25/12/2021 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Verslun, Þjónusta
Ár innfluttrar verðbólgu
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ skrifar á Vísi.is INNHERJI þann 25.desember 2021.
Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum. Ástandið í þessum efnum var því fremur sérstakt á árinu 2021 þegar verðbólgan var hærri í Bandaríkjunum en hér á landi og litlu lægri í Þýskalandi, landi sem er þekkt fyrir flest annað en óstöðugt verðlag.
Áhrifin af Covid eru meginorsökin hérna, um það er ekki deilt.
Heimsmarkaðsverð á hrávörum, bæði til matvælaframleiðslu og til almennrar iðnaðarframleiðslu hafa rokið upp í verði. Ofan í kaupið hefur flutningskostnður milli heimsálfa margfaldast og við lok árs er þessi kostnaður orðinn þre- til fjórfalt hærri en hann var í upphafi ársins. Sú staðreynd að nær 30% af allri framleiðslu í heiminum er í Kína hefur leitt til þess að þessi hækkun á flutningskostnaði hefur smitast út í vöruverð um allan heim.
En af hverju þessi hækkun á flutningskostnaði?
Ástæðan er einkum sú að bæði markaðsaðilar og skipafélög sem sigla á leiðunum milli heimsálfa misreiknuðu áhrifin af Covid. Flestir áttu von á að eftirspurn eftir vörum og þjónustu myndi dragast saman, sem varð svo ekki raunin eins og berlega hefur komið í ljós. Skipafélög seldu flutningaskip í brotajárn, verslun hélst áfram öflug en fluttist að töluverðu leyti á netið. Það skapaði síðan ýmis tæknileg vandamál, þegar gífurlegt magn einstaklinga kaupir vörur á netinu og fær vörurnar sendar heim að dyrum.
Framleiðsluferlar hafa raskast, sem bein afleiðing af Covid, sem hefur haft þær afleiðingar að afhending vöru hefur seinkað og í verstu tilfellum leitt af sér vöruskort. Allt þetta hefur svo haft í för með sér hækkanir á vöru og þjónustu langt umfram það sem nokkur gat ímyndað sér. Það sem er nýtt fyrir okkur Íslendinga er að verðbólgan sem við höfum átt við að eiga er að verulegu leyti innflutt. Það vonda er að þar með er það utan áhrifasvæðis Seðlabankans að taka á þessari stöðu. Þau tæki sem bankinn hefur í vopnabúri sínu duga hér ekki.
Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni hér á landi, en það verður ekki komið tölu á hversu oft hefur verið fjallað um þessi mál á opinberum vettvangi.
Við sem höfum því hlutverki að gegna að gæta hagsmuna fyrir verslunar- og þjónustufyrirtækin í landinu höfum eftir megni skýrt það út í fjölmiðlum hvað liggi að baki þessu sérstaka ástandi. Ekki er annað að sjá en að skilaboð okkar hafi náð til alls almennings. Öðru máli hefur gegnt um fulltrúa verkalýðshreyfingar og Neytandasamtaka sem hafa reynt að gera lítið úr málinu og haldið því fram að afkoma í verslun sé með þeim hætti að öll fyrirtæki í greininni geti auðveldlega tekið þennan viðbótarkostnað á sig. Slíkt er auðvitað fjarri öllu lagi, þar sem ekki er hægt að yfirfæra afkomu örfárra fyrirtæka yfir á öll fyrirtæki í greininni. Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.
Við lok árs er ekkert sem bendir til annars en að það ástand sem hér er lýst muni vara vel fram á næsta ár. Um það eru allir greiningaraðilar sammála. Því er hætt við að glíman við innflutta verðbólgu verði einnig ein af stóru áskorunum ársins 2022.
SJÁ HÉR GREININA Á VISI.IS
23/12/2021 | Fréttir, Verslun, Þjónusta
Starfsfólk SVÞ sendir þér og þínum okkar óskir um gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári.
14/12/2021 | Fréttir, Greining, Greiningar, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Net-Nóvember í verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá síðusta fréttabréfi niðurstöður frá könnun verslunar á Íslandi í nóvember 2021.
Þar kemur m.a. fram að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember sl.
Þá segir einnig að heildar greiðslukorta-velta í nóvember sl. nam tæpum 90 milljörðum kr. Veltan dróst saman um 4,6% á milli mánaða en jókst um 24,2% samanborið við nóvember 2020.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST NÁNARI UPPLÝSINGAR
01/12/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fréttablaðið Markaðurinn tekur saman í dag nýjustu tölur frá Netverslunarpúlsinum, mælaborði íslenskrar vefverslunar.
Samkvæmt Netverslunarpúlsinum versla 47 prósent þjóðarinnar á netinu á sjö daga tímabili. Hlutfallið er enn hærra þegar litið er til aldurshópsins 25 til 34 ára, eða 64 prósent, segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við Fréttablaðið/Markaðinn.
Prósent heldur utan um Netverslunarpúlsinn í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Samtök verslunar og þjónustu. 200 svörum frá fólki eldra en 18 ára er safnað í hverjum mánuði. Gagnasöfnunin hófst í mars og hefur yfir 1.900 svörum verið safnað. Mælingarnar byggja á sænskum og dönskum fyrirmyndum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA
30/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fréttablaðið birti í dag grein undir fyrirsögninni:
Tugir ábendinga um brögð í tafli í kringum afsláttardaga
Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu segir að Neytendastofa hafi fengið tugi ábendinga á síðustu dögum um verslanir sem sagðar eru hafa haft rangt við í kringum afsláttardaga á borð við Svartan föstudag, Dag einhleypra og Stafrænan mánudag.
Í greininni er einnig vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem segist aldrei verja óheiðarlega viðskiptahætti af því tagi sem hér um ræðir. „Við fylgjumst ekkert sérstaklega með því og það er ekki okkar hlutverk,“ segir hann. Þá bendir hann á að þó að Neytendasamtökunum berist ellefu kvartanir eftir Dag einhleypra, líkt og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna sagði í Kastljósi í síðustu viku, geti það ekki talist mikið.
„Það getur ekki talist mikið í þessum tugþúsundum viðskipta sem eiga sér stað þessa daga, þar sem slíkar kvartanir berast alltaf í kringum þessa stóru daga og útsölur,“ segir Andrés.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA
MYND:
Fréttablaðið
26/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.
Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;
„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