18/10/2022 | Fréttir, Verslun
RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar til innlendra verslana eftir tillögum að jólagjöf ársins!
Nú er komið að hinu árlega verkefni RSV um jólagjöf ársins!
Jogging gallinn varð fyrir valinu í fyrra en hvað verður í jólapakkanum í ár?
Verkefnið fer þannig fram að upplýsinga er aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV, sem skipaður er völdum neytendafrömuðum, mun svo koma saman og velja jólagjöf ársins út frá gefnum upplýsingum og forsendum.
Niðurstaðan verður að þessu sinni birt þann 1. desember nk.
Til að fá upplýsingar um hvaða vörur seljast best í aðdraganda jóla leitum við til ykkar sem rekið verslanir í landinu. Við tryggjum að gagnaskil fari fram með einföldum hætti svo þátttaka verði sem minnst íþyngjandi.
Við hvetjum ykkur til að taka þátt! Hverjar verða þrjár mest seldu vörurnar í þinni verslun á tímabilinu 1. október til 20. nóvember?
Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á netfangið rsv@rsv.is. Tilkynning um þátttöku skal innihalda upplýsingar um nafn verslunar og tengilið hennar.
Þátttakendur fá sendar upplýsingar um vefform fyrir gagnaskil í tölvupósti. Einnig er hægt að óska eftir símtali og skila þannig upplýsingunum munnlega. Gagnaskil fara fram dagana 21.-24. nóvember nk.
13/10/2022 | Fréttir, Umhverfismál, Upptaka
Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu ræðir við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar og Huga Hreiðarsson frá Efnisveitunni undir yfirskriftinni Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi.
Október er eyrnamerktur umhverfismálum hjá Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum og í ár er sjónum beint að hringrásarhagkerfinu undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Hvern þriðjudag og fimmtudag í október njótum við 20 mínútna áhorfs á Samtöl atvinnulífsins þar sem hver atvinnugrein ræðir áskoranir og tækifæri í hringrásarhagkerfinu. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.
Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.
Sjá aðra Hlaðvarpsþætti í október 2022 hjá Samtökum atvinnulífsins – HÉR!
11/10/2022 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir heildargreiðslukortuveltu í september s.l.
Heildar greiðslukortavelta* í september sl. nam rúmum 111,2 milljörðum kr. og jókst um 18,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis hefur ekki mælst hærri í septembermánuði, að nafnvirði, frá upphafi mælinga árið 2012. Aðeins einu sinni hefur ferðamannaveltan í september mælst hærri að raunvirði, það var árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna nam tæpum 26,8 milljörðum kr. í september sl. og dróst saman um tæp -29,4% á milli mánaða en jókst um 45% á milli ára. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 38,6% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í september sl. Þjóðverjar komu næstir með 6,7% og svo Bretar með 6,6%.
Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 84,4 milljörðum kr. í september sl. og jókst um 11,9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 42,9 milljörðum kr. sem er 5,28% meira en á sama tíma í fyrra. Innlend kortavelta í þjónustu nam tæpum 41,5 milljarði kr. og jókst hún um tæp 19,8% á milli ára.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA SKÝRSLUNA
05/10/2022 | Fréttir, Umhverfismál
,,Kolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum”
Á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag 5.október var Norðuráli veitt viðurkenninguna: Umhverfisfyrirtæki ársins 2022.
Mynd: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitir forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. F.v. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála og Gunnar Guðlaugsson, forstjóri.
SJÁ NÁNARI FRÉTT Á SA.IS
NORÐURÁL er umhverfisfyrirtæki ársins 2022 from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
05/10/2022 | Fréttir, Umhverfismál
Útskipti framrúðu hefur í för með sér um 24.000 sinnum meiri losun en viðgerð á framrúðu.
Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í dag 5.október. Þar veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands forsvarsfólki Sjóvá verðlaun Umhverfisframtak ársins 2022.
Á mynd: Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjóna, Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna, Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri eignatjóna og Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra.
SJÁ NÁNARI FRÉTT INNÁ SA.IS
05/10/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Umhverfismál
Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær. Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.
Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.
Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.
Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is
Mynd: frá Brimborg.is