marokkó
Mjanmar/Búrma
Mósambík
Nígería
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður Afríka
Suður-Súdan
Sýrland
Tansanía
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú
SJÁ NÁNAR Á VEF RÍKISSKATTSTJÓRA
20/03/2023 | Fréttir, Viðburðir
Gestir ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ fylltu salinn hjá Hilton Nordica hótel fimmtudaginn 16.mars s.l.
Ráðstefnustjórinn, Bergur Ebbi Benediktsson, sá um að kynna stútfulla dagskrá með áhugaverðum erindum frá ráðherrunum sem og sérfræðingum á sviði sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarfærni á vinnumarkaði fyrir verslun og þjónustu.
Í lok ráðstefnunnar undirrituðu ný-endurkjörnir formenn SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og LÍF sérstakan samstarfssamning um aukna hæfni starfsfólks í verslunar og þjónustu (sjá frétt hér).
Upptökur frá ráðstefnunni munu verða fljótlega aðgengilegar fyrir félagsfólk SVÞ hér á innra neti samtakanna.
Þetta örstutta stemningsmyndband segir meira en mörg orð.
17/03/2023 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson og formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Jón Ólafur Halldórsson, undirrituðu í gær, fimmtudaginn 16. mars 2023 samstarfssamning um að vinna markvisst að hæfniaukningu í verslun og þjónustu til ársins 2030.
Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið. Fram til ársins 2030 er stefnt að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun samkvæmt nánari þarfagreiningu sem VR/LÍV og SVÞ vinna að í sameiningu hverju sinni. Markmiðið er að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um. Einnig að fyrirtæki í verslun og þjónustu hafi á hverjum tíma aðgang að hæfu starfsfólki.
Þá verður sérstök áhersla lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að 80% þessa hóps búi árið 2030 yfir hæfni B12 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio).
Í þriðja lagi er stefnt að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsmanna eru árlega í virkri sí- og endurmenntun.
Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir eins og þær eru hverju sinni.
Smellið hér til þess að sjá samninginn í heild sinni.
16/03/2023 | Fréttatilkynningar, Fréttir
Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun, fimmtudaginn 16.mars í Hyl, Húsi atvinnulífsins.
Á fundinum var kosið um sæti formanns sem og þrjú sæti meðstjórnenda. Alls bárust sjö framboð til meðstjórnenda og tvö framboð til formanns.
Réttkjörinn formaður SVÞ til næstu tveggja starfsára er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf.
Réttkjörin í stjórn SVÞ til tveggja starfsára eru eftirtalin: Egill Jóhannsson, Brimborg hf., Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf., og Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.
Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2023-2024:
- Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
- Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf
- Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
- Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
- Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
- Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa
- Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
________________
SMELLIÐ HÉR FYRIR Úrslit kosninga 2023
SMELLIÐ HÉR FYRIR FULLTRÚARÁÐ SVÞ Í SA 2023-2024
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR 2022-2023
15/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (15.mars 2023) þar sem farið var yfir áskoranir í verslun og þjónustu á komandi árum. Skýrsla McKinsey um fjárfestingarþörf á þessum sviðum gerir ráð fyrir mjög háum upphæðum sem greinin þarf að standa á bakvið á þremur þáttum, þ.e.a.s. sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarhæfni í greininni.
Þá sagði Andrés einnig frá fyrirhugaðri undirritun á Samstarfssamningi milli SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og VR á ráðstefnu samtakanna sem verður haldin á Hilton Nordica hóteli á morgun, 16.mars undir heitinu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum‘.
En á ráðstefnunni verður undirritaður samstarfssamningur milli á milli SVÞ og VR þar sem samtökin skuldbinda sig til að vinna í sameiningu að því að efla hæfni og þekkingu þess stóra hóps fólks sem starfar í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Undirritun þessa samstarfssamnings er skýr vitnisburður um þá áherslu sem bæði samtök atvinnurekenda og launþega leggja á að efla menntun þeirra sem í greininni starfa.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM RÁÐSTEFNU SVÞ.