Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Húsasmiðjan hefur sett í loftið nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp. Með smáforritinu geta viðskiptavinir Húsasmiðjunnar og Blómavals afgreitt sig sjálfir með lausn sem kallast „Skanna, borga út“ og komist þannig hjá afgreiðslukössum.

Meðal nýjunga býður appið einnig upp á greiðsludreifingu til allt að tólf mánaða sem getur hentað við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn.

SVÞ óskar Húsasmiðjunni Blómaval til hamingju með áfangann!

SJÁ UMFJÖLLUN UM NÝJA APPIÐ Í VIÐSKIPTABLAÐINU HÉR

Kaupmenn óttast að jólavörur berist ekki í tæka tíð

Kaupmenn óttast að jólavörur berist ekki í tæka tíð

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi um hversu lengi vörur eru að berast til landsins og að kaupmenn óttist að jólavörur skili sér ekki í tæka tíð fyrir jól.
 
Hér má hlusta á viðtalið á ca. 37. mínútu: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgkk
 
SVÞ óttast að frekari hækkanir séu í vændum

SVÞ óttast að frekari hækkanir séu í vændum

Í viðtali við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, í Viðskiptablaðinu og á Vb.is nýlega kemur fram að SVÞ óttast frekari verðbólguþrýstings vegna hrávöruverðhækkana og sumar verslanir hafa áhyggjur af afhendingu jólavarnings.

Viðtalið má sjá hér á vb.is og á bls. 10 í nýjasta tölublaði Víðskiptablaðsins.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ Á VB.IS

 

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið

Vínverslunin lögleg vegna EES samningsins

Vínverslunin lögleg vegna EES samningsins

Í umfjöllun Fréttablaðsins föstudaginn 14. maí fagna SVÞ starfsemi frönsku netverslunarinnar Santewines og segist Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ jafnframt vona að hún verði upphafið á endalokunum á löngu úreltu kerfi.

Í umfjölluninni segir m.a.: “Erlendar netverslanir hafa um langt árabil selt áfengi til íslenskra neytenda og byggist slíkt einfaldlega á einni grunnstoð EES samningsins, það er, um frjálst flæði vöru. Íslenskir neytendur hafa nýtt sér þennan möguleika í auknum mæli á undanförnum árum. Eini munurinn í þessu máli er að hér er hin franska netverslun með vörulager á Íslandi og verður að telja að bann við slíku færi gegn tilgreindu ákvæði EES samningsins. Að þessu sögðu verður ekki annað séð en hér sé um fyllilega löglega starfemi að ræða.”

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI