23/12/2022 | Fréttir
ATH! Skrifstofa SVÞ verður lokuð frá 24.desember til og með 27.desember 2022.
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu sendir félagsfólki sínu óskir um gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári.
Starfsfólk SVÞ
Andrés, Benedikt, María Jóna, Ragna Vala og Rúna
16/12/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Innherji birtir í dag grein eftir Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ Samtaka verslunar og þjónustu undir heitinu Í vasa hvers?
Þar vísar Benedikt m.a. í hádegisfréttir Bylgjunnar, hinn 13. desember síðastliðinn, gagnrýndi formaður Samfylkingarinnar stuðning stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í viðtalinu lét hún í ljós afstöðu sem var efnislega á þá leið að svokölluð leigubremsa væri nauðsynleg svo komið yrði í veg fyrir að boðuð 13,8% hækkun húsnæðisbóta færi að öllu leyti til leigusala. Í sama fréttatíma sagði þingmaður Flokks fólksins efnislega að húsnæðisbætur ýttu undir hækkanir og gaf í skyn að þær væru í raun fé sem rynni beint til leigusala.
Athygli vekur að hvorki formaðurinn né þingmaðurinn nefndu framboðsskort á húsnæði sem rót hækkunar húsnæðiskostnaðar.
Þá heldur Benedikt áfram og segir; Skilja verður formanninn og þingmanninn þannig að með leigubremsu sé átt við það sem hefur verið nefnt leiguþak, eða á ensku rent control. Þar er á ferðinni eitt umdeildasta fyrirbæri leiguréttar þar sem í sögunni er að finna dæmi um að tilvist leigubremsu hafi til lengri tíma litið fækkað leiguhúsnæði í tilteknum borgum um allt að 15%. Auðsætt er að slík niðurstaða mundi gagnast fáum. Orð þeirra má einnig skilja þannig að húsnæðisbætur séu óþarfar sé litið til hagsmuna leigjenda. Má jafnvel, með skreytni, skilja þær þannig að það sé í raun formsatriði að greiða húsnæðisbætur til leigjenda, einfaldara væri að greiða fjárhæðir þeirra beint til leigusala. Slíkur skilningur endurspeglar raunveruleikann hins vegar ekki vel.
Fyrir það fyrsta eru fjölmargir þættir sem jafnan hafa áhrif á rekstrarforsendur leigusala, meðal annars viðhaldskostnaður, fasteignagjöld, kostnaður vegna trygginga, breytingar á húsgjöldum og breytingar á öðrum kostnaði. Þá getur fjárhæð húsaleigu tekið mið af því hvort sett sé trygging fyrir skilvísri greiðslu eður ei og hvort leiga hafi verið greidd fyrirfram. Í öðru lagi eru flestir húsaleigusamningar gerðir til nokkurs tíma, þeim þinglýst og engin dæmi virðast um að í þeim sé kveðið á um að leigufjárhæð breytist til samræmis við breytingar á húsnæðisstuðningi.
Í þriðja lagi er það ófrávíkjanleg regla húsaleigulaga að þrátt fyrir að aðilum sé frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvernig hún skuli breytast á leigutíma skuli hún vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja. Þar gildir það meginviðmið að markaðsleiga sambærilegs húsnæðis skuli lögð til grundvallar ásamt atriðum á borð við almennan húsnæðiskostnað, staðsetningu, ástand og gerð eignar, endurbætur og viðhald, leigutíma og fyrirframgreidda leigu. Í framkvæmd hefur því verið slegið föstu að leigusala sé ekki heimilt að hækka leigufjárhæð einhliða á leigutíma nema að því leyti sem kveðið er á um í leigusamningi. Strangar kröfur eru gerðar til leigusala þegar kemur að hækkun leigu á leigutíma þó hún sé heimil samkvæmt húsaleigusamningi.
Í fjórða lagi þarf að horfa til þess að þegar samið hefur verið um húsaleigu er samningurinn annað hvort tímabundinn eða ótímabundinn. Sé hann ótímabundinn er sex mánaða lágmarksuppsagnarfrestur lögbundinn í tilviki íbúðarhúsnæðis en tólf mánaða frestur sé samningurinn til lengri tíma en tólf mánaða í tilviki leigusala sem leigja íbúðarhúsnæði í atvinnuskyni.
Húsaleigusamningar eru gagnkvæmir og jafnan gerðir í ljósi þess að báðir aðilar telja sig betur setta en án þeirra. Það eru hagsmunir beggja að hið leigða húsnæði sé vel úr garði gert og endurspeglar leigufjárhæð jafnan slíka stöðu. Það eru jafnframt hagsmunir beggja að framboð leiguhúsnæðis sé nægt. Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna. Hins vegar er alveg ljóst að framboð á húsnæði er ekki nægilegt.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA Á INNHERJA
14/12/2022 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Ný greining frá RSV Rannsóknasetri verslunarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, sýndi að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store).
Það sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvembermánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020.
Rúmlega 4,9% af kortaveltu á staðnum í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11 á Black Friday. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2% á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4% af kortaveltu á staðnum fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttadaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 milljarða kr. hvern afsláttadag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarður kr. aðra daga mánaðarins.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RSV
12/12/2022 | Fréttir, Verslun, Þjónusta
Brú að bættum lífskjörum fyrir allt að 80.000 manns.
Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
„Samningar Samtaka atvinnulífsins við SGS annars vegar og VR, LÍV og samflot iðnaðarmanna hins vegar munu byggja undir áframhaldandi lífskjarabata og endurnýja stöðugleika. Það er tilgangurinn og það verkefni sem við höfum verið að fást við, beggja vegna samningaborðsins, síðustu vikur og mánuði,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins við undirritun samningsins.
Í frétt frá Samtökum atvinnulífsins segir m.a. að með undirritun samningsins í dag hefur SA samið við stærstu félögin á almennum vinnumarkaði sem samanstanda af meira en 80 þúsund manns, en líkt og kunnugt er náðust samningar milli SA og SGS í síðustu viku. Efling stendur ein utan sáttar og sem fyrr standa vonir til að ná samningum við þau fyrr en síðar.
Grundvöllur fyrirsjáanleika á óvissutímum
Þá segir einnig að meginviðfangsefni skammtímasamninganna er að verja þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum og tryggja grundvöll áframhaldandi lífskjarabata á komandi misserum. Í ljósi krefjandi efnahagslegra aðstæðna, sem einkum hafa einkennst af mikilli verðbólgu og vaxtahækkunum, er mikilvægt að samningar aðila vinnumarkaðarins hafi þau skýru markmið að styðja við kaupmátt og að jafnvægi náist sem fyrst í hagkerfinu. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma er það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum – fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Þá hafa stjórnvöld gefið fyrirheit um tilteknar aðgerðir í tengslum við skammtímasamninga, ekki síst til að styrkja stöðu þeirra sem minnst hafa.
Markmið fyrrnefndra samninga er að styðja við kaupmátt launafólks og brúa bil yfir í nýjan langtímasamning í anda Lífskjarasamningsins. Þar var áhersla lögð á að tryggja efnahagslega velsæld og aukna verðmætasköpun, bæta lífskjör og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA FRÉTT Á SA.IS
12/12/2022 | Fréttir, Umhverfismál
Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 þann 15. desember 2022 n.k. kl. 14:00.
Fundinum verður einnig streymt og hlekkur á streymið kemur hér á vefinn þegar nær dregur. Úrvinnslusjóður hvetur alla sem ætla að koma til að skrá sig á viðburðinn og hvetur gesti til að nýta umhverfisvænni samgöngur s.s. hjóla, ganga, almenningssamgöngur eða samnýta bíla.

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU!
01/12/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun
Í árlegri könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar settu 55% neytenda bækur og spil á óskalistann sinn fyrir þessu jól.
Íslenskar bækur og spil! Jólagjöf ársins í ár er vinsæl meðal neytenda, selst alltaf vel fyrir jól og fellur einstaklega vel að tíðaranda sem kallar á aukinn léttleika og skemmtun. Jólagjöf ársins í ár fær okkur til að tala saman, spila saman og lesa saman sem hjálpar okkur að hlúa betur að hvort öðru og tungumálinu okkar.
Í frétt af vefsíðu RSV segir að eitt af árlegum verkefnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er val á jólagjöf ársins. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla sem og að vekja athygli á verslun í landinu.
Í fyrra var það jogging gallinn, en nú er komið að bókum og spilum.
SMELLTU HÉR til að lesa alla fréttina frá RSV