Stafræni hæfnisklasinn með morgunfræðslu 5.apríl n.k.

Stafræni hæfnisklasinn með morgunfræðslu 5.apríl n.k.

Leggjum af stað í stafræna vegferð – hverju þarf að huga að?

Þriðjudagurinn 5.apríl n.k. kl. 09:00 – 10:00

Dagskrá:

Áður en fyrirtæki leggja af stað í sína stafrænu vegferð þarf að huga að ákveðnum þáttum til þess að vera viss um að réttu skrefin séu tekin á réttum tíma í rétta átt. Mikilvægt er að undirbúa slíka vegferð vel með viðkomandi teymum innan fyrirtækja eða með því að fá utanaðkomandi ráðgjöf.

Fyrirlesari:
Linda Lyngmo – ráðgjafi hjá Júní

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

__________________________________
Stafræni hæfnisklasinn er samstarfsverkefni SVÞ, HR og VR

Fréttatilkynning | Bílgreinasambandið (BGS) sameinast  Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ)

Fréttatilkynning | Bílgreinasambandið (BGS) sameinast Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ)

Samtök verslunar og þjónustu sendir í dag eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla:

Í upphafi árs 2021 ákváðu stjórnir Bílgreinasambandsins og SVÞ að hefja náið samstarf á hagsmunasviðinu með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka.

Umbreyting í rekstrarumhverfi fyrirtækja kallar á samvinnu

Kveikjan að þessu nána samstarfi var sú að rekstrarumhverfi fyrirtækja í bílgreinum, í verslun og í þjónustu almennt verður sífellt flóknara, með auknum kröfum af margvíslegu tagi sem m.a. leiða til aukinna samskipta við stjórnsýsluna. Samvinna eflir þessi samskipti, eykur þjónustu og upplýsingagjöf og er til mikillar hagræðingar fyrir félagsmenn. Hún er ekki síður hagræðing fyrir stjórnsýsluna sem þarf þá að taka við færri umsögnum sem oftar en ekki eru efnislega sambærilegar. Sífellt hraðari tækniþróun kallar á aukna fræðslu og menntun sem samtökin geta eflt enn frekar með samvinnu.

Í ljósi reynslunnar af góðu samstarfi milli SVÞ og BGS ákváðu stjórnir samtakanna að tillaga um sameiningu yrði lögð fyrir aðalfundi samtakanna.  Niðurstaða auka aðalfundar BGS (Bílgreinasambandsins) þann 17. febrúar s.l.var einróma samþykki sameiningar við SVÞ. Á aðalfundi SVÞ sem fór fram 17.mars s.l. var endahnúturinn hnýttur með einróma samþykki stjórnar SVÞ. Sameiningin tekur formlega gildi frá og með deginum í dag, 1.apríl 2022.

„Við sjáum fram á áframhaldandi samlegðarávinning á fjölmörgum sviðum. Samskipti við stjórnsýsluna verða markvissari og öflugri, og að félagsmenn Bílgreinasambandsins munu njóta áfram góðs af aðgengi að fræðsludagskrá SVÞ. Við erum spennt fyrir áframhaldinu og væntum mikils af þessu samstarfi,” segir Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins við tækifærið.

Jón Ólafur Halldórsson formaður SVÞ, fagnar staðfestingu á sameiningunni, enda ljóst að með því að BGS sameinist Samtökum verslunar og þjónustu verði samtökin enn sterkara hagsmunaafl fyrir félagsmenn sína. „Í ljósi mikilla breytinga í fyrirtækjarekstri og nýjum áskorunum á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar fögnum við þessari sameiningu og hlökkum til að byggja enn frekar upp tengsl og ávinning fyrir alla hagsmunaaðila“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA fagnar þessum tímamótum. „Með sameiningu BGS og SVÞ fá félagsmenn Bílgreinasambandsins aðgang að öflugri þjónustu SVÞ og SA um leið og samtökin sjálf fá liðsstyrk öflugra nýrra félagsmanna. Við fögnum þessari sameiningu og teljum hana til heilla fyrir alla aðila og ánægjulegt að yfir 100 fyrirtæki innan bílgreinar bætist í sterkan hóp fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins.“

____________________________

Nánari upplýsingar veita:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins
Sími: 568 1550

Fréttatilkynning Sameining SVÞ og BGS 2022

Menntadagur atvinnulífsins 25.apríl n.k.

Menntadagur atvinnulífsins 25.apríl n.k.

Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl n.k. en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.

Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað í forrými þar sem öflugir aðilar úr atvinnulífinu kynna sig.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?

Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.

Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;

  • Hvað er Framfaravogin?
  • Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
  • Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?

Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.

ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 haldinn 31.mars 2022

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 haldinn 31.mars 2022

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 verður haldinn fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 16:00

Staður: Fundarsalurinn Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Skráning fer fram hér fyrir neðan:

Dagskrá:

  • Kl: 15.50 Húsið opnar
  • Kl: 16.00 Málstofa – öllum opin
    • Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
    • Gestur: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
    • Almennar fyrirspurnir og umræður
  • Kl: 17.00
    Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja opinn fulltrúum aðildarfélaga
  1.  Setning fundar
  2. Skipun fundarstjóra
  3. Skipun ritara
  4. Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
  5. Stjórnarkjör:
    1. a) Kjör formanns
    2. b) Kjör tveggja meðstjórnend
    3. c) Kjör tveggja varamanna
  6. Önnur mál

    SMELLTU HÉR FYRIR SKRÁNINGU

Umsögn SVÞ um frumvarp til laga um leyfi á netverslun með áfengi.

Umsögn SVÞ um frumvarp til laga um leyfi á netverslun með áfengi.

Morgunblaðið fjallar í dag um umsagnir SVÞ við frumvarp Hildar Sverrisdóttur og fjögurra meðflutningsmanna á Alþingi um leyfi á netverslun með áfengi.  En afar skipt­ar skoðanir eru á hvort leyfa á slíka verslun. Lagt er til í frum­varp­inu að heim­ilað verði að starf­rækja vef­versl­un með áfengi í smá­sölu til neyt­enda.

Þar segir: „Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) segja að með samþykkt frum­varps­ins yrði tekið eðli­legt skref, og aukn­ar lík­ur á að inn­lend versl­un fái að þró­ast í sam­hengi við er­lenda þróun. Eng­inn vafi ríki á um heim­ild­ir er­lendra vef­versl­ana til að selja ís­lensk­um neyt­end­um áfengi og eng­ar tak­mark­an­ir séu held­ur á heim­ild­um neyt­enda til þátt­töku í slík­um viðskipt­um. Slík net­versl­un virðist hafa dafnað á tím­um heims­far­ald­urs­ins en einka­leyfi ÁTVR feli í sér skorður á at­vinnu­frelsi og það sé „und­ir háþrýst­ingi um þess­ar mund­ir“.

SJÁ HEILDARFRÉTT INNÁ MBL