Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi

Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu ræðir við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar og Huga Hreiðarsson frá Efnisveitunni undir yfirskriftinni Hringrásarkerfið er sparnaðarkerfi.

Október er eyrnamerktur umhverfismálum hjá Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum og í ár er sjónum beint að hringrásarhagkerfinu undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Hvern þriðjudag og fimmtudag í október njótum við 20 mínútna áhorfs á Samtöl atvinnulífsins þar sem hver atvinnugrein ræðir áskoranir og tækifæri í hringrásarhagkerfinu. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.

Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.

Sjá aðra Hlaðvarpsþætti í október 2022 hjá Samtökum atvinnulífsins – HÉR! 

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 | Norðurál

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 | Norðurál

,,Kolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum”

Á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag 5.október var Norðuráli veitt viðurkenninguna: Umhverfisfyrirtæki ársins 2022.

Mynd: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitir forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. F.v. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála og Gunnar Guðlaugsson, forstjóri.

SJÁ NÁNARI FRÉTT Á SA.IS

NORÐURÁL er umhverfisfyrirtæki ársins 2022 from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

 

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisframtak ársins 2022 | Sjóvá

Umhverfisdagur atvinnulífsins | Umhverfisframtak ársins 2022 | Sjóvá

Útskipti framrúðu hefur í för með sér um 24.000 sinnum meiri losun en viðgerð á framrúðu.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í dag 5.október.  Þar veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands forsvarsfólki Sjóvá verðlaun Umhverfisframtak ársins 2022.

Á mynd: Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjóna, Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna, Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri eignatjóna og Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra.

SJÁ NÁNARI FRÉTT INNÁ SA.IS

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær.  Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.

Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.

Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.

Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is

Mynd: frá Brimborg.is

Orkukreppan í Evrópu leikur fyrirtæki í verslun grátt.

Orkukreppan í Evrópu leikur fyrirtæki í verslun grátt.

Orkukreppan sem nú gengur yfir í Evrópu, hefur þegar kveikt á aðvörunarbjöllum hjá fyrirtækjum í verslun, bæði í smásölu og heildsölu. Að mati EuroCommerce, Evrópusamtaka verslunarinnar, mun fjöldi fyrirtækja í greininni stefna í alvarlega rekstrarerfiðleika af völdum orkukreppunnar, komi ekki til opinber aðstoð í einhverri mynd. EuroCommece vekur sérstaka athygli á að í húfi sé framtíð þeirra 5 milljóna fyrirtækja sem starfandi eru í smásölu og heildsölu í álfunni. Þessi fyrirtæki hafa um 26 milljónir starfsmanna, en verslunin er sú atvinnugrein sem veitir flestu fólki vinnu í Evrópu. Um 12% vinnuafls í álfunni starfa við verslun.

Í könnun sem EuroCommerce gerði meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að orkukostnaður verslunarfyrirtækja hefur í sumum löndum fjórfaldast á stuttum tíma, eða frá því að stríð braust út í Úkraínu í febrúar s.l. Að mati samtakanna er mikilvægt að veita fyrirtækjum í verslun aðstoð á sama hátt og fyrirtækjum í ýmsum öðrum atvinnugreinum, sem þegar hefur verið veitt umtalsverð opinber aðstoð í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Ákall EuroCommerce til framkvæmdastjórnarinnar og stjórnvalda í einstökum aðildarríkjum, er því að komið verði til móts við fyrirtæki í verslun á þessum sérstöku tímum. Samtökin leggja áherslu á að þar verði um tímabundna aðgerð að ræða, sem gangi til baka þegar orkumarkaðurinn hefur náð jafnvægi á ný. Samtökin daga sérstaklega fram mikilvægi verslunarinnar sem tengiliðarins milli framleiðenda og neytenda, þannig að ef vegið verður að rekstrargrunvelli fyrirtækja í verslun, muni slíkt hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir afkomu heimilanna.

Sú staða staða sem er uppi í orkumálum í Evrópu varpar skýru ljósi á þá öfundsverðu stöðu sem við Íslendingar erum í að þessu leyti.

Nánar má sjá umfjöllun EuroCommerce á meðfylgjandi tengli:https://www.eurocommerce.eu/2022/09/retail-and-wholesale-and-the-energy-crisis-an-urgent-need-for-support/ 

Umhverfisdagur atvinnulífsins 5.október 2022

Umhverfisdagur atvinnulífsins 5.október 2022

Auðlind vex af auðlind

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10.30 undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind.

Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu.

Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrá umhverfisdagsins 5. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur tengslamyndun og léttar veitingar fyrir fundargesti til kl. 11:00.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.

Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.

Smelltu HÉR fyrir nánari dagskrá og skráningu.

Umhverfisdagur 2022 dagskrá