Þegar kjörbúð lokar – versnar staða samfélaga

Þegar kjörbúð lokar – versnar staða samfélaga

SVÞ kallar eftir breytingum á rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum 

Lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri er meira en hefðbundin fækkun búða. Lífsgæði íbúa við Dýrafjörð skerðast.
Íbúar þurfa nú að aka 48 kílómetra í næstu verslun, fjarlægð sem er löng og oft erfið í vetrarfærð.  

„Þegar verslun lokar í litlu byggðarlagi skerðist ekki bara aðgengi að vörum – heldur kemur það niður að þjónustu, mannlífi og samfélagslegum gæðum“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, sem birti grein sem á Vísi í dag. 

Verslun sem samfélagsleg lífæð 

Hamona var ekki einungis dagvöruverslun heldur einnig afhendingastaður fyrir ÁTVR.   Sex aðrar verslanir víða um land, svo sem í Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík eru einnig afhendingastaðir ÁTVR. Þessar verslanir halda uppi þjónustu sem er nauðsynleg til að byggðir dafni.  Samkvæmt áætlunum SVÞ nam framlegð ÁTVR af sölu til íbúa Þingeyrar árið 2024 nær sexfaldri afkomu Hamonu árið 2022.  Þessi ávinningur féll Hamonu hinsvegar ekki í skaut. 

„Þetta eru fjárhæðir sem skipta sköpum í rekstri smærri verslana – fjárhæðir sem gætu jafnvel stuðlað að því að til staðar verði sæmilegar forsendur til heilsársreksturs.“ segir Benedikt. 

Tími til að endurskoða leikreglurnar 

SVÞ hafa lengi talað fyrir breytingum á fyrirkomulagi smásölu áfengis og leggja áherslu samkeppnishæfni.

„Við þurfum að skoða hvort núverandi fyrirkomulag þjónar landsbyggðinni eins og það á að gera,“ segir Benedikt. „Ef við viljum tryggja byggðafestu og mannlíf, þurfum við að huga að því hvernig við dreifum verðmætunum – ekki bara vörunum.“ 

Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað. Því er mikið undir að smærri verslanir fái svigrúm til að auka tekjur, þróa þjónustu og bæta rekstrarskilyrði.
Grein Benedikts S. Benediktssonar í heild má lesa á Vísi: Smelltu HÉR! 

Ný ESB-reglugerð um umbúðir – mikilvægt að greina áhrif á íslenskan markað

Ný ESB-reglugerð um umbúðir – mikilvægt að greina áhrif á íslenskan markað

Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR) tók gildi í desember 2024. Markmið hennar er að draga úr magni umbúða, auka endurvinnslu og efla hringrásarhagkerfið.

Í grein Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunnni, kemur fram að reglugerðin muni leiða til aukinna krafna á framleiðendur og seljendur vöru í Evrópu — og að nauðsynlegt sé að greina sérstaklega hvernig innleiðing slíkra reglna hefur áhrif á verð, vöruúrval og atvinnulíf á Íslandi.

Sjálfbærni verður að byggja á raunhæfum lausnum sem stuðla að bæði umhverfisvernd og rekstrarhæfni fyrirtækja í landinu.

📖 Lesa má grein Guðrúnar í heild sinni á vb.is.

Alþjóðlegar netverslanir – hvað er að gerast?

Alþjóðlegar netverslanir – hvað er að gerast?

Ójafnar leikreglur í alþjóðlegri netverslun skapa aukinn samkeppnishalla fyrir íslensk og evrópsk fyrirtæki. 

Ný skýrsla frá EuroCommerce – samtökum evrópskra verslunar- og þjónustufyrirtækja – varpar ljósi á hvernig stórir alþjóðlegir netmarkaðir á borð við Temu og Shein  hafa skapað nýjar áskoranir í netverslun frá þriðju ríkjum. 

Í skýrslunni kemur fram að innlend og evrópsk fyrirtæki, sem fylgja ströngum reglum um vöruöryggi, umhverfi og skatta, standi frammi fyrir ósanngjarnri samkeppni gagnvart seljendum utan EES sem oft sleppa við slíkar skyldur.
Þetta leiðir til verulegs samkeppnishalla, en jafnframt hættu fyrir neytendur þar sem fjöldi vara sem seldar eru beint frá þriðju ríkjum stenst ekki evrópska staðla. 

Ótryggar vörur, skert öryggi – og skakkur leikvöllur 

Samkvæmt EuroCommerce uppfylla allt að 80% vara sem seldar eru í gegnum netmarkaði á borð við Temu og Shein ekki öryggis- og gæðakröfur Evrópu.
Þrátt fyrir að milljarðar sendinga berist árlega inn á markaðinn bera netmarkaðstorgin sjálf enga lagalega ábyrgð á vörunum sem þau selja – ólíkt innlendum dreifingaraðilum sem þurfa að uppfylla strangar reglur. 

Á Haustréttum SVÞ 7. október sl., sagði Runar Wilksnes aðalhagfræðingur VIRKE, systursamtök SVÞ í Noregi, að þar í landi kæmu á hverjum degi 30.000.- sendingar frá Temu og Shein.  

Þetta veldur tvöföldu tjóni: 

  • Neytendur standa frammi fyrir óöruggum vörum, efnainnihaldi og rafmagnstækjum sem ekki uppfylla staðla. 
  • Fyrirtæki innan EES missa markaðshlutdeild vegna ólöglega lágs verðs sem byggir á því að sleppa við kostnað sem fylgir ábyrgri starfsemi. 

__________

Fundur SVÞ 29. október – Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? 

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða stjórnendum í verslun og þjónustu á upplýsingafund þann 29. október þar sem farið verður yfir stöðuna á Íslandi. 

Skráðu þig hér:
👉 Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? – Upplýsingafundur SVÞ 

Hlaðið niður skýrslunni
Aðildarfélög SVÞ geta nú nálgast “Minni útgáfu” af EuroCommerce-skýrslunni um netverslun frá þriðju ríkjum.  Skýrslan dregur fram lykilatriði um ósanngjarna samkeppni, lagaleg glufur og tillögur til að tryggja jafnvægi á evrópskum markaði. 

📄EuroCommerce Report 2025 – Light Version

 

Fjórði hver Íslendingur vinnur í verslun og þjónustu

Fjórði hver Íslendingur vinnur í verslun og þjónustu

Ný grein Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var birt á Vísi í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi verslunar- og þjónustugreina í íslensku samfélagi.

Í greininni kemur fram að um 49 þúsund manns – tæplega fjórði hver starfandi Íslendingur – starfi í verslun og þjónustu, og að greinin gegni lykilhlutverki í að skapa verðmæti, atvinnu og tækifæri fyrir ungt fólk og fólk af erlendum uppruna.

Benedikt bendir á að verslun og þjónusta sé í dag einn stærsti vettvangur framtíðarstarfa á Íslandi, þar sem margir hefja feril sinn og vinna sig áfram í ábyrgðarstöður.

Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta.“ segir Benedikt m.a. í greininni.

Greinina má lesa í heild sinni á Vísir.is.

Haustréttir SVÞ 2025 – skráning í fullum gangi.

Haustréttir SVÞ 2025 – skráning í fullum gangi.

Þriðjudaginn 7. október verða haldnir fyrstu Haustréttir SVÞ – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu í Vinnustofu Kjarvals, Fantasía 2. hæð við Austurstræti 10, 101 Reykjavík

Rétt eins og í haustréttum landsbyggðarinnar er markmiðið að smala saman, taka stöðuna og horfa fram á veginn. Á fundinum koma fram öflugir fulltrúar atvinnulífsins, stjórnmálanna og alþjóðlegra systursamtaka. Þar verða kynnt ný gögn um stöðu greinarinnar, rætt um forystu og framtíð, og deilt reynslusögum sem varpa ljósi á möguleika íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu.

Markmið Haustrétta er skýrt: að skapa vettvang þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustugreinum koma saman, eiga samtal sem verður að stefnu – og stefna að aðgerðum.

Skráning er í fullum gangi og hvetjum við félagsfólk til að tryggja sér sæti.
Athugið: Viðburðurinn er einungis í boði fyrir æðstu stjórnendur aðildarfélaga SVÞ.

🔗 Skráðu þig hér á Haustrétti SVÞ 2025