Upptaka frá kynningarfundi: Redefining Reykjavík
Nýlega stóðu SVÞ og SAF að félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynntu markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum:
Við minnum einnig á skráninguna á VisitReykjavik.is vefinn og borginokkar.is sem fjallað var um á fundinum.
Hafa má samband í netfangið info@visitreykjavik.is ef aðstoð vantar við skráningu og ef fólk hefur frekari spurningar um herferðina má hafa samband við Línu Petru Þórarinsdóttur, forstöðumann markaðsmála Höfuðborgarstofu: lina@visitreykjavik.is
Verslunin blómstrar skv. nýrri skýrslu RSV
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur nú gefið út skýrslu um árið 2020 í verslun. Meðal helstu niðurstaðna er að íslensk verslun blómstrar og mælist 11% vöxtur milli ára, vefverslun eykst og erlend verslun dregst saman.
Sjá má frétt á vef setursins hér og þar má einnig hlaða skýrslunni niður í heild sinni.
Einnig má sjá frétt um kortaveltu í janúar 2021 hér.
Tekið var viðtal við Eddu Blumenstein, forstöðumann RSV í Speglinum á Rás 1 fimmtudaginn 18. febrúar og má hlusta á það hér.
Einnig var tekið viðtal við Eddu í Morgunútvarpi Rásar 2 og má hlusta á það hér.
Upplýsingafundur um ráðningarstyrk
Kynningarfundur: Redefining Reykjavík
SAF og SVÞ standa fyrir ZOOM félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynna markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.
Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk
Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.