Framtíðin er græn og stafræn

Framtíðin er græn og stafræn

Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni;

Framtíðin er græn og stafræn, vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála

Hvernig getur fyrirtækið þitt vaxið og dafnað á tímum stafrænna umbreytinga og svarað kröfu samfélagsins til umhverfismála?

Upplifun viðskiptavina er ávallt í forgrunni hjá Krónunni. Umhverfið breytist, viðskiptavinir sömuleiðis og vill Krónan breytast í takt.

Til að svo verði þarf oft að taka framúrstefnulegar og djarfar ákvarðanir. Í erindinu verður fjallað um vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála á síðustu árum og hvernig þessir tveir mikilvægu þættir geta haldist í hendur.

Fyrirlesturinn verður í beinni á Zoom.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?

Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.

Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu og aðalfyrirlesari Sjálfbærnidagsins segir m.a.; „Viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þessari þróun mun aðeins vaxa ásmegin“

Sjálfbærnidagurinn fer fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 frá 09:00 – 12:30 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu.
Í ár er sjónum beint að kolefnishlutleysi.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum

Nú kl. 16 hefst sérstakur fundur SA og SVÞ um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum. Meðal þeirra sem halda erindi eru Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hér fyrir neðan má sjá lifandi streymi frá fundinum, en honum er einnig streymt á Facebook viðburði og síðum samtakanna og á helstu fréttamiðlum.

DAGSKRÁ:

Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur

Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð: Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi

Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða: Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir

Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir: Samningagerð í heilbrigðisþjónustu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi: Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi

Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

SJÁ STREYMIÐ HÉR: