Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna.

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna.

Brú að bættum lífskjörum fyrir allt að 80.000 manns.

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

„Samningar Samtaka atvinnulífsins við SGS annars vegar og VR, LÍV og samflot iðnaðarmanna hins vegar munu byggja undir áframhaldandi lífskjarabata og endurnýja stöðugleika. Það er tilgangurinn og það verkefni sem við höfum verið að fást við, beggja vegna samningaborðsins, síðustu vikur og mánuði,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins við undirritun samningsins.

Í frétt frá Samtökum atvinnulífsins segir m.a. að með undirritun samningsins í dag hefur SA samið við stærstu félögin á almennum vinnumarkaði sem samanstanda af meira en 80 þúsund manns, en líkt og kunnugt er náðust samningar milli SA og SGS í síðustu viku. Efling stendur ein utan sáttar og sem fyrr standa vonir til að ná samningum við þau fyrr en síðar.

Grundvöllur fyrirsjáanleika á óvissutímum

Þá segir einnig að meginviðfangsefni skammtímasamninganna er að verja þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum og tryggja grundvöll áframhaldandi lífskjarabata á komandi misserum. Í ljósi krefjandi efnahagslegra aðstæðna, sem einkum hafa einkennst af mikilli verðbólgu og vaxtahækkunum, er mikilvægt að samningar aðila vinnumarkaðarins hafi þau skýru markmið að styðja við kaupmátt og að jafnvægi náist sem fyrst í hagkerfinu. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma er það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum – fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Þá hafa stjórnvöld gefið fyrirheit um tilteknar aðgerðir í tengslum við skammtímasamninga, ekki síst til að styrkja stöðu þeirra sem minnst hafa.

Markmið fyrrnefndra samninga er að styðja við kaupmátt launafólks og brúa bil yfir í nýjan langtímasamning í anda Lífskjarasamningsins. Þar var áhersla lögð á að tryggja efnahagslega velsæld og aukna verðmætasköpun, bæta lífskjör og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA FRÉTT Á SA.IS

Ársfundur Úrvinnslusjóðs 2022

Ársfundur Úrvinnslusjóðs 2022

Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 þann 15. desember 2022 n.k. kl. 14:00.

Fundinum verður einnig streymt og hlekkur á streymið kemur hér á vefinn þegar nær dregur. Úrvinnslusjóður hvetur alla sem ætla að koma til að skrá sig á viðburðinn og hvetur gesti til að nýta umhverfisvænni samgöngur s.s. hjóla, ganga, almenningssamgöngur eða samnýta bíla.

Aðalfundur Úrvinnslusjóðs 2022

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU!

 

Jólagjöfin 2022 eru íslenskar bækur og spil

Jólagjöfin 2022 eru íslenskar bækur og spil

Í árlegri könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar settu 55% neytenda bækur og spil á óskalistann sinn fyrir þessu jól.

Íslenskar bækur og spil! Jólagjöf ársins í ár er vinsæl meðal neytenda, selst alltaf vel fyrir jól og fellur einstaklega vel að tíðaranda sem kallar á aukinn léttleika og skemmtun. Jólagjöf ársins í ár fær okkur til að tala saman, spila saman og lesa saman sem hjálpar okkur að hlúa betur að hvort öðru og tungumálinu okkar.

 Í frétt af vefsíðu RSV segir að eitt af árlegum verkefnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er val á jólagjöf ársins. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla sem og að vekja athygli á verslun í landinu.

Í fyrra var það jogging gallinn, en nú er komið að bókum og spilum.

SMELLTU HÉR til að lesa alla fréttina frá RSV

Leiðtogi nóvember mánaðar stefnir á að fækka kaffibollunum!

Leiðtogi nóvember mánaðar stefnir á að fækka kaffibollunum!

Leiðtogi nóvember mánaðar hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu er Berglind R Guðmundsdóttir, innkaupastjóri ELKO.

En hver er Berglind og hvað er hún að sýsla þessa dagana?  Við báðum Berglindi um að gefa okkur innsýn inní líf innkaupastjóra ELKO og byrjuðum á því að spyrja útí starfið hennar. 

Starfið er mjög skemmtilegt, fjölbreytt og ótrúlega lifandi. Ég leiði innkaupasvið ELKO en undir það fellur allt sem snýr að innkaupum og vörustýringu; frá pöntunum, flutningi, tollun og innsetningu allra vara sem eru til sölu í ELKO á vef. Undir sviðið fellur einnig að finna nýjar og spennandi vörur til að bjóða viðskiptavinum og koma til móts við þarfir viðskiptavina enda er það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli sem er loforð ELKO og við höfum það að leiðarljósi ásamt stefnunni sem er að hjálpa öllum að njóta ótrúlegar tækni. 

Hvað er skemmtilegast við starfið?

Hversu lifandi það er og enginn dagur er eins, líkt og öll sem eru í smásölugeiranum þekkja. Svo eru að sjálfsögðu öll frábæru samstarfsfélagarnir sem eru jafn ólík og þau eru mörg sem gera starfið skemmtilegt og gefandi en eins og öll vita þá gerast töfrar þegar teymi vinna vel saman.

Nú vitum við að það skiptir miklu máli að hafa ástríðu fyrir starfinu sínu. Hvað hefur þú gert til að viðhalda ástríðunni fyrir starfinu þínu?  

Með því að sækja mér meiri þekkingu í gegnum nýjar áskoranir og vinna með fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem þau gera.

Segðu okkur frá þínum staðlaða vinnudag? 

Enginn dagur er eins, en flesta daga eru fundir með fólki innan ELKO, innan Festi og svo með birgjum. Hef gaman af því að hafa nóg að gera og vera með góða yfirsýn yfir þau verkefni sem liggja fyrir. Finnst best að byrja vinnudaginn á kaffibolla með samstarfsfólki og léttu spjalli áður en dagskrá dagsins hefst, er yfirleitt búin að renna hratt yfir tölvupóstinn og helstu atriði áður en ég mæti á skrifstofuna.

Hvaða vana eða venju langar þig til að breyta?

Er ekki viss um að það sé einhver vani sem ég myndi vilja breyta, kannski fækka kaffibollunum á daginn.

Ef þú værir bíll, hvernig bíll værir þú?

Já það er nú það, kannski bara Audi; traust, áreiðanleg og nýjungagjörn.

Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu þessi misserin?

Hlusta töluvert á hlaðvörp, t.d. Athafnafólk með Sesselju Vilhjálmsdóttur, er í FKA til að bæta við tengslanet og þekkingu. Læri einnig mjög mikið af samstarfsfólkinu sem og fjölskyldu og vinum sem öll hafa mismunandi þekkingu og reynslu til að deila. Sæki auk þess námskeið reglulega til að auka færni og bæta þekkingu.

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á áætlun næsta árs ásamt undirbúningi útsölunnar sem hefst strax á milli jóla og nýárs. Einnig er undirbúningur talningar sem er í janúar hafinn og svo eru önnur verkefni sem snúa að því að einfalda og betrumbæta innkaupaferla ásamt öðrum spennandi verkefnum sem koma ný inn þessa dagana.

Stafræn þróun, sjálfbærni og símenntun og endurmenntun er mál málanna í dag.  Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi? 

Sjálfbærni, samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið hafa verið ofarlega á baugi hjá ELKO síðustu ár og munu verða það áfram. ELKO hefur í gegnum árin sett aukna áherslu á umhverfismál þar sem kappkostað er við að draga úr kolefnisspori með markvissri flokkun úrgangs, móttöku og endursölu á notuðum búnaði, rafrænum reikningum, flokkun og orkusparnaði svo dæmi séu tekin.

ELKO er ábyrgt fyrirtæki sem leggur metnað í störf sín með skilvirkni og framsýni að leiðarljósi og hefur fyrirtækið sett sér stefnu til framtíðar um að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

Stafræn þróun er okkur í ELKO hugleikin en með nýjum vef hefur upplifun viðskiptavina á að versla á vefnum tekið stakkaskiptum. Það sem snýr að innkaupasviði þá hafa ferlar verið einfaldaðir og gerðir stafrænir, minnkuðum alla pappírsnotkun um 95% á síðustu tveimur árum, leitumst við að finna og bjóða vörur sem eru betri fyrir umhverfið að því leiti að þær eru úr endurunnum efnum sem og bjóða hringrásarvörur, þeas vörur sem eru endurunnar, t.d. iPhone símar og Apple úr.

Varðandi símenntun  og endurmenntun þá stendur öllu starfsfólki ELKO til boða að sækja rafræn námskeið hjá Akademias, fyrirlestra hjá Dokkunni og Stjórnvísi sér að kostnaðarlausu og vet ég folk til að nýta sér þetta ásamt því að það er veittur sveigjanleiki í vinnu ef fólk er að sækja sér meiri menntun.

_______

Um ELKO:

ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins en verslunin opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO rekur sex verslanir sem staðsettar eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Akureyri og Vefverslun elko.is. Starfsmenn félagsins eru yfir 200 og er fyrirtækið 100% í eigu Festi hf. Frá fyrsta degi hefur ELKO keppt á forsendum þess að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lægra verði ásamt góðri þjónustu sem til dæmis samanstendur af 30 daga skilarétti, framlengdum skilarétti á jólagjöfum og fermingargjöfum (allt að 105 daga skilaréttur) og 30 daga verðöryggi á vörum ELKO sem keyptar eru í ELKO. 

ELKO hefur verið í Samtökum verslunar og þjónustu frá árinu 2008.

_______

Hver er að gera góða hluti í þínu umhverfi?

SVÞ leitar af fólki innan samtakanna sem er að gera góða hluti.  Hver er leiðtoginn þinn?
Smelltu hér til að tilnefna þinn leiðtoga.

 

RÚV 2 | Verslun og verðbólga

RÚV 2 | Verslun og verðbólga

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem velt var upp að verðbólgan virðist ekki vera á niðurleið þrátt fyrir spár og víða heyrast þær gagnrýnisraddir að verslanir haldi verðinu uppi þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði í ýmsum vöruflokkum.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA!

RSV spáir um jólaverslun 2022

RSV spáir um jólaverslun 2022

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag spá yfir jólaverslun landsmanna 2022.

Þar segir m.a. að mikill kraftur hefur þó verið í einkaneyslunni í ár en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar sé drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og aukinni veltu innlendra greiðslukorta erlendis. Þá hefur töluverð aukning verið í verðmæti innflutnings á varanlegum og hálf varanlegum neysluvörum það sem af er ári auk þess sem gera má ráð fyrir að aukin velta ferðamanna í innlendri verslun á árinu hafi einhver áhrif til hækkunar á jólaverslun ársins.

Þá bendir RSV á að von er á stöðugleika í jólaverslun í ár

Það er spá RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar kr. yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlagi. Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA!