01/06/2022 | Fræðsla, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri
Hvað er stafræn hæfni og hvernig getur þú fundið út hversu hæf/ur þú eða starfsfólkið þitt er?
Margir velta því fyrir sér þessi misserin hvað þarf að gera til að efla stafræna hæfi starfsmanna.
En hvað er stafræn hæfni?
Samkvæmt skilgreiningu Anders Skog inná vef VR segir:
Skilgreiningin á stafrænni hæfni:
Stafræn hæfni samanstendur af viðeigandi þekkingu, færni og viðhorfi til þess að nota tæknina til að vinna verkefni og leysa vandamál, eiga í samskiptum og samvinnu, vinna með upplýsingar, búa til efni og deila því með öðrum á skilvirkan, hagkvæman, öruggan, gagnrýninn, skapandi, sjálfstæðan og siðferðislega réttan hátt.
Sjá nánar um stafræna hæfni inná vef VR HÉR
Stafræni hæfnisklasinn, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og Háskólans í Reykjavík, heldur utanum margskonar upplýsingar sem snúa að stafrænni hæfni.
Inná vef VR má m.a. finna upplýsingar um stafræna hæfnihjólið sem er sjálfsmatspróf sem þú tekur til að kortleggja stafræna hæfni þína.
SMELLTU HÉR til að taka sjálfsmatsprófið.
SMELLTU HÉR til að nálgast vef Stafræna hæfnisklasans.
25/05/2022 | Fræðsla, Menntun, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Upptaka, Verslun, Þjónusta
Ertu að leita eftir aðgegnilegri fræðslu í stafrænni þróun?
SVÞ bendir á að Stafræni hæfnisklasinn er með reglulega morgunfyrirlestra sem snúa að efla þekkingarbrunn í stafrænni þróun.
Smelltu HÉR til að nálgast allar upptökurnar inná vef Stafræna hæfnisklasans
29/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Viðburðir
Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ
Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja
Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.
Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.
Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.
Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SKRÁÐU ÞIG HÉR
22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Verslun, Þjónusta
Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.
Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021. Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.
Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR
21/09/2021 | Fréttir, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri
27/10/2020 | COVID19, Fréttatilkynningar, Fréttir, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Stjórnvöld
SVÞ og VR sendu í dag hvatningu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum.
Heimsfaraldur COVID-19 hefur hraðað stafrænni þróun gríðarlega og ýtir enn frekar undir það bil sem þegar var farið að myndast meðal þeirra sem hafa og ekki hafa stafræna hæfni, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Einnig hafa fjölmargir aðilar, á borð við OECD, World Economic Forum og Sameinuðu þjóðirnar, lýst því yfir að faraldurinn hafi aukið enn á mikilvægi þess að brúa hið stafræna bil og að stafræn þróun muni leika lykilhlutverk við að koma efnahagskerfum heimsins úr kórónuveirukreppunni.
Í hvatningunni lýsa SVÞ og VR miklum áhyggjum af stöðu stafrænnar þróunar í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði og skorti á stafrænni hæfni. Í greinargerð með tillögunum er m.a. vitnað í alþjóðlegar rannsóknir sem sýna að Ísland er að dragast verulega aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, ekki síst Norðurlandaþjóðunum, sem allar eru í fararbroddi í stafrænni þróun á heimsvísu. Þá er einnig bent á að mikil tækifæri séu til norræns samstarfs á þessu sviði og eru SVÞ og VR til að mynda þegar búin að koma á samstarfi við öfluga norræna aðila, m.a. um samstarf við Stafrænt hæfnisetur, sem er einn hluti af tillögum þeirra.
Lesa má hvatninguna í heild sinni hér.
Lagðar eru fram fimm tillögur til að hraða stafrænni þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsfólki:
- Komið verði á samstarfsvettvangi stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs, vinnumarkaðar og háskólasamfélags til að vinna að öflugri stafrænni framþróun í íslensku samfélagi og atvinnulífi,
- Mótuð verði heildstæð stefna í stafrænum málum fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og farið í markvissar aðgerðir til að stuðla að stafrænni framþróun,
- Sett verði á fót Stafrænt hæfnisetur til eflingar stafrænni hæfni í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði,
- Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna verði útvíkkaður til að ná til stafrænna umbreytingaverkefna,
- Áhersla verði lögð á það í menntastefnu og aðgerðum að efla stafræna færni á öllum skólastigum.
Þegar er hafið samtal við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og menntamálaráðuneytið og undirbúningur að Stafrænu hæfnisetri er hafinn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.
Tillögurnar verða kynntar frekar á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi sem fram fer í dag og verður sá hluti fundarins sýndur í beinni útsendingu í Facebook hóp SVÞ sem helgaður er stafrænum málum hér.
Nánari upplýsingar um tillögurnar, og greinargerð sem þeim fylgir má lesa hér fyrir neðan:
Click to read Stafræn þróun – hvatning til stjórnvalda