Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks.

Talaði Andrés m.a. útfrá McKinsey & EuroCommerce skýrslunni sem kom út á haustmánuðum 2022 [Smella hér fyrir skýrsluna] en á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ sem haldin verður á Hilton, Nordica Hóteli n.k. fimmtudag, 16.mars n.k. verður kafað nánar ofaní þessi þrjú áherslumál samtakanna.

[SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ & SKRÁNINGU Á RÁÐSTEFNU]

[SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTAL Á SPRENGISANDI]

Risastórar breytingar í verslun og þjónustu

 

Menntamorgnar Samtaka atvinnulífsins hefja göngu sína á ný 5.janúar n.k.

Menntamorgnar Samtaka atvinnulífsins hefja göngu sína á ný 5.janúar n.k.

Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – Lykill að framsæknu atvinnulífi.

Menntamorgnar hefja göngu sína á ný fimmtudaginn 5. janúar kl. 09:00-10:00 undir yfirskriftinni Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – Lykill að framsæknu atvinnulífi.

Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks, fjallar þar um tilnefningarferli menntaverðlaunanna og hvernig fyrirtæki geta sett sér skýr markmið í menntamálum.
Þá koma verðlaunahafar fyrri ára og fara yfir áherslur sínar í menntamálum innan fyrirtækjanna; Knútur hjá Friðheimum og Gunnar Egill hjá Samkaupum.

Fundurinn er hugsaður sem hvatning fyrir fyrirtæki og upptaktur að Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram 14. febrúar nk.
SA og öll aðildarsamtök standa að menntamorgnum sem og Menntadegi atvinnulífsins.

Dagur: fimmtudagurinn 5.janúar 2023
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Tími: 09:00 – 10:00

Öll velkomin.
Skráning í mætingu eða streymi hér:

https://www.sa.is/starfsemin/vidburdir/6184037122211a

Menntadagur atvinnulífsins | Opið fyrir tilnefningar

Menntadagur atvinnulífsins | Opið fyrir tilnefningar

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar 2023. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Einungis skráðir aðildarfélagar SA eru gildir með tilnefningu.

Tilnefningar sendist í tölvupósti til Samtaka atvinnulífsins á verdlaun@sa.is, eigi síðar en mánudaginn 23. janúar n.k.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum;

Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:

  • að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
  • að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
  • að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
  • samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.

Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SamorkuSamtaka ferðaþjónustunnarSamtaka fjármálafyrirtækjaSamtaka fyrirtækja í sjávarútvegiSamtaka iðnaðarinsSamtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

________________

Samkaup hlutu menntaverðlaun atvinnulífsins 2022. F.v. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

„Barnvæn bylting“ Bóas Hallgrímsson varamaður í stjórn SSSK skrifar

„Barnvæn bylting“ Bóas Hallgrímsson varamaður í stjórn SSSK skrifar

Bóas Hallgrímsson, varamaður í stjórn SSSK skrifar grein sem birtist á VÍSI.is í dag 6.september 2022 þar sem hann svarar skoðunargrein Haraldars Freys Gíslasonar, formanns Félagsleiksskólakennara um hagsmuni barna séu ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál.

SMELLIÐ HÉR til að lesa alla greinina.

 

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið