Aðalfundur SVÞ 2023

Aðalfundur SVÞ 2023

Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 16. mars 2023 kl. 08:30 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

– Ræða formanns SVÞ
– Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
– Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
– Lýst kosningu formanns SVÞ
– Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
– Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
– Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
– Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Rétt er að athuga að á aðalfundi SVÞ 2022 var samþykkt tillaga stjórnar samtakanna um sameiningu Bílgreinasambandsins (BGS) og SVÞ. Samhliða og til bráðabirgða var samþykkt tillaga um að einum meðstjórnanda, hinum sjöunda, skyldi bætt við stjórn samtakanna starfsárið 2022/2023 sem yrði skipaður fulltrúa BGS og var fulltrúi sambandsins lýstur meðstjórnandi í stjí stjórn SVÞ á aðalfundinum. Frá og með aðalfundi 2023 verður stjórn SVÞ að nýju skipuð formanni og sex meðstjórnendum.

Kjörnefnd SVÞ 2023 yfirfer framkomin framboð til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.
Framboðsfrestur rennur út 23. febrúar 2023.

Berist nefndinni fleiri en eitt framboð til formanns SVÞ, fleiri en þrjú framboð til stjórnar SVÞ eða fleiri framboð til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins en sem nemur fulltrúasætum SVÞ munu kjörgögn væntanlega verða senda aðildarfyrirtækjum 24. febrúar 2023.

Kosningarnar verða rafrænar og er áætlað að þær hefjist 28. febrúar 2023 og þeim ljúki 14. mars 2023 kl. 12:00.

SKRÁNING Á AÐALFUND ER HAFIN!
SMELLIÐ HÉR! 

Verðhækkanir í pípunum

Verðhækkanir í pípunum

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir í samtali við Morgunblaðið í viðtali sem birtist í dag, 11.febrúar 2023 að blik­ur á lofti í versl­un­inni sem þurfi að tak­ast á við vaxta­hækk­an­ir og verðbólgu.

„Við ótt­umst jafn­framt að verðhækk­an­ir á er­lend­um mörkuðum á síðari hluta síðasta árs séu ekki að fullu komn­ar fram, enda er hækk­andi hrávöru­verð lengi að birt­ast í vöru­verði. Þess­ar hækk­an­ir eru mikið til bein af­leiðing af stríðinu í Úkraínu og þá eru fram­leiðslu­kerf­in í heim­in­um ekki að fullu kom­in í eðli­legt ástand eft­ir heims­far­ald­ur­inn.“

Mikilvægi sjálfvirkni í versluninni.

Andrés bætir við að dýra kjara­samn­inga, lífs­kjara­samn­ing­inn 2019 og ný­af­staðinn samn­ing, þrýsta á aukna notk­un sjálf­virkni í versl­un­inni. Jafn­framt muni hækk­andi hús­næðis­kostnaður draga úr spurn eft­ir at­vinnu­rým­um.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ!

Afturvirkniklukkan tifar fyrir Eflingarfólk

Afturvirkniklukkan tifar fyrir Eflingarfólk

Fram hefur komið að ef verkfallsaðgerðir Eflingar hefjast verði afturvirkni kjarasamninga, sem hefði náð aftur til 1. nóvember sl., úr sögunni.
Nú hefur 1 af hverjum 169 sem falla undir kjarasamninga Eflingar og SA samþykkt verkfall.

Hvað kostar það fyrir Eflingarfólk?

Settu inn forsendur um heildarlaun á mánuði og mögulegar launahækkanir í nýjum kjarasamningi í reiknivélinni hér að neðan.

Hnuplað fyrir sex milljarða | Kveikur

Hnuplað fyrir sex milljarða | Kveikur

Skipulagðir hópar stela fyrir milljarða!

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur Kveiks í kvöld þar sem sérstaklega var tekið fyrir hnupl í verslunum.  Andrés benti þar á: Að reikna megi með því að hnupl úr búðum jafngildi einu prósenti af veltu í smásölu. Heildarveltan þar er sex hundruð milljarðar króna. „Þannig að við getum reiknað með að þetta séu svona sex milljarðar sem fara í súginn með þessum hætti,“ segir Andrés.

Andrés segist hafa meiri áhyggjur af eðli starfseminnar, því hún beri þess öll merki að vera skipulögð brotastarfsemi og bætir við; „Eins og þetta horfir við okkur þá eru send hérna gengi af glæpahópum erlendis til að stunda svona starfsemi. Og eftir að það er kannski búið að taka handtaka þau tvisvar eða þrisvar fyrir brot af þessu tagi eru þau horfin á braut, koma aldrei til Íslands aftur, vonlaust að ná í þau og aðrir komnir á vaktina.“

SMELLTU HÉR til að horfa á allan þáttinn.

 

Er þinn tími kominn? Leitað er tillagna um þrjá meðstjórnendur og formann í stjórn SVÞ

Er þinn tími kominn? Leitað er tillagna um þrjá meðstjórnendur og formann í stjórn SVÞ

…ER ÞAÐ EKKI ALVEG KJÖRIÐ

LEITAÐ ER TILLAGNA UM ÞRJÁ MEÐSTJÓRNENDUR OG FORMANN Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.

Þrír stjórnarmenn og formaður taka sæti til næstu tveggja starfsára.

Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.

Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar.
Aðalfundur verður haldinn 16. mars nk.

Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.

Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2023/2024:

  • – Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaupum
  • – Edda Rut Björnsdóttir, Eimskip Ísland ehf.
  • – Brynjúlfur Guðmundsson, Artasan ehf.

Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Formaður er kosinn fyrir næstu tvö starfsár.

Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is

Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 16. febrúar 2023.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.

Kjörnefnd SVÞ