SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland

SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland

SVÞ fagna mjög Klasastefnu fyrir Ísland sem kynnt hefur verið af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Samtökin fagna ekki síst þeim tækifærum sem í stefnunni felast til að takast á við hið stóra verkefni sem stafræn umbreyting er í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði. Við höfum nú í talsverðan tíma talað fyrir samstarfi á vettvangi stafrænu málanna og þegar komið á samstarfi við VR og HR og erum að undirbúa víðtækara samstarf. Klasahugmyndafræðin hentar einstaklega vel fyrir slíkt samstarf þar sem hún er sveigjanleg og auðvelt er að laga hana að ólíkum aðstæðum og áherslum. Klasasamstarf er frábær leið til að styðja við hraða breytingastjórnun og aðlögun á stórum skala, sem er einmitt það sem stafræn umbreyting felur í sér.

Í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan, og á Facebook síðu Atvinnuvegaráðuneytsins: Iðnaður / viðskipti / ferðaþjónusta / orka, kynna ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og verkefnastýra stefnunnar, klasastefnuna. Þá eru flutt þrjú örerindi, og er eitt þeirra frá Þórönnu K. Jónsdóttur, verkefnastjóra – stafræn þróun hjá SVÞ, auk erinda frá Þór Sigfússyni, stofnanda og stjórnarformanni Sjávarklasans og Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Eims. Að lokum er mjög áhugavert erindi frá Héðni Unnsteinssyni, stefnumótunarsérfræðingi í forsætirsráðuneytinu um stefnu, menningu og strúktúr í stjórnarráðinu.

Ef þú hefur áhuga á starfi SVÞ á sviði stafrænnar umbreytingar og samstarfsvettvangi um þau mál, smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig á póstlista og við munum láta þig vita þegar frekari fréttir berast af þeim málum.

Álitamál varðandi tekjufallsstyrki

Álitamál varðandi tekjufallsstyrki

Í Fréttablaðinu þann 28. janúar birtist umfjöllun þar sem Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir erfitt að horfa upp á tilvik þar sem fyrirtæki séu nálægt því að uppfylla skilyrði tekjufallsstyrks stjórnvalda, en gera það ekki í ljósi strangra lagaskilyrða og óheppilegra tímasetninga. Í umfjölluninni eru talin upp nokkur álitamál sem SVÞ hefur skoðað í þessu sambandi, s.s. er varða nýlega stofnuð fyrirtæki, lítil fyrirtæki þar sem eigendur gripu til þeirra ráða að greiða ekki laun á viðmiðunartímabilinu, fyrirtæki sem fengu einhverjar tekjur í sumar og fyrirtæki sem skráð voru á launagreiðendaskrá en ekki virðisaukaskattsskrá.

>> Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins hér. 

Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi

Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi

Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.

Lesa má vefútgáfu af fréttinni og viðtalinu á vb.is hér.