Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif

Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif

 „Kostnaðaráhrifin verða töluverð,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ í viðtali við Viðskiptablaðið 11.11.25.  Reglugerðin PPWR mun kalla á verulegar breytingar í virðiskeðju vara. 

Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR – Packaging and Packaging Waste Regulation) mun hafa víðtæk áhrif á íslenskan markað þegar hún verður innleidd hér á landi. Reglugerðin, sem öðlaðist gildi í ESB í febrúar 2025, hefur það markmið að draga úr magni umbúða og umbúðaúrgangs, auka endurvinnslu og styðja við hringrásarhagkerfið. 

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að regluverkið muni hafa áhrif á nær öll fyrirtæki í virðiskeðju vara.
„Áhrifin geta orðið margþætt, allt frá einskiptiskostnaði vegna breytinga á framleiðslu eða sölusvæði og uppbyggingu svæða til móttöku á endurnýjanlegum umbúðum til langtímakostnaðar vegna nýrra gerða umbúða,“ segir Benedikt.

Hann bendir á að reglugerðin muni krefjast mikils undirbúnings og að „heilt yfir má gera ráð fyrir að kostnaðaráhrif vegna PPWR verði töluverð.“

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng og vakti athygli í grein sinni í Viðskiptablaðinu fyrir stuttu að „í grunninn sé um jákvæða þróun að ræða“ en útfærslan verði að taka mið af íslenskum aðstæðum.

„Við erum lítið land í dreifðri byggð, háð innflutningi og með takmarkaða möguleika vegna smæðar markaðarins til að hafa áhrif á hönnun og framleiðslu umbúða erlendis,“ segir Guðrún. Hún leggur áherslu á „samræmda og raunhæfa innleiðingu“ og telur mikilvægt að stjórnvöld nálgist verkefnið í nánu samstarfi við atvinnulífið. 

Samtök verslunar og þjónustu hafa ásamt systursamtökum á Norðurlöndum þegar lagt fram tillögur um aðlögun að regluverkinu og vinna að því að tryggja að innleiðingin verði í takt við séríslenskar aðstæður. 

Lestu allt viðtalið og umfjöllunina inn á Viðskiptablaðinu HÉR! 

___________________
ATH! 
SVÞ, SI & Deloitte halda sérstakan kynningafund fyrir félagsfólk um innleiðingu PPWR þann 20. nóvember nk –
SMELLTU HÉR til að skrá þig. 

Íslenski neytandinn er ekki að sýna merki um samdrátt — enn sem komið er

Íslenski neytandinn er ekki að sýna merki um samdrátt — enn sem komið er

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, 7. nóvember 2025.

Sagði Benedikt þar m.a. að þrátt fyrir verðhækkanir og aukinn rekstrarkostnað finni verslunarmenn ekki fyrir verulegum samdrætti. „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt enn sem komið er,“ segir Benedikt.

Hann bendir á að hegðun neytenda sé þó að breytast – til dæmis með því að innkaup séu frestuð til mánaðamóta og fólk annað hvort kaupi ódýrari útgáfur innan sama vöruflokks eða nýti afsláttartímabil betur. „Það skiptist í tvennt, það er tilfærsla yfir á ódýrari hluta vara í sama vöruflokki. Það er þróun sem er búin að eiga sér stað síðustu tvö ár,“ segir Benedikt.

Jólaverslunin er hafin og fyrstu merki benda til að hún fari betur af stað en margir áttu von á. „Fyrstu merki eru allavega ekki að neytendur séu að halda að sér höndum,“ segir Benedikt.

LESTU ALLA FRÉTTINA INN Á VISI HÉR

Þegar kjörbúð lokar – versnar staða samfélaga

Þegar kjörbúð lokar – versnar staða samfélaga

SVÞ kallar eftir breytingum á rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum 

Lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri er meira en hefðbundin fækkun búða. Lífsgæði íbúa við Dýrafjörð skerðast.
Íbúar þurfa nú að aka 48 kílómetra í næstu verslun, fjarlægð sem er löng og oft erfið í vetrarfærð.  

„Þegar verslun lokar í litlu byggðarlagi skerðist ekki bara aðgengi að vörum – heldur kemur það niður að þjónustu, mannlífi og samfélagslegum gæðum“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, sem birti grein sem á Vísi í dag. 

Verslun sem samfélagsleg lífæð 

Hamona var ekki einungis dagvöruverslun heldur einnig afhendingastaður fyrir ÁTVR.   Sex aðrar verslanir víða um land, svo sem í Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík eru einnig afhendingastaðir ÁTVR. Þessar verslanir halda uppi þjónustu sem er nauðsynleg til að byggðir dafni.  Samkvæmt áætlunum SVÞ nam framlegð ÁTVR af sölu til íbúa Þingeyrar árið 2024 nær sexfaldri afkomu Hamonu árið 2022.  Þessi ávinningur féll Hamonu hinsvegar ekki í skaut. 

„Þetta eru fjárhæðir sem skipta sköpum í rekstri smærri verslana – fjárhæðir sem gætu jafnvel stuðlað að því að til staðar verði sæmilegar forsendur til heilsársreksturs.“ segir Benedikt. 

