


Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði
Í tilefni af aðalfundi SVÞ var frumsýndur þátturinn Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, fimmtudaginn 18. mars kl. 10:00.
Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir. Í þættinum var fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.
Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. Einnig var rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.
Frændfólk okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum skyggndumst við inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og ræddum við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl. Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum voru: Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar. Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi

Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði!

SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland
SVÞ fagna mjög Klasastefnu fyrir Ísland sem kynnt hefur verið af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Samtökin fagna ekki síst þeim tækifærum sem í stefnunni felast til að takast á við hið stóra verkefni sem stafræn umbreyting er í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði. Við höfum nú í talsverðan tíma talað fyrir samstarfi á vettvangi stafrænu málanna og þegar komið á samstarfi við VR og HR og erum að undirbúa víðtækara samstarf. Klasahugmyndafræðin hentar einstaklega vel fyrir slíkt samstarf þar sem hún er sveigjanleg og auðvelt er að laga hana að ólíkum aðstæðum og áherslum. Klasasamstarf er frábær leið til að styðja við hraða breytingastjórnun og aðlögun á stórum skala, sem er einmitt það sem stafræn umbreyting felur í sér.
Í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan, og á Facebook síðu Atvinnuvegaráðuneytsins: Iðnaður / viðskipti / ferðaþjónusta / orka, kynna ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og verkefnastýra stefnunnar, klasastefnuna. Þá eru flutt þrjú örerindi, og er eitt þeirra frá Þórönnu K. Jónsdóttur, verkefnastjóra – stafræn þróun hjá SVÞ, auk erinda frá Þór Sigfússyni, stofnanda og stjórnarformanni Sjávarklasans og Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Eims. Að lokum er mjög áhugavert erindi frá Héðni Unnsteinssyni, stefnumótunarsérfræðingi í forsætirsráðuneytinu um stefnu, menningu og strúktúr í stjórnarráðinu.
Ef þú hefur áhuga á starfi SVÞ á sviði stafrænnar umbreytingar og samstarfsvettvangi um þau mál, smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig á póstlista og við munum láta þig vita þegar frekari fréttir berast af þeim málum.

Upplýsingafundur um ráðningarstyrk

Álitamál varðandi tekjufallsstyrki
Í Fréttablaðinu þann 28. janúar birtist umfjöllun þar sem Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir erfitt að horfa upp á tilvik þar sem fyrirtæki séu nálægt því að uppfylla skilyrði tekjufallsstyrks stjórnvalda, en gera það ekki í ljósi strangra lagaskilyrða og óheppilegra tímasetninga. Í umfjölluninni eru talin upp nokkur álitamál sem SVÞ hefur skoðað í þessu sambandi, s.s. er varða nýlega stofnuð fyrirtæki, lítil fyrirtæki þar sem eigendur gripu til þeirra ráða að greiða ekki laun á viðmiðunartímabilinu, fyrirtæki sem fengu einhverjar tekjur í sumar og fyrirtæki sem skráð voru á launagreiðendaskrá en ekki virðisaukaskattsskrá.
>> Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins hér.