„Ef þú kaupir rusl endar það sem rusl“Kastljós fjallar um áhrif erlendra netverslana á samfélagið

„Ef þú kaupir rusl endar það sem rusl“Kastljós fjallar um áhrif erlendra netverslana á samfélagið

Í nýlegum þætti Kastljóss var fjallað um áhrif erlendra netverslana á borð við Temu og Shein þar sem Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ talaði um um neytendahegðun, umhverfisáhrif og þá ábyrgð sem fylgir því að velja hvar og hvernig við verslum.

Af hverju ættu neytendur að hugsa sig tvisvar?

  1. Ódýrt á kostnað gæða: Netverslanir á borð við Temu og Shein bjóða vörur á mjög lágu verði, en oft á kostnað gæðastjórnunar og öryggisstaðla sem Evrópusambandið gerir kröfu um.
  2. Hætta á skaðlegum efnum: Rannsóknir hafa sýnt að margar vörur frá þessum síðum innihalda efni sem eru bæði hormónatruflandi og krabbameinsvaldandi, og geta haft skaðleg áhrif á börn og fullorðna.
  3. Skammlíf vara veldur sorpvanda: Lítil ending vara leiðir til aukins rusls, sem eykur álag á endurvinnslustöðvar og umhverfið. Eða eins og fulltrúi Rauða krossins benti skýrt á í Kastljós þættinum þegar hún sagði „Þegar þú kaupir rusl, endar það sem rusl.“

Samfélagsleg ábyrgð neytenda

Í þættinum var lögð áhersla á mikilvægi ábyrgðrar neyslu. Fjallað var um hvernig ódýrar vörur frá erlendum netverslunum, á borð við Temu og Shein, hafa oft falinn kostnað. Starfsfólk í framleiðslunni býr við ómannúðlegar aðstæður og umhverfið ber þungann af mengun og sóun.

Neytendur eru hvattir til að hugsa „Hver borgar raunverulega verðið?“ Meðvitund um uppruna og áhrif vara er lykillinn að því að gera upplýstari val sem styðja við samfélagslega og umhverfislega ábyrgð.

Þegar við verslum við erlenda netverslun, renna skattar og gjöld til að styrkja innviði þess lands – heilbrigðisþjónustu, samgöngur og menntakerfi viðkomandi ríkis. Hins vegar, þegar við styðjum íslenskar verslanir, hjálpum við til við að byggja upp okkar eigin innviði hér á landi, þar á meðal íslenska heilbrigðiskerfið, vegakerfið og skólana okkar. Neytendur hafa því raunverulegt vald með veskinu sínu til að ákveða hvaða kerfi og samfélag þeir vilja styðja við með sínum kaupum.

Þáttinn má sjá í heild sinni á RÚV vefnum.

Að velja upplýst og ábyrgt er fyrsta skrefið til að draga úr neikvæðum áhrifum.  

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) gaf í upphafi árs út nýja skýrslu um þróun vinnumarkaðarins, þar sem tækniframfarir, efnahagsáhrif og samfélagslegar breytingar eru í brennidepli.

  1. Tækniframfarir í fararbroddi:
    Stækkun aðgengis að stafrænum lausnum og þróun gervigreindar eru helstu drifkraftarnir fyrir umbreytingu fyrirtækja. Áætlað er að 60% vinnustaða muni nýta þessar lausnir til að þróa rekstur sinn.
  2. Græn umbreyting:
    Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim knýja fram ný störf, sérstaklega á sviði sjálfbærni, t.d. í endurnýjanlegri orku og vistvænum farartækjum.
  3. Breytt aldursdreifing vinnumarkaðar:
    Eldri vinnuafl í hátekjulöndum skapar aukna þörf fyrir heilsutengdar og menntatengdar greinar, á meðan ung vinnuafl í lágtekjulöndum ýtir undir menntunar- og þróunarverkefni.
  4. Ný hæfni á vinnumarkaði:
    Skapandi hugsun, leiðtogahæfni og tæknifærni eru meðal þeirra hæfileika sem verða eftirsóttir. Um 59% starfsmanna þurfa endurmenntun eða nýja hæfni fyrir árið 2030.
  5. Fjölbreytt vinnuumhverfi:
    Fyrirtæki leggja aukna áherslu á fjölbreytni og jafnvægi til að auka aðgengi að hæfu starfsfólki.

Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Alþjóðaefnahagsráðsins og HÉR!

Góð verslun fyrir jólin og sprenging í netverslun í nóvember – Viðtal við Benedikt S. Benediktsson

Góð verslun fyrir jólin og sprenging í netverslun í nóvember – Viðtal við Benedikt S. Benediktsson

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), var gestur hlaðvarpsins Markaðurinn á Eyjunni á dögunum um þróunina í íslenskri verslun á aðventunni og mikilvægar breytingar í neysluhegðun.

Sprenging í netverslun vegna Black Friday og Cyber Monday: Benedikt útskýrir þar meðal annars, að mikill vöxtur netverslunar í nóvember megi meðal annars rekja til þess að Black Friday og Cyber Monday féllu á útborgunardegi hjá mörgum. „Það skapaði kjöraðstæður fyrir stórinnkaup,“ segir hann. Þessi tímabil hafa fest sig í sessi sem stærstu dagarnir í netverslun á árinu og eru táknrænar fyrir breytta kauphegðun neytenda.

Netverslun með áfengi – tækifæri og áskoranir: Í viðtalinu ræðir Benedikt einnig um netverslun með áfengi, sem hefur verið í mikilli þróun. Hann bendir á að þessi breyting gæti skapað ný tækifæri fyrir íslenska verslun, en kallar jafnframt á nákvæma skoðun á reglugerðum og framkvæmd þeirra. „Það er mikilvægt að tryggja jafnræði milli innlendra aðila og þeirra sem starfa á alþjóðlegum markaði,“ segir hann.

Lagalegar skyldur og neytendavernd: Benedikt leggur áherslu á að verslanir innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) lúta ströngum kröfum um neytendavernd og lagalegar skyldur en erlendar netverslanir eins og Temu sem selja til einstaklinga. „Þegar viðskiptavinir kaupa vörur frá netverslunum utan EES, eins og Temu, þá gilda ekki sömu reglur um ábyrgð, vottanir og neytendavernd,“ útskýrir hann. Þetta skapar ákveðinn aðstöðumun og setur ábyrgðina á kaupandann, sem í þessum tilfellum eru einstaklingar.

Hlustaðu á viðtalið: Þeir sem vilja kafa dýpra í þessi áhugaverðu mál geta hlustað á viðtalið í heild sinni á Eyjan.is eða á Spotify hér.

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“

Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum.

Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega.

Megi ekki týna sér í kaupgleðinni

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður.

„Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“

Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

„Ekki gleyma að lifa og njóta“

„Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“

Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru.

„Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ – Vísir

Fyrsti samtalsþátturinn birtur á vb.is

Fyrsti samtalsþátturinn birtur á vb.is

Vb.is birtir þann 23. nóvember 2024:

Kosningaþáttur SVÞ: Finnur og Ragnar Þór
Ragnar Þór Ingólfsson og Finnur Oddsson mætast í fyrsta samtalsþætti SVÞ fyrir kosningar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga, eru gestir í fyrsta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir þingkosningar. Ólöf Skaftadóttir stýrir umræðum…

Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-finnur-og-ragnar-thor

Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvöru og matvöruverslanir, samgöngur og ökutæki, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024

Matvöruverð til umfjöllunar

Matvöruverð til umfjöllunar

Matvöruverð verður til umfjöllunar í Pressu sem verður send út á vef Heimildarinnar í hádeginu í dag. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir þáttarins.  Pressa hefst klukkan 12 að hádegi í dag og er þátturinn opinn öllum áskrifendum Heimildarinnar.

Bæði er hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu og sem upptöku eftir útsendingu.