01/10/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ, var í viðtalið í Atvinnulífinu á Vísi þann 30. september um herferð stjórnvalda og atvinnulífsins, Láttu það ganga.
Í viðtalinu ræddi hún um átakið og tilgang þess.
29/09/2020 | Fréttir, Greining
Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir september 2020. Í samantektinni má sjá verðlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði.
22/09/2020 | COVID19, Fréttir
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild hvetja starfsmenn fyrirtækja og stofnana til þess að gæta ítrustu sóttvarna næstu daga. Hvatt er til þess að fyrirtæki og stofnanir skipti upp rýmum, starfsmönnum sem geta sinni fjarvinnu geri það og að sameiginleg rými séu hreinsuð oft og vel. Mikilvægast af öllu eru þó einstaklingsbundnar sóttvarnir. Það er að þvo hendur oft, sótthreinsa og tryggja að minnsta kosti eins metra fjarlægð.
Mikil reynsla hefur skapast hjá fyrirtækjum og stofnunum síðustu mánuði þegar staða sem þessi hefur komið upp og þekkingin er svo sannarlega til staðar.
Á vef landlæknis eru leiðbeiningar um hvernig haga ber sóttvörnum við þessar aðstæður:
Leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra vegna COVID-19:
file:///C:/Users/jkj01/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/F4ZGC7EH/Lei%C3%B0beiningar%20um%20s%C3%B3ttvarnah%C3%B3lf%2006.08.2020%20GA.pdf
Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40393/Hanskar%20og%20gr%C3%ADmur_veggspjald_18.09.2020.pdf
Sýkingavarnir og þrif:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item43086/COVID-19%20s%C3%BDkingavarnir%20og%20%C3%BErif%2015.september2020.pdf
Stofnanir og fyrirtæki sem sinna ómissandi innviðastarfsemi:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41758/Lei%C3%B0beiningar%20til%20stofnana%20og%20fyrirt%C3%A6kja%20sem%20sinna%20%C3%B3missandi%20starfsemi%2022.07.2020.pdf
Á Covid.is er að finna kynningarefni sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt.
https://www.covid.is/kynningarefni
11/09/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Rætt var við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ á Vísi sl. miðvikudag í tilefni frumsýningar myndbandsins sem er hluti af kynningarherferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga.
Sjá má viðtalið og myndbandið hér:
Morguninn eftir var Andrés svo kominn í viðtal hjá þeim Heimi og Gulla á Bylgjunni til að ræða átakið. Hlustaðu á viðtalið hér: