RÚV | Ekkert bendir til að dragi úr verðhækkunum á næstunni

RÚV | Ekkert bendir til að dragi úr verðhækkunum á næstunni

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í fréttaviðtali hjá RÚV rétt í þessu að ekkert benda til þess að það dragi úr verðhækkunum næstu mánuði. Hrávöruverð á heimsmörkuðum sé í sögulegu hámarki. Seðlabankinn eigi engin tól gegn því.

Þá benti Andrés á að heimsmarkaðsverð á hrávöru, hvaða nafni sem hún nefnist, hefur hækkað fordæmalaust á einu og hálfu ári. Þar sé skýringa að leita á hækkun vöruverðs. Verðbólgudraugurinn hafi vaknað á ólíklegustu stöðum, jafnvel í Þýskalandi sem þekkt sé fyrir flest annað en verðbólgutölur. Hann segir samtökin margsinnis hafa bent á hvað væri í aðsigi og nú komi verðbólgan í andlitið á okkur.

„Við höfum ekki séð svona hækkanir á friðartímum, það er bara þannig. Allir indexar, allar vísitölur, allar hrávöruvísitölur staðfesta það. Það getur engum dottið það í hug að fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá, hvaða nafni sem þau nefnast, geti tekið þetta á sig. Það er skrifað í skýin að þegar svona miklar hækkanir verða á innkaupsverði þá hefur það áhrif á verðlag, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum“ bætir Andrés við.

SJÁ FRÉTT Á RÚV HÉR

COVID reglur frá og með miðnætti í kvöld.

COVID reglur frá og með miðnætti í kvöld.

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra tek­ur gildi á miðnætti og fel­ur í sér eft­ir­tald­ar breyt­ing­ar:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fari úr 10 í 50 manns.
  • Nánd­ar­regla fari úr 2 metr­um í 1 metra.
  • Óbreytt grímu­skylda, sem tek­ur þó al­mennt mið af nánd­ar­reglu.
  • Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði verði heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.
  • Íþrótta­keppn­ir verði áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um og áhorf­end­ur séu leyfðir á ný.
  • Há­marks­fjöldi í versl­un­um geti mest orðið 500 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spila­stöðum og spila­köss­um verði heim­ilað að opna á ný.
  • Veit­inga­stöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verði gert að yf­ir­gefa staðina kl. 00.00.
  • Á sitj­andi viðburðum verði heim­ilt að taka á móti allt að 500 gest­um í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nánd­ar­reglu milli óskyldra aðila auk grímu­skyldu. Ekki verði þörf á hraðpróf­um.
  • Í skól­um verði óbreytt­ar tak­mark­an­ir, þó þannig að þær verði aðlagaðar fram­an­greind­um til­slök­un­um eft­ir því sem við á.
  • Reglu­gerðin gildi í tæp­ar fjór­ar vik­ur til og með 24. fe­brú­ar.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu seg­ir að ráðherra hafi vikið lít­il­lega frá til­lög­um sótt­varna­lækn­is, þ.e. með því að láta nýju regl­urn­ar taka gildi fyrr, lengja opn­un­ar­tíma veit­ingastaða um tvær klukku­stund­ir í stað einn­ar og hækka há­marks­fjölda í versl­un­um.

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.  Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.

Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.

SJÁ GREIN INNHERJA HÉR

Ert þú alveg kjörin/n í stjórn SVÞ?

Ert þú alveg kjörin/n í stjórn SVÞ?

Viltu hafa áhrif á mótun samfélagsins?

Hagsmunagæsla á tímum mikilla breytinga

Síðustu tvö ár hafa fyrirtæki í verslun og þjónustu fengist við miklar áskoranir. Heimsfaraldur og sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda kalla sífellt á ný viðfangsefni og vinnubrögð. Brestir í aðfangakeðjunni, erfiðar aðstæður á flutningamarkaði og eftirspurnarbreytingar hafa breytt rekstraraðstæðum. Fordæmalausar hækkanir hráefnisverðs og flutningskostnaðar hafa blasað við nær öllum fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Útlit er fyrir hallarekstur ríkissjóðs næstu ár en viðbúnar eru breytingar á forsendum stefnu opinberra fjármála. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Sjaldan hefur verið mikilvægara að aðildarfyrirtæki SVÞ leggi sitt af mörkum á vettvangi samtakanna.

Með setu í stjórn SVÞ gefst þér tækifæri á að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu.

Ertu ekki alveg kjörin/n?

LEITAÐ ER TILLAGNA UM FJÓRA MEÐSTJÓRNENDUR Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.

  • Þrír stjórnarmenn taka sæti til næstu tveggja starfsára og einn til eins árs.
  • Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.

Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar. Aðalfundur verður haldinn 17. mars nk.

Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.

  • Formaður SVÞ til loka næsta starfsárs, 2022/2023 er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf. 

Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2022/2023:

  • Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf.
  • Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.

Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Einn meðstjórnandi mun ganga úr stjórninni á næsta aðalfundi og í hans stað þarf að kjósa nýjan meðstjórnanda til eins árs.

Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is

Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 23. febrúar 2022.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.

Kjörnefnd SVÞ

#TökumSamtalið  | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

#TökumSamtalið | Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

FRÉTTATILKYNNING
Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja

Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.

Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

„Við lifum á miklum umbreytingatímum. Á slíkum tímum skapast tækifæri til að horfa innávið og skoða fyrir hvað við stöndum og hvernig látum við gildin okkar endurspeglast bæði í orði og athöfnum? Fyrsta skrefið til breytinga er að taka samtalið. Því vill SVÞ hvetja leiðtoga til aðgerða sem stuðla að nærandi fyrirtækjamenningu fyrir alla.“ Segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.

SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.

Hinn 26.janúar nk. mun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi halda fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað verður ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.

SKRÁNING HÉR

Hinn 2. febrúar nk. mun Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, standa fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Skoðum hvað er til ráða og veltum upp spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?

SKRÁNING HÉR

_____
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500