Netverslun stórmarkaða og dagvöruverslana jókst um 37,9% frá fyrra ári!

Netverslun stórmarkaða og dagvöruverslana jókst um 37,9% frá fyrra ári!

Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei mælst hærri samkvæmt nýjustu skýrslu ágúst mánaðar frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem kom út á dögunum.

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst hærri en í ágúst sl. og nam hún rúmum 37,9 milljörðum kr. Veltan jókst um tæp 7,3% á milli mánaða en um 56,8% á milli ára. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 30,3% í ágúst sl. sem er næstum jafnt því sem var í ágúst 2019, en sama hlutfall var þá tæp 30,6%.

Netverslun heldur áfram að aukast og þá mesti í flokki stórmarkaða og dagvöruverslana en þar jókst hún um tæp 37,9% frá fyrra ári.

SJÁ NÁNAR HÉR! 

Haustið keyrt af stað hjá Samtökum verslunar og þjónustu

Haustið keyrt af stað hjá Samtökum verslunar og þjónustu

Samtök verslunar og þjónustu keyrði haust dagskránna í gang með sérstökum opnum viðburði sem var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær, 25.ágúst.

Dagskráin var fjölbreytt.

Sverrir Norland höfundur bókarinnar Stríð og kliður hélt hressandi erindi um mikilvægi þess að efla hugmyndarflugið og minnti okkur á að festast ekki um of í gagnadrifnu viðhorfi.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu kynnti ‘Stærstu áskorun í verslun og þjónustu til 2030’, samkvæmt skýrslu McKinsey sem vakti mikla athygli.

Þá kynnti Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri Samtaka verslunar og þjónustu haust viðburði samtakanna og fjóra nýjunga  í starfi samtakanna; ‘Leiðtoga mánaðarins‘, ‘Fyrirtækjaheimsóknir SVÞ‘ þar sem félagsfólk samtakanna gefst kostur á að kynnast fyrirtækjum og stofnunum innan samtakanna, fyrirhugaðri heimsókn Samtaka verslunar og þjónustu til Akureyrar og síðast en ekki síst ‘Örstefnumót‘ samtakanna, þar sem félagsfólk gefst tækifæri á að efla tengslanetið.

Nú þegar er hægt að bóka sætið sitt á þó nokkrum viðburðum samtakanna, sjá nánar um viðburði haustsins hér!

Að síðustu hélt Dr Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá EY erindi um áskoranir fyrirtækja í dag og í framhaldi af erindi Snjólaugar voru áhugaverðar pallborðsumræður undirstjórn Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SVÞ.

Á pallborði voru þau Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Fundarstjóri var Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Í lok dagskrá var netagerð og léttar veitingar.

Upptaka frá viðburðinum mun verða aðgengileg félagsfólki samtakanna á innri vef SVÞ fljótlega.

 

Kortavelta erlenda ferðamanna jókst um 24,7% í júlí s.l. [RV]

Kortavelta erlenda ferðamanna jókst um 24,7% í júlí s.l. [RV]

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir kortanotkun júlí mánaðar s.l. þar kemur m.a. fram að kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst jafn há frá upphafi mælinga.

Heildar greiðslukortavelta* í júlí sl. nam rúmum 125,1 milljörðum kr. og jókst um 15% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur fram að kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum kr. í júlí sl. og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7% á milli mánaða. Að raunvirði hefur veltan einungis mælst hærri í tveimur mánuðum frá upphafi mælinga, í júlí og ágúst árið 2018. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 35,4% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í júlí sl. Þjóðverjar komu næstir með 7,9% og svo Frakkar með 5,2%.

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 89,8 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst um 4,52% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 48 milljörðum kr. í júlí sl. sem er 0,85% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 3 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst hún um tæp 21,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,8 milljarði kr. í júlí sl. og jókst hún um rúm 9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR

 

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2022

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2022

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september.

Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu.

Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum:

„Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.

Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.

Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

  • Umhverfisfyrirtæki ársins
  • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
  • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
  • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
  • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
  • Innra umhverfi er öruggt
  • Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
  • Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
  • Framtak ársins
  • Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
  • Hefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif*Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Dagskrá verður birt er nær dregur.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

SMELLTU HÉR FYRIR ALLA FRÉTTINA

RSV | Velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga

RSV | Velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður frá könnun um notkun íslenskra greiðslukorta í maí 2022.   Þar kemur m.a. fram að velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga.  Heildar greiðslukortavelta* í maí sl. nam tæpum 106,8 milljörðum kr. og jókst um 23,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 87,7 milljörðum kr. í maí sl. og jókst um 8,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 46,5 milljörðum kr. í maí sl. sem er 0,23% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í netverslun nam 3,3 milljörðum kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 8,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,1 milljarði kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 20% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ALLA SKÝRSLUNA