Góð verslun fyrir jólin og sprenging í netverslun í nóvember – Viðtal við Benedikt S. Benediktsson

Góð verslun fyrir jólin og sprenging í netverslun í nóvember – Viðtal við Benedikt S. Benediktsson

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), var gestur hlaðvarpsins Markaðurinn á Eyjunni á dögunum um þróunina í íslenskri verslun á aðventunni og mikilvægar breytingar í neysluhegðun.

Sprenging í netverslun vegna Black Friday og Cyber Monday: Benedikt útskýrir þar meðal annars, að mikill vöxtur netverslunar í nóvember megi meðal annars rekja til þess að Black Friday og Cyber Monday féllu á útborgunardegi hjá mörgum. „Það skapaði kjöraðstæður fyrir stórinnkaup,“ segir hann. Þessi tímabil hafa fest sig í sessi sem stærstu dagarnir í netverslun á árinu og eru táknrænar fyrir breytta kauphegðun neytenda.

Netverslun með áfengi – tækifæri og áskoranir: Í viðtalinu ræðir Benedikt einnig um netverslun með áfengi, sem hefur verið í mikilli þróun. Hann bendir á að þessi breyting gæti skapað ný tækifæri fyrir íslenska verslun, en kallar jafnframt á nákvæma skoðun á reglugerðum og framkvæmd þeirra. „Það er mikilvægt að tryggja jafnræði milli innlendra aðila og þeirra sem starfa á alþjóðlegum markaði,“ segir hann.

Lagalegar skyldur og neytendavernd: Benedikt leggur áherslu á að verslanir innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) lúta ströngum kröfum um neytendavernd og lagalegar skyldur en erlendar netverslanir eins og Temu sem selja til einstaklinga. „Þegar viðskiptavinir kaupa vörur frá netverslunum utan EES, eins og Temu, þá gilda ekki sömu reglur um ábyrgð, vottanir og neytendavernd,“ útskýrir hann. Þetta skapar ákveðinn aðstöðumun og setur ábyrgðina á kaupandann, sem í þessum tilfellum eru einstaklingar.

Hlustaðu á viðtalið: Þeir sem vilja kafa dýpra í þessi áhugaverðu mál geta hlustað á viðtalið í heild sinni á Eyjan.is eða á Spotify hér.

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“

Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum.

Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega.

Megi ekki týna sér í kaupgleðinni

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður.

„Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“

Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

„Ekki gleyma að lifa og njóta“

„Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“

Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru.

„Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ – Vísir

Fyrsti samtalsþátturinn birtur á vb.is

Fyrsti samtalsþátturinn birtur á vb.is

Vb.is birtir þann 23. nóvember 2024:

Kosningaþáttur SVÞ: Finnur og Ragnar Þór
Ragnar Þór Ingólfsson og Finnur Oddsson mætast í fyrsta samtalsþætti SVÞ fyrir kosningar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga, eru gestir í fyrsta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir þingkosningar. Ólöf Skaftadóttir stýrir umræðum…

Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-finnur-og-ragnar-thor

Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvöru og matvöruverslanir, samgöngur og ökutæki, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024

Matvöruverð til umfjöllunar

Matvöruverð til umfjöllunar

Matvöruverð verður til umfjöllunar í Pressu sem verður send út á vef Heimildarinnar í hádeginu í dag. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir þáttarins.  Pressa hefst klukkan 12 að hádegi í dag og er þátturinn opinn öllum áskrifendum Heimildarinnar.

Bæði er hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu og sem upptöku eftir útsendingu.

Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september

Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september

Nýjustu tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar sýna að erlend netverslun heldur áfram að aukast, með verulegum áhrifum á íslenska markaðinn.

Samkvæmt nýjustu netverslunarvísum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) hafa Íslendingar eytt yfir 27 milljörðum króna í erlendar netverslanir á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, sem er umtalsverð aukning frá 19 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Ef þessi þróun heldur áfram er spáð að heildarútgjöld ársins nái hátt í 44 milljörðum króna, sem nálgast upphæðina sem erlendir ferðamenn vörðu hér á landi í júlí, um 48 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.

14% aukning á erlendri netverslun á milli mánaða.

Í september einum saman námu innkaup Íslendinga í erlendum netverslunum 4,34 milljörðum króna, sem er 14% aukning frá ágúst – sem sjálfur var metmánuður. Þessi viðvarandi vöxtur endurspeglar að breytingar eru á neysluhegðun landsmanna, sérstaklega þar sem erlendar netverslanir hafa aukið aðgengi sitt með ódýrari dreifingarleiðum.

Eistland: risastór netverslunarmiðstöð Ali Express og Temu.

RSV vekur athygli á verulegri aukningu í netverslun frá Eistlandi, sem hefur rokið upp í um 2 milljarða króna í september og nam þannig yfir 45% af allri erlendri netverslun Íslendinga í þeim mánuði. Þessi þróun er meðal annars rakin til nýrra dreifingarmiðstöðva stórfyrirtækja eins og Ali Express og Temu.

Nánari greiningar fyrir fyrirtæki

Fyrir þau fyrirtæki sem vilja kafa dýpra býður RSV ítarlegri greiningar með upplýsingum úr Veltunni (veltan.is) sem flokkaðar eru eftir tollgögnum, tolllínum og sendingarlöndum.

Þetta gagnasafn nýtist vel fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja átta sig á þróun netverslunar og undirflokka sem tengjast erlendri verslun.

Smelltu HÉR fyrir allar fréttir frá RSV.

Áhrif svartsýni á fyrirtæki í verslun og þjónustu

Áhrif svartsýni á fyrirtæki í verslun og þjónustu

Fyrirtæki í verslun og þjónustu undir pressu.

Ný könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) sýnir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa auknar áhyggjur af rekstraraðstæðum á næstu mánuðum. Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru meðal þeirra sem vissulega finna fyrir álaginu, þar sem hækkandi verðbólga, launakostnaður og breytt neyslumynstur hafa þrengt að mörgum rekstraraðilum.

Fjárfestingar dragast saman

Niðurstaða könnunarinnar sýnir m.a. að fjárfestingavísitalan sem vísar til breytinga í fjárfestingu á milli ára hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. 34% stjórnenda gera ráð fyrir minni fjárfestingu í ár samanborið við árið áður, 21% gera ráð fyrir meiri fjárfestingu og 45% áætla að fjárfesting verði óbreytt milli ára. Fjárfestingar dragast mest saman í verslun og ýmissi sérhæfðri þjónustu en eykst mest í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu, fjármála- og tryggingastarfsemi og sjávarútvegi.

Launahækkanir helsti áhrifaþáttur verðlagsbreytinga

Sem fyrr telja stjórnendur að launahækkanir séu megin áhrifaþáttur verðhækkana hjá fyrirtækjunum sem þeir stýra. 52% stjórnenda setja launakostnað í fyrsta sæti sem verðhækkunartilefni, sem er þó lækkun um 17 prósentustig frá síðustu könnun. Hækkun aðfangaverðs er afgerandi í öðru sæti þar sem 24% stjórnenda telja að aðföng hafi mest áhrif. Aðrir þættir vega talsvert minna.

Skortur á starfsfólki fer minnkandi

Skortur á starfsfólki fer minnkandi á milli kannana en 73% stjórnenda telja sig ekki búa við skort á starfsfólki, samanborið við 69% í síðustu könnun. Skorturinn er minnstur hjá fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi en sem fyrr mestur í byggingariðnaði.

Smelltu hér til að lesa alla fréttina inná vef SA.is