Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 4. mars um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 956/2020, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í mars kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Bahamaeyjar
Barbados
Botsvana
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Ghana
Haítí
Írak
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Malí
Malta
Marokkó
Máritíus
Mjanmar/Búrma
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður-Súdan
Sýrland
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA

Viðskiptablaðið | Afhverju spyr ég? Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ

Viðskiptablaðið | Afhverju spyr ég? Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ

Viðskiptablaðið fjallar í dag um ræðu Jóns Ólafs Halldórssonar, formann Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), á ráðstefnu samtakanna Virkjum hugann! 360°sjálfbærni fyrr í dag og gerði eftirlitstofnunum að umræðuefni sínu.

„Eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt í atvinnulífinu er nauðsynlegt,“ segir Jón. Hann bætir við að ríkisstjórnin og flestir atvinnurekendur séu sammála um að hægt sé að gera skýrari reglugerðir en eru í dag og auk þess að einfalda eftirlit með því að þeim sé framfylgt á samræmdan hátt. Eftirlitsiðnaður sé þannig eins og „illviðráðanlegur frumskógur þar sem erfitt er að rata og gengur lítið að komast út úr þótt vilji sé fyrir hendi.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

 

 

Ný stjórn SVÞ 2022-2023!

Ný stjórn SVÞ 2022-2023!

Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda og einn til eins árs. Alls bárust fimm framboð.

Réttkjörin í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára eru: Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðis Eimskips og Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf.

Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er; Óskar Sigurðsson, viðskipafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.

Fulltrúi Bílgreinasambandsins í stjórn SVÞ næsta starfsár verður Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

Formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga var á síðasta ári endurkjörinn til 2023.

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2022-2023:
  • Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
  • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
  • Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
  • Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
  • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
  • Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf og
  • Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

„Verkefnin framundan eru fjölbreytt og krefjandi, um leið og við þökkum fráfarandi stjórn fyrir sín störf bjóðum nýtt stjórnarfólk velkomið til starfa og hlökkum til að eiga með þeim farsælt samstarf á nýju starfsári.“

Nánari upplýsingar veitir:

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

________________

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR 2021-2022

Ísland eftirbátur samanburðalandanna í stafrænni þróun.

Ísland eftirbátur samanburðalandanna í stafrænni þróun.

Ísland er langt á eftir því sem er að gerast í samanburðarlöndunum hvað varðar stafræna þróun í verslunar- og þjónustugeiranum.

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 19:00 í kvöld.

„Það er skylda okkar að stíga rækileg skref svo við verðum ekki áfram eftirbátur samanburðarlandanna hvað þetta varðar. Í grunninn snýst þetta um að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar,“ segir Andrés og bætir við að Samtök verslunar og þjónustu hafi lagt mikla áherslu á þennan málaflokk á undanförnum misserum.

Sjá allt viðtalið við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ inná HRINGBRAUT
SMELLIÐ HÉR! (hefst á 15:50)

Ráðstefna SVÞ | Virkjum hugann! 360°sjálfbærni

Ráðstefna SVÞ | Virkjum hugann! 360°sjálfbærni

VIRKJUM HUGANN  –  360°SJÁLFBÆRNI!

Hin árlega ráðstefna SVÞ verður loksins aftur haldin í raunheimum, 17.mars n.k. á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut.

____________________________________

DAGSKRÁIN 17.MARS 2022

14:00
Ávarp formanns SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson

14:10
Ávarp forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

14:20
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar:

Aðal fyrirlestur dagsins: Being an Outthinker
Kaihan Krippendorf, metsölurithöfundur og stofnandi OutThinkers

15:10
Fyrirlestur: Samstarf skóla og atvinnulífs – ávinningur allra?
Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands

Ráðstefnustjóri:
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff

Að lokinni ráðstefnu verður boðið uppá léttar veitingar.

_________________________________

Sjáumst á Hilton Nordica 17.mars n.k. kl: 14:00

ATHUGIÐ RÁÐSTEFNUNNI VERÐUR EKKI STREYMT!

Aðgangur er frír og allir velkomnir.  Skráning er nauðsynleg.
Vinsamlegast athugið að skráningu lýkur kl. 12 á hádegi þann 17. mars!

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!