Upptaka frá kynningarfundi: Redefining Reykjavík

Upptaka frá kynningarfundi: Redefining Reykjavík

Nýlega stóðu SVÞ og SAF að félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynntu markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum:

Við minnum einnig á skráninguna á VisitReykjavik.is vefinn og borginokkar.is sem fjallað var um á fundinum.

Hafa má samband í netfangið info@visitreykjavik.is ef aðstoð vantar við skráningu og ef fólk hefur frekari spurningar um herferðina má hafa samband við Línu Petru Þórarinsdóttur, forstöðumann markaðsmála Höfuðborgarstofu: lina@visitreykjavik.is

Öflug ný stjórn í stafræna hópnum

Öflug ný stjórn í stafræna hópnum

Aðalfundur faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi fór fram í gær, 27. október.

Á fundinum fór fráfarandi formaður, Bragi Þór Antoníusson, yfir skýrslu stjórnar, þar sem m.a. kom fram að vinna við undirbúning reglulegra netverslunarrannsóknar hefur staðið yfir um nokkurn tíma með Rannsóknarsetrið verslunarinnar, rætt var um hlutverk Tækniþróunarsjóðs, lögð var áhersla á að stafræn færni væri samofin allri menntun og rakinn var undanfari að sameiginlegri hvatningu og tillögum SVÞ og VR til stjórnvalda, sem send var út sama dag.

Því næst kynnti Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri yfir málum tengdri stafrænni þróun innan SVÞ, hvatninguna og tillögurnar og má sjá þá kynningu í myndbandinu hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar um kynninguna, auk ítarlegrar greinargerðar sem með henni fylgir, má sjá á svth.is/hvatning-2020.

Að lokum var kjörin ný stjórn, en í henni sitja:

Edda Blumenstein, beOmni – formaður
Ósk Heiða Sveinsdóttir, Pósturinn
Hannes A. Hannesson, TVGXpress
Hanna Kristín Skaftadóttir, Poppins & Partners
Dagný Laxdal, Já
Guðmundur Arnar Þórðarson, Intellecta (varamaður)
Hörður Ellert Ólafsson, Koikoi (varamaður)

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.

Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan:

SVÞ félagar eiga kost á að taka þátt í frírri vinnustofu þriðjudagsmorguninn 25. febrúar nk. þar sem Berglind leiðir þá í gegnum kortlagningu notendaupplifunar. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig.

Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað

Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað

SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið héldu í síðustu viku hádegisfyrirlestur með innanhússstílistanum Caroline Chéron hjá Bonjour. Fyrirlesturinn var vel sóttur og í honum fjallaði Caroline um ýmislegt varðandi hönnun vinnurýmist til að hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og viðskiptavina. Hún fór m.a. yfir uppröðun í rýmum, liti, form og fleira gagnlegt og áhugavert.

Caroline vinnur bæði fyrir heimili og fyrirtæki og hefur unnið með fjölda fyrirtækja að því að bæta vinnurými til að auka vellíðan starfsmanna og viðskiptavina.

Þú getur séð myndir frá fyrirlestrinum hér á Facebook síðu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og upptöku frá fyrirlestrinum hér fyrir neðan.

Mikill áhugi á þróun í greiðslumiðlun

Mikill áhugi á þróun í greiðslumiðlun

Fundur SVÞ og KPMG um vegferð greiðslumiðlunar sem haldinn var 25. september sl. var mjög vel sóttur.

Á fundinum fluttu erindi þau Björg Anna Kristinsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG og Ásgeir Ö. Ásgeirsson, tæknistjóri Meniga, þar sem þau fóru yfir núverandi landslag greiðslumiðlunar hérlendis, breytingar framundan og mögulega framtíðarþróun.

Þegar horft er til greiðslumiðlunar á Íslandi liggur fyrir að ekki hafa orðið breytingar á lögum og regluverki frá árinu 2011 þegar núgildandi lög voru sett. Hins vegar hafa neyslumynstur, væntingar viðskiptavina og krafa um snerpu og hraða breyst mikið á þessum tíma.

Ný atvinnugrein, fjártækni hefur komið fram, sem liggur á krossgötum fjármálaþjónustu og tækni, og mikill fjöldi nýrra fyrirtækja hefur sprottið upp. Ljóst er að fyrir þessa nýju leikendur og þá sem lengur hafa verið á markaði búa mikil tækifæri í PSD2 tilskipun Evrópusambandsins.

Með PSD2 er m.a. nýjum, leyfisskyldum þjónustuveitendum veittur aðgangur að greiðslureikningum og greiðslum af þeim, með samþykki viðskiptavinar. Tilskipunin hefur ekki verið innleidd hérlendis, sem hefur áhrif á framþróun og getur mögulega hægt á vexti á smágreiðslumiðlunarmarkaði. Það þýðir að öllum líkindum að úrræði og aðgengi verslunar- og þjónustufyrirtækja að nýjum lausnum mun ekki taka stórtækum breytingum fyrr en PSD2 verður lögleidd hérlendis og aðlögunartími innleiðingar er liðinn. Fram að þeim tíma verður flækjustig töluvert og má segja að markaðurinn sé á röskunarstigi (e. disruption).

SVÞ mun halda áfram að fylgjast náið með þróun á þessum markaði og halda félagsmönnum sínum upplýstum. Stefnt er að því að halda annan viðburð þegar frekar kemur í ljós hvernig PSD2 reglugerðin verður innleidd en athygli vekur að frumvarp varðandi hana er ekki á nýútkominni þingmálaskrá. Einnig er vinna í gangi hjá greiðsluráði Seðlabankans við kortlagningu á markaðnum. Við vonum að sú vinna muni varpa frekari ljósi á málin og hjálpi verslunar- og þjónustufyrirtækjum að átta sig betur á þessum frumskógi sem nútíma greiðslulausnir eru orðnar.

Fundinum var streymt og má sjá upptökuna hér fyrir neðan: