Sumarlokun SVÞ
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa SVÞ lokuð dagana 11. júlí til 1. ágúst (að báðum dögum meðtöldum). Skrifstofan verður opnuð á ný þriðjudaginn 2. ágúst 2022.
Njótið sumarsins!
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa SVÞ lokuð dagana 11. júlí til 1. ágúst (að báðum dögum meðtöldum). Skrifstofan verður opnuð á ný þriðjudaginn 2. ágúst 2022.
Njótið sumarsins!
European e-Commerce hefur nýlega gefið út skýrslu um stöðu netverslana í Evrópu.
SMELLTU > European E-Commerce Report 2022 til að hlaða niður skýrsluna.
„Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós“ bendir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu um hugsanlegar afleiðingar af hækkun matvöruverðs í viðtali hjá RÚV í dag.
SMELLTU HÉR FYRIR ALLT VIÐTALIÐ.
Mynd: RÚV
Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu.
Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum:
„Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.
Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:
Dagskrá verður birt er nær dregur.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður frá könnun um notkun íslenskra greiðslukorta í maí 2022. Þar kemur m.a. fram að velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga. Heildar greiðslukortavelta* í maí sl. nam tæpum 106,8 milljörðum kr. og jókst um 23,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 87,7 milljörðum kr. í maí sl. og jókst um 8,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 46,5 milljörðum kr. í maí sl. sem er 0,23% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í netverslun nam 3,3 milljörðum kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 8,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,1 milljarði kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 20% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Morgunblaðið fjallar í dag um skiptar skoðanir á frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra flutti fyrir Alþingi 25. maí sl. samkvæmt framkomnum umsögnum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), Félagi atvinnurekenda (FA), Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) o.fl.
Markmið frumvarpsins er að heimila þrönga undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis með því að heimila smærri áfengisframleiðendum sem uppfylla ákveðin skilyrði laganna að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.
Frumvarp sama efnis hefur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki afgreitt. Núverandi frumvarp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna umsagna sem bárust við frumvarpið í fyrra.