26/09/2023 | Fréttir, Menntun, Verslun, Þjónusta
Á ráðstefnu SVÞ í mars s.l. 2023 undirrituðu formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson, tímamótasamstarfssamning sem snýr að markvissri vinnu að hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu til ársins 2030.
Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið sem verða í hávegum höfð með margvíslegum aðgerðum félaganna fram til ársins 2030.
Sí og endurmenntun verði fastur hluti í menningu fyrirtækja í verslun og þjónustu. Stefnt er að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki sér nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Horft er til þess að námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun með það að markmiði að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um.
Nýbúar á Íslandi og íslensk tunga. Sérstök áhersla verður lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að árið 2030 búi 80% þessa hóps yfir hæfni B1 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio). – Sjá samantekt á íslenskukennslu möguleikum hjá Fjölmenningasetri Vinnumálastofnunar .
Vottanir og viðurkennd fagbréf. Stefnt er að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsfólks eru árlega í virkri sí- og endurmenntun. Til að framfylgja samstarfssamningi þessum var settur saman samstarfshópur á vegum SVÞ og VR/LÍV sem vinnur að aðgerðaráætlun sem styður ötullega að framgangi samningsins og bregst við með mögulegum úrbótum á vegferðinni. Tekin eru mið af þeim þremur markmiðum sem sett hafa verið fram í samningnum og hafa nú þegar verið settar niður fyrirhugaðar aðgerðir sem framkvæmdar verða á komandi vikum.
Stöðukönnun á stjórnendur innan SVÞ og félagsfólk VR í verslun og þjónustugreinum. Stöðukönnun verður á haustmánuðum send á félagsfólk og stjórnendur, þar spurt verður um aðgengi, viðhorf og þátttöku til hæfniaukningar á vinnumarkaði og verður slík könnun send út reglulega á tímabilinu. Mikilvægustu hæfniþættir nútímans og komandi ára samkvæmt WEF verða kynntir á miðlum SVÞ og VR/LÍV og nánar útlistaðir félagsfólki og stjórnendum til frekari upplýsinga. Nánar er fjallað um hæfniþættina neðar í greininni. Upplýsingar um aðgengi og þá fjölbreytni á leiðum við að ná tökum á íslenskra tungu verða teknar saman á miðlægan grunn og þær upplýsingar öllum aðengilegar.
Sameiginlegt viðfangsefni í samfélagi fólks og fyrirtækja í verslunar-og þjónustugreinum. Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir hverju sinni. Lesa má samstarfssamninginn í heild sinni á vef SVÞ HÉR!
Hæfniþættir WEF 2023
World Economic Forum hefur fylgst náið með áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og gefið út 10 mikilvægustu hæfniþætti á vinnumarkaði frá árinu 2016. Nýjasta skýrsla WEF kom út 30. apríl 2023 sl. og byggir á könnun og sjónarmiði starfsfólks og stjórnenda 803 fyrirtækja sem mynda heimsþverskurð atvinnurekenda og starfa þeim tengdum. Könnunin byggir á svörum um stefnur, atvinnu- og tækniþróun og áhrif þeirra á störf, færni og vinnuafl yfir tímabilið 2023-2027. Út frá niðurstöðum skýrslunnar uppfærir WEF mikilvægustu hæfniþættina fyrir komandi tímabil. Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna fram á umbreytingu starfa og fyrirtækja og talsverð áhrif á færni launfólks þeim tengdum. Mikilvægustu framtíðarhæfniþættina 2023 má sjá á myndinni. World Economic Forum – Hæfnisþættir 2023 
12/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Stafræna umbreytingin, Umhverfismál
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks.
Talaði Andrés m.a. útfrá McKinsey & EuroCommerce skýrslunni sem kom út á haustmánuðum 2022 [Smella hér fyrir skýrsluna] en á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ sem haldin verður á Hilton, Nordica Hóteli n.k. fimmtudag, 16.mars n.k. verður kafað nánar ofaní þessi þrjú áherslumál samtakanna.
[SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ & SKRÁNINGU Á RÁÐSTEFNU]
[SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTAL Á SPRENGISANDI]

03/01/2023 | Fréttir, Menntun
Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – Lykill að framsæknu atvinnulífi.
Menntamorgnar hefja göngu sína á ný fimmtudaginn 5. janúar kl. 09:00-10:00 undir yfirskriftinni Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – Lykill að framsæknu atvinnulífi.
Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks, fjallar þar um tilnefningarferli menntaverðlaunanna og hvernig fyrirtæki geta sett sér skýr markmið í menntamálum.
Þá koma verðlaunahafar fyrri ára og fara yfir áherslur sínar í menntamálum innan fyrirtækjanna; Knútur hjá Friðheimum og Gunnar Egill hjá Samkaupum.
Fundurinn er hugsaður sem hvatning fyrir fyrirtæki og upptaktur að Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram 14. febrúar nk.
SA og öll aðildarsamtök standa að menntamorgnum sem og Menntadegi atvinnulífsins.
Dagur: fimmtudagurinn 5.janúar 2023
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Tími: 09:00 – 10:00
Öll velkomin.
Skráning í mætingu eða streymi hér:
https://www.sa.is/starfsemin/vidburdir/6184037122211a
02/01/2023 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Menntun
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar 2023. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Einungis skráðir aðildarfélagar SA eru gildir með tilnefningu.
Tilnefningar sendist í tölvupósti til Samtaka atvinnulífsins á verdlaun@sa.is, eigi síðar en mánudaginn 23. janúar n.k.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum;
Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:
- að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
- að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
- að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
- að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:
- að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
- samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.
Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
________________
Samkaup hlutu menntaverðlaun atvinnulífsins 2022. F.v. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
06/09/2022 | Greinar, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Bóas Hallgrímsson, varamaður í stjórn SSSK skrifar grein sem birtist á VÍSI.is í dag 6.september 2022 þar sem hann svarar skoðunargrein Haraldars Freys Gíslasonar, formanns Félagsleiksskólakennara um hagsmuni barna séu ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál.
SMELLIÐ HÉR til að lesa alla greinina.
25/05/2022 | Fræðsla, Menntun, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Upptaka, Verslun, Þjónusta
Ertu að leita eftir aðgegnilegri fræðslu í stafrænni þróun?
SVÞ bendir á að Stafræni hæfnisklasinn er með reglulega morgunfyrirlestra sem snúa að efla þekkingarbrunn í stafrænni þróun.
Smelltu HÉR til að nálgast allar upptökurnar inná vef Stafræna hæfnisklasans
Síða 2 af 11«12345...10...»Síðasta »