30/11/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem velt var upp að verðbólgan virðist ekki vera á niðurleið þrátt fyrir spár og víða heyrast þær gagnrýnisraddir að verslanir haldi verðinu uppi þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði í ýmsum vöruflokkum.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA!
30/11/2022 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag spá yfir jólaverslun landsmanna 2022.
Þar segir m.a. að mikill kraftur hefur þó verið í einkaneyslunni í ár en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar sé drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og aukinni veltu innlendra greiðslukorta erlendis. Þá hefur töluverð aukning verið í verðmæti innflutnings á varanlegum og hálf varanlegum neysluvörum það sem af er ári auk þess sem gera má ráð fyrir að aukin velta ferðamanna í innlendri verslun á árinu hafi einhver áhrif til hækkunar á jólaverslun ársins.
Þá bendir RSV á að von er á stöðugleika í jólaverslun í ár
Það er spá RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar kr. yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlagi. Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA!
29/11/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Morgunblaðið birtir í gær viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann er m.a. spurður út í breyttar verslunarhegðanir íslendinga á tímum tilboðsdaga s.s. dagur einhleypra, (Singles Day), Svartur föstudagur (Black Friday) og rafrænn mánudagur (Cyber Monday).
Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að „Bara fyrir örfáum árum var verslun í desember 40% meiri en í nóvember. Núna er munurinn 20%. Desember er enn þá afgerandi stærstur en munurinn hefur minnkað á milli þessara tveggja mánaða síðan svona 2018-2019 sem eru eiginlega einu samanburðarhæfu árin. Það er eiginlega útilokað að taka árin 2020 og 2021 til samanburðar.“
Þá bendir Andrés einnig á að Covid-árin ekki vera samanburðarhæf því þá ferðuðust Íslendingar lítið til útlanda. Viðskipti hafi gengið vel fyrir sig hér á landi af þeirri ástæðu.
„Nú er miklu stærri hluti viðskipta sem fer fram erlendis. Íslendingar ferðast eins og ég veit ekki hvað,“ segir Andrés.Hann segir utanlandsferðir Íslendinga eitthvað spila inn í sölu hér á landi en minna sé um að flugfélögin auglýsi beinlínis verslunarferðir til útlanda eins og áður var gert „Engu að síður, fólk ferðast og það eyðir ekki sömu peningunum tvisvar, svo mikið er víst.“ segir Andrés að lokum.
SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið.
25/11/2022 | Fréttir, Stjórnvöld
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá nóvember 2022
Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 21. október um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.
Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:
- Afganistan
- Albanía
- Alþýðulýðveldið Kórea
- Barbados
- Búrkína Fasó
- Cayman eyjar
- Filippseyjar
- Gíbraltar
- Haítí
- Íran
- Jamaíka
- Jemen
- Jórdanía
- Kambódía
- Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
- Malí
- Marokkó
- Mjanmar/Búrma
- Mósambík
- Níkaragva
- Pakistan
- Panama
- Sameinuðu arabísku furstadæmin
- Senegal
- Simbabve
- Suður-Súdan
- Sýrland
- Tansanía
- Trinidad og Tóbagó
- Tyrkland
- Úganda
- Vanúatú
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.
SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA
23/11/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 23.nóvember viðtal við forstöðukonu Rannsóknaseturs verslunarinnar RSV, Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur um kortaveltu landsmanna innan og utan landsteinanna.
Í viðtalinu segir Sigrún Ösp m.a. að greiðslukortanotkun Íslendinga hefur verið að aukast það sem af er þessu ári og er aukningin nær alfarið komin til vegna ferðalaga landsmanna út í heim. Þá bendir hún á að þrátt fyrir að kortanotkun innanlands standi nánast í staðámilli ára þá þurfi kaupmenn ekki að kvíða jólavertíðinni fram undan. „Það hefur verið mikill kraftur í einkaneyslunni á árinu en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar á þessu ári sé frekar drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og af aukinni veltu erlendis, en utanlandsferðum Íslendinga hefur fölgað mikið í ár. Kortaveltan gefur til kynna að einkaneysla verði áfram kröftug út árið,“ segir hún.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
23/11/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Í fjölmiðlum
Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu tók á móti alþjóðlegri viðurkenningu WEF Women Economic Forum undir liðnum Excellece in Entrepreneurship fyrir störf sín við hátíðlega athöfn sem haldin var á Möltu laugardaginn 5.nóvember s.l.
World Economic Forum eða WEF „Excellence in Entrepreneurship“ viðurkenningin er veitt leiðtogum sem hafa staðið uppúr með sinni sérstöku sýn, áræðni, frumkvöðlastarfsemi og eru leiðtogar sem eru öðrum fyrirmynd, hvatning og leiðarljós í umræðu og fræðslu sem þarf til að leiða næstu framtíðarskref í meira meðvitaðri og valdefldandi leiðtogastörfum.
„Samtökin eru stolt af því að hafa meðal starfsfólks síns einstaklinga sem hafa skarað fram úr með þeim hætti sem Rúna hefur gert og óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ við þetta tækifæri.
Meðal þeirra sem hafa hlotið WEF viðurkenninguna til þessa má nefna:
H.E Marie-Louise Coleiro Preca, fyrrum forseti Möltu;
H.E. Laura Chinchilla Miranda, fyrrum forseti Costa Rica (2010-2014);
H.E. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslands (1980-1996);
H.E Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada
H.E. Julia Gillard, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu (2010–2013)
H.E. Maria Fernanda Espinosa Garces, forseti UN General Assembly, Ecuador
H.E. Marta Lucía Ramírez, varaforseti Kólumbíu
HE Dr Jehan Sadat, fyrrum forsetafrú Egyptalands
H.E. Dr. Gertrude I. Mongella, fyrrum forseti Tanzaníu
H.E. Cherie Blair, stofnandi, Cherie Blair Foundation Bretlandi
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
andres(hja)svth.is
Fréttatilkynning – WEF viðurkenning 2022