Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV er á góðri siglingu eftir formlega opnun á verkefninu Ræktum vitið.
Markmiðin eru skýr: að gera sí- og endurmenntun að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af starfsumhverfi í verslunar- og þjónustugreinum.

Til að halda áfram á þessari braut og tryggja árangur – komum við til með að kanna árlega stöðuna hjá aðildarfélögum okkar og nú stendur einmitt yfir árleg könnun Maskínu og við hvetjum stjórnendur hjá aðildarfyrirtækjum SVÞ sérstaklega til þátttöku.

✔ Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara
✔ Þín skoðun skiptir máli
✔ Með þátttöku leggur þú þitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar

Líkt og áður eru tvær kannanir í gangi:
🔹 Ein fyrir starfsfólk innan VR
🔹 Og ein fyrir stjórnendur innan SVÞ

Við ætlum að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett voru í samstarfssamningnum – en við gerum það ekki án ykkar.

Maskína hefur nú sent út könnunartengil með tölvupósti – framlag þitt skiptir máli.

Ræktum vitið – Nýtt átak sem eflir hæfni í verslun og þjónustu

Ræktum vitið – Nýtt átak sem eflir hæfni í verslun og þjónustu

Mikilvæg skref í starfsmenntamálum

Framtíð verslunar og þjónustu byggir á hæfni starfsfólksins sem stendur að baki henni. Með það í huga hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, VR og Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) tekið höndum saman í metnaðarfullu átaki sem miðar að því að styrkja stöðu starfsfólks og fyrirtækja í greininni til ársins 2030.

Í vikunni var vefsíðan Ræktum vitið formlega opnuð – en hún er mikilvægur þáttur í því að gera markvissa hæfniþróun aðgengilega fyrir íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra. Verkefnið byggir á samningi sem SVÞ, VR og LÍV undirrituðu árið 2023 og snýr að aukinni sí- og endurmenntun í greininni.

Formleg opnun vefsíðunnar ‘Ræktum vitið’

Sérstakur viðburður um stöðu og mikilvægi sí- og endurmenntunar í verslun og þjónustu var haldin mánudaginn 17. febrúar sl, þar sem fjallað var um leiðir til að efla hæfni starfsfólks í takt við breyttar kröfur atvinnulífsins. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, og Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, lögðu áherslu á mikilvægi þess að fyrirtæki taki virkan þátt í menntun starfsfólks og hvernig slík nálgun getur aukið samkeppnishæfni íslenskrar verslunar.

Menntastefna skiptir sköpum

Á viðburðinum kynnti Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR, niðurstöður könnunar sem sýna að menntastefna fyrirtækja hefur afgerandi áhrif á það hvort starfsfólk sækir sér sí- og endurmenntun. Þar kom fram að 70% starfsfólks í fyrirtækjum með menntastefnu hefur nýtt sér slíkt nám, á meðan hlutfallið er mun lægra hjá fyrirtækjum án skýrrar stefnu.

Auk þess kynnti Dr. Edda Blumenstein, fagstjóri við Háskólann á Bifröst, nýtt nám í verslun og þjónustu sem hefst haustið 2025. Námið leggur áherslu á hagnýta þekkingu og leiðtogafærni og markar nýtt skref í uppbyggingu menntunar fyrir starfsfólk í greininni.

Leiðir til árangurs – Nýttu ChatGPT til að hanna Menntastefnu fyrirtækisins.

Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ, fór yfir sérstaka ChatGPT fyrirmæla handbók sem leið fyrir fyrirtæki til að móta skýra menntastefnu og nýta sér nýjustu tækni við hæfniþróun starfsfólks. Þar kom m.a. fram hvernig gervigreindartól á borð við ChatGPT geta einfaldað stefnumótun í sí- og endurmenntun og gert fyrirtækjum auðveldara að innleiða markvissa hæfniþróun.

Metnaðarfull markmið til 2030

Samstarf VR, LÍV og SVÞ byggir á þremur lykilmarkmiðum sem stefnt er að því að ná fyrir árið 2030:

80% starfsfólks í verslun og þjónustu taki þátt í sí- og endurmenntun með það að markmiði að efla hæfni sína.

80% starfsfólks með íslensku sem annað tungumál nái B1 hæfni í íslensku samkvæmt Evrópska tungumálarammanum, sem eykur möguleika þeirra á vinnumarkaði og styrkir þjónustu í greininni.

Þróuð verði aðferðafræði fyrir vottun hæfni sem gerir starfsfólki og fyrirtækjum kleift að sýna fram á viðurkennda færni á sviði verslunar og þjónustu.

Þessi markmið eru ekki aðeins mikilvæg fyrir starfsfólk í greininni heldur fyrir alla íslenska verslun og þjónustu – því betur menntað starfsfólk þýðir sterkari fyrirtæki og betri þjónusta til neytenda.

SVÞ hvetur öll fyrirtæki í verslun og þjónustu til að kynna sér Ræktum vitið og taka þátt í því að móta framtíð greinarinnar.

Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR og Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ settu vefinn Ræktum vitið formlega í gang

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ var fundarstjóri

Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR fór yfir niðurstöður könnunar um stöðu sí og endurmenntunar hjá stjórnendum og starfsfólki í verslunar og þjónustugreinum.

Dr. Edda Blumenstein, fagstjóri hjá Háskólanum Bifröst, kynnti nýtt nám í verslun og þjónustu sem skólinn býður upp á frá hausti 2025.

 

Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri SVÞ

Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri SVÞ sagði frá ChatGPT Fyrirmæla Handbókinni til að hanna skýra Menntastefnu fyrirtækisins.

___________

 

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.

Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.

Ræktum vitið: Ný nálgun á hæfniþróun í verslun og þjónustu

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV hafa hrundið af stað metnaðarfullu verkefni, Ræktum vitið, sem hefur það markmið að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum. Verkefnið leggur áherslu á símenntun, íslenskukunnáttu og þróun faglegra vottana til að tryggja samkeppnishæfni og framþróun greinarinnar.

Til að styðja stjórnendur við að innleiða markvissa menntastefnu hefur verið útbúin handbók með 20 ChatGPT fyrirmælum sem auðveldar greiningu á fræðsluþörfum og hjálpar fyrirtækjum í verslunar og þjónustugreinum að móta stefnu í hæfniþróun starfsfólks.

„Nýtum okkur gervigreindina til að móta einstaklingsmiðaða og sveigjanlega menntastefnu sem tekur mið af breyttum kröfum atvinnulífsins. Þessi einfalda handbók gefur stjórnendum verkfæri til að nýta tæknina í þágu starfsþróunar,“ segir Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ.

Smelltu hér — 20 ChatGPT FYRIRMÆLI RÆKTUM VITIÐ – MENNTASTEFNA til að hlaða niður fyrirmæla handbókinni.

Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar.  Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Tilnefna: https://form.123formbuilder.com/6570890/menntaverdhlaun-atvinnulifsins-2024

Á myndinni sést þegar Elko tók við verðlaunum sem Menntafyrirtæki ársins 2024