Tími til að endurskoða leikreglurnar 

SVÞ hafa lengi talað fyrir breytingum á fyrirkomulagi smásölu áfengis og leggja áherslu samkeppnishæfni.

„Við þurfum að skoða hvort núverandi fyrirkomulag þjónar landsbyggðinni eins og það á að gera,“ segir Benedikt. „Ef við viljum tryggja byggðafestu og mannlíf, þurfum við að huga að því hvernig við dreifum verðmætunum – ekki bara vörunum.“ 

Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað. Því er mikið undir að smærri verslanir fái svigrúm til að auka tekjur, þróa þjónustu og bæta rekstrarskilyrði.
Grein Benedikts S. Benediktssonar í heild má lesa á Vísi: Smelltu HÉR! 

Sjá viðtal við Benedikt á VISI.is 2.nóvember 2025: Smelltu HÉR!

Ný ESB-reglugerð um umbúðir – mikilvægt að greina áhrif á íslenskan markað

Ný ESB-reglugerð um umbúðir – mikilvægt að greina áhrif á íslenskan markað

Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR) tók gildi í desember 2024. Markmið hennar er að draga úr magni umbúða, auka endurvinnslu og efla hringrásarhagkerfið.

Í grein Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunnni, kemur fram að reglugerðin muni leiða til aukinna krafna á framleiðendur og seljendur vöru í Evrópu — og að nauðsynlegt sé að greina sérstaklega hvernig innleiðing slíkra reglna hefur áhrif á verð, vöruúrval og atvinnulíf á Íslandi.

Sjálfbærni verður að byggja á raunhæfum lausnum sem stuðla að bæði umhverfisvernd og rekstrarhæfni fyrirtækja í landinu.

📖 Lesa má grein Guðrúnar í heild sinni á vb.is.

Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 kl. 09:00 munu sérfræðingar Deloitte i samstarfi við SVÞ og SI halda fræðslufund á netinu um reglugerð PPWR.
Smelltu hér til að skrá þig til leiks.

Alþjóðlegar netverslanir – hvað er að gerast?

Alþjóðlegar netverslanir – hvað er að gerast?

Ójafnar leikreglur í alþjóðlegri netverslun skapa aukinn samkeppnishalla fyrir íslensk og evrópsk fyrirtæki. 

Ný skýrsla frá EuroCommerce – samtökum evrópskra verslunar- og þjónustufyrirtækja – varpar ljósi á hvernig stórir alþjóðlegir netmarkaðir á borð við Temu og Shein  hafa skapað nýjar áskoranir í netverslun frá þriðju ríkjum. 

Í skýrslunni kemur fram að innlend og evrópsk fyrirtæki, sem fylgja ströngum reglum um vöruöryggi, umhverfi og skatta, standi frammi fyrir ósanngjarnri samkeppni gagnvart seljendum utan EES sem oft sleppa við slíkar skyldur.
Þetta leiðir til verulegs samkeppnishalla, en jafnframt hættu fyrir neytendur þar sem fjöldi vara sem seldar eru beint frá þriðju ríkjum stenst ekki evrópska staðla. 

Ótryggar vörur, skert öryggi – og skakkur leikvöllur 

Samkvæmt EuroCommerce uppfylla allt að 80% vara sem seldar eru í gegnum netmarkaði á borð við Temu og Shein ekki öryggis- og gæðakröfur Evrópu.
Þrátt fyrir að milljarðar sendinga berist árlega inn á markaðinn bera netmarkaðstorgin sjálf enga lagalega ábyrgð á vörunum sem þau selja – ólíkt innlendum dreifingaraðilum sem þurfa að uppfylla strangar reglur. 

Á Haustréttum SVÞ 7. október sl., sagði Runar Wilksnes aðalhagfræðingur VIRKE, systursamtök SVÞ í Noregi, að þar í landi kæmu á hverjum degi 30.000.- sendingar frá Temu og Shein.  

Þetta veldur tvöföldu tjóni: 

  • Neytendur standa frammi fyrir óöruggum vörum, efnainnihaldi og rafmagnstækjum sem ekki uppfylla staðla. 
  • Fyrirtæki innan EES missa markaðshlutdeild vegna ólöglega lágs verðs sem byggir á því að sleppa við kostnað sem fylgir ábyrgri starfsemi. 

__________

Fundur SVÞ 29. október – Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? 

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða stjórnendum í verslun og þjónustu á upplýsingafund þann 29. október þar sem farið verður yfir stöðuna á Íslandi. 

Skráðu þig hér:
👉 Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? – Upplýsingafundur SVÞ 

Hlaðið niður skýrslunni
Aðildarfélög SVÞ geta nú nálgast “Minni útgáfu” af EuroCommerce-skýrslunni um netverslun frá þriðju ríkjum.  Skýrslan dregur fram lykilatriði um ósanngjarna samkeppni, lagaleg glufur og tillögur til að tryggja jafnvægi á evrópskum markaði. 

📄EuroCommerce Report 2025 – Light Version