Haustréttir SVÞ 2025 – skráning í fullum gangi.

Haustréttir SVÞ 2025 – skráning í fullum gangi.

Þriðjudaginn 7. október verða haldnir fyrstu Haustréttir SVÞ – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu í Vinnustofu Kjarvals, Fantasía 2. hæð við Austurstræti 10, 101 Reykjavík

Rétt eins og í haustréttum landsbyggðarinnar er markmiðið að smala saman, taka stöðuna og horfa fram á veginn. Á fundinum koma fram öflugir fulltrúar atvinnulífsins, stjórnmálanna og alþjóðlegra systursamtaka. Þar verða kynnt ný gögn um stöðu greinarinnar, rætt um forystu og framtíð, og deilt reynslusögum sem varpa ljósi á möguleika íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu.

Markmið Haustrétta er skýrt: að skapa vettvang þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustugreinum koma saman, eiga samtal sem verður að stefnu – og stefna að aðgerðum.

Skráning er í fullum gangi og hvetjum við félagsfólk til að tryggja sér sæti.
Athugið: Viðburðurinn er einungis í boði fyrir æðstu stjórnendur aðildarfélaga SVÞ.

🔗 Skráðu þig hér á Haustrétti SVÞ 2025

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Erlendar netverslanir á borð við Shein og Temu eru fyrirferðarmiklar á neytendamarkaði og íslensk verslunarfyrirtæki hafa af þeim sökum staðið frammi fyrir áskorunum. Fjölmörg dæmi eru um að netverslanir sem selja vörur beint frá ríkjum utan EES-svæðisins gæti þess ekki að uppfylltar séu strangar kröfur sem fyrirtæki á EES-svæðinu þurfa að fylgja, m.a. hvað varðar vöruöryggi, efnainnihald, eða upplýsingagjöf til neytenda. 

Þetta er ekki bara spurning um ójafna samkeppni – þetta snýst um traust, öryggi og framtíð íslenskrar verslunar. 

SVÞ Samtök verslunar og þjónustu bjóða til upplýsingafundar miðvikudaginn 29. október kl. 08:30 í Húsi atvinnulífsins, þar sem við ræðum stöðuna á Íslandi, þróun í Evrópu og aðgerðir sem eru í sjónmáli. 

Á fundinum koma saman fulltrúar frá Rannsóknasetri verslunarinnar, Umhverfisstofnun, Mannvirkjastofnun, Neytendastofu og Kringlunni – auk SVÞ . 

👉 Vertu með – mótaðu framtíðina með okkur! 

Þetta er tækifærið til að taka þátt í samtali sem skiptir máli.  

Skráðu þig hér – umræðan fer fram 29. október kl. 08:30. 

 Ekki láta þetta fram hjá þér fara – þetta snýst um framtíðina. 

 

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 – opið fyrir tilnefningar.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 – opið fyrir tilnefningar.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök, þar á meðal SVÞ, hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025.

Við hvetjum öll aðildarfyrirtæki SVÞ til að nýta þetta tækifæri og senda inn tilnefningu.  Einstakt tækifæri til að varpa kastljósi á verkefni og starfsemi sem sýna raunveruleg umhverfisáhrif og frumkvæði til góðra verka.

Tveir verðlaunaflokkar

  • Umhverfisfyrirtæki ársins

  • Framtak ársins

Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hvorn flokk, en heimilt er að tilnefna sama fyrirtækið í báða flokka.

Frestur til tilnefninga rennur út 20.október 2025.
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í nóvember, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica.

➡️ Nánari upplýsingar og eyðublað til að skila inn tilnefningu má finna á vef SA — smellið HÉR! 

Erlend netverslun nálgast 36 milljarða á þessu ári

Erlend netverslun nálgast 36 milljarða á þessu ári

Nýjustu tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) sýna áframhaldandi mikla aukningu erlendrar netverslunar Íslendinga.

Í júní 2025 nam umfangið rúmum 3 milljörðum króna eða sem nemur 28% aukningu miðað við sama mánuð síðasta árs. Frá maí jókst umfangið um tæp 7%.

Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur erlend netverslun Íslendinga numið 15,8 milljörðum króna, eða sem nemur 20,7% aukningu miðað við sama tímabil 2024. Haldi þessi þróun áfram má gera ráð fyrir að heildarfjárhæðin ársins 2025 verði rúmlega 36 milljarðar króna.

Hver fullorðinn Íslendingur eyðir 126 þúsund krónum á ári

Fjárhæðin 36 milljarðar króna jafngildir því að hver fullorðinn Íslendingur verji að meðaltali um 126 þúsund krónum á ári í erlenda netverslun – eða um 10 þúsund krónum á mánuði. Þessir fjármunir renna alfarið úr íslensku hagkerfi til erlendra fyrirtækja sem í ýmsu tilliti fylgja ekki sömu reglum og íslensk verslun hvað varðar t.d. skatta, gjöld og öryggiskröfur.

Leikvöllurinn er ekki jafn

SVÞ hafa ítrekað bent á að samkeppnistöðu fyrirtækja hefur verið raskað þegar íslensk fyrirtæki sæta eftirliti og viðurlögum hlíti þau ekki kröfum regluverks sem að mestu á að vera hið sama á EES-svæðinu á meðan aðrir komist upp með að gera það ekki. Þá þurfa fyrirtækin að bera kostnað við innkaup, innflutning, ýmis konar gæðaeftirlit og sölustarf, á meðan netmarkaðstorg erlendis bjóða í mörgum tilvikum vörur til sölu miðað við allt aðrar forsendur. SVÞ og Norræn systursamtök hafa bent á þess stöðu kallað eftir því að Evrópusambandið tryggi að öllum leikendum á innri markaðnum verði gert að hlíta sömu reglum og kvöðum.

„Við þekkjum fjölmörg dæmi þess hve mikið hallar á íslensk og evrópsk fyrirtæki. Ef ekkert verður að gert mun erlend netverslun, sem hugar ekki að þeim reglum sem gilda, halda áfram að vaxa m.a. á kostnað þeirrar verslunar sem fyrir er, greiðir alla skatta og gjöld og stendur undir atvinnu og þjónustu hér heima,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ.

Mikilvægt að ræða samfélagsleg áhrif

„Það er ágætt að hafa í huga að þeir sem versla er á erlendum netmarkaðstorgum eru í raun einnig að vísa skatttekjum, störfum og þjónustu til annarra landa. Þegar við kaupum heima erum við líka að hlúa að samfélaginu okkar,“ segir Benedikt og bætir við „hið minnsta væri skynsamlegt að huga að því að beina viðskiptum að ábyrgum aðilum sem ganga úr skugga um að þær vörur sem þeir hafa á boðstólum uppfylli settar kröfur og geti staðið við þær upplýsingar sem þeir veita. Það er engin að biðja um að lokað verði á erlenda netverslun eða henni settar strangar skorður heldur þarf að tryggja að samkeppni eigi sér stað á jöfnum leikvelli.“

Haustréttir SVÞ 2025 – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu

Haustréttir SVÞ 2025 – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu

Við smölum saman æðstu stjórnendum í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu – í fyrsta sinn þann 7. október nk.

Haustréttir SVÞ verða haldnir í fyrsta sinn þriðjudaginn 7. október 2025 í fundarsalnum Fantasíu á Vinnustofu Kjarvals kl. 15:00–17:30. 

Rétt eins gerist í haustréttum í víða um land þar sem fólk kemur saman eftir sumarið, verða Haustréttir SVÞ árlegur vettvangur þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustu stilla saman strengi, ræða áskoranir og horfa til framtíðar. Þar verða kynnt gögn og greiningar, við fáum að heyra sterkar raddir úr atvinnulífinu og stjórnmálunum og fáum að njóta alþjóðlegrar reynslu sem kann að varpa ljósi á stöðu Íslands í breyttum heimi. 

Markmið Haustrétta er skýrt: Að kalla leiðtoga í greininni saman, rýna í stöðuna, breyta samtali í stefnu – og stefnu í aðgerðir. 

👉 Þetta er viðburður sem enginn æðsti stjórnandi innan SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, má missa af.
Taktu daginn frá – og fylgstu með þegar skráning opnar svo þú getir tryggt þér sæti. 

Opnum fyrir skráningu 1. september 2025.

SVÞ tekur þátt í sameiginlegri umsögn um framtíðarstefnu Íslands gagnvart ESB

SVÞ tekur þátt í sameiginlegri umsögn aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins um drög að forgangslista Íslands í samskiptum við Evrópusambandið fyrir árin 2024–2029. Þar er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar og markvissrar stefnu stjórnvalda gagnvart ESB til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og hámarka ávinning af þátttöku í innri markaði Evrópu.

Í umsögninni, er EES-samningurinn kallaður hornsteinn utanríkis- og efnahagsstefnu Íslands og minnt á að samningurinn kalli á stöðuga og öfluga hagsmunagæslu þar sem ný löggjöf ESB geti haft veruleg áhrif á starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja.

Sjá nánar -> Forgangslisti við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2024-2029