Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2022

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2022

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september.

Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu.

Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum:

„Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.

Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.

Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

  • Umhverfisfyrirtæki ársins
  • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
  • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
  • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
  • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
  • Innra umhverfi er öruggt
  • Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
  • Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
  • Framtak ársins
  • Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
  • Hefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif*Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Dagskrá verður birt er nær dregur.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

SMELLTU HÉR FYRIR ALLA FRÉTTINA

RSV | Velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga

RSV | Velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður frá könnun um notkun íslenskra greiðslukorta í maí 2022.   Þar kemur m.a. fram að velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga.  Heildar greiðslukortavelta* í maí sl. nam tæpum 106,8 milljörðum kr. og jókst um 23,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 87,7 milljörðum kr. í maí sl. og jókst um 8,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 46,5 milljörðum kr. í maí sl. sem er 0,23% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í netverslun nam 3,3 milljörðum kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 8,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,1 milljarði kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 20% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ALLA SKÝRSLUNA

SVÞ kallar eftir stefnubreytingu í áfengismálum

SVÞ kallar eftir stefnubreytingu í áfengismálum

Morgunblaðið fjallar í dag um skipt­ar skoðanir á frum­varpi til laga um breyt­ingu á áfeng­is­lög­um sem Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra flutti fyr­ir Alþingi 25. maí sl. sam­kvæmt fram­komn­um um­sögn­um frá Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins (ÁTVR), Fé­lagi at­vinnu­rek­enda (FA), Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) o.fl.

Mark­mið frum­varps­ins er að heim­ila þrönga und­anþágu frá einka­leyfi ÁTVR á smá­sölu áfeng­is með því að heim­ila smærri áfeng­is­fram­leiðend­um sem upp­fylla ákveðin skil­yrði lag­anna að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað.

Frum­varp sama efn­is hef­ur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki af­greitt. Nú­ver­andi frum­varp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna um­sagna sem bár­ust við frum­varpið í fyrra.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Aðalfundur Bílgreinasambandsins 9.júní n.k.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins 9.júní n.k.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn 9.júní n.k. kl: 12:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Fundarsalur: Hylur, 1.hæð.
Boðið verður upp á léttar veitingar

Fundur er eingöngu ætlaður félagsmönnum og starfsfólki þeirra, nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf:
– Skýrsla stjórnar
– Reikningar bornir upp til samþykktar
– Kosning stjórnar og varamanna
– Lagabreytingar
– Önnur mál

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á AÐALFUNDINN

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða sé fyrir, fær vart staðist.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifar grein í Innherja í dag þar sem hann bendir m.a. á að það geti ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði.

Þá bendir Jón Ólafur einnig á að enn á ný beinist atyglin að þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrir það fyrsta getur það ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Að fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða er fyrir, hafi svo víðtæk áhrif á þennan skattstofn fær vart staðist. En það er þó fyrst og fremst skattprósentan sem aðkallandi er að breytist.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.

Í fréttinni segir m.a.

Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.

Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA