04/12/2024 | Fræðsla, Fréttatilkynningar, Fréttir, Menntun
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar. Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Tilnefna: https://form.123formbuilder.com/6570890/menntaverdhlaun-atvinnulifsins-2024
Á myndinni sést þegar Elko tók við verðlaunum sem Menntafyrirtæki ársins 2024
12/08/2024 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.
Dagsetning: 19. september nk.
Staður: Silfurberg, Harpa
Tími: 15:00 – 17.00
Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands. Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins beinum við kastljósinu að grænni orku og grænum lausnum. Við ræsum þá vegferð á Ársfundi atvinnulífsins 19. september undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir.
Nánari dagskrá fundarins er kunngjörð síðar í ágúst.
Skráning nauðsynleg HÉR!
22/03/2024 | Fræðsla, Fréttir, Menntun, Umhverfismál, Upptaka
Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum höfuðstöðvum Deloitte á Íslandi, Dalvegi 30.
Tilgangur dagsins í ár var að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og hvenær er stutt í grænþvott. Í kjölfar sameiginlegrar dagskrár var boðið upp á vinnustofu fyrir leiðtoga fjármála og sjálfbærni þar sem við heyrum reynslusögur fyrirtækja af EU Taxonomy og eigum gagnlegar samræður.
Aðalfyrirlesari dagsins var Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála á Norðurlöndunum og meðeigandi Deloitte.
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins og Deloitte from Samtök atvinnulífsins.
02/01/2024 | Fræðsla, Fréttir
Samfélag fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum SVÞ, hefur nýtt ár með áhugaverðu erindi undir heitinu:
Lykilþættir lífeyrismála:Er áætlun um starfslok mannauðsmál?
Áætlun um starfslok: Mótun framtíðar með LV
Fyrirlesarar: Hildur Hörn Daðadóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs LV og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri LV.
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk innan SVÞ.
Smellið HÉR fyrir nánari upplýsingar um aðild.
SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU!
15/08/2023 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin!
Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.
Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!
31/03/2023 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
EuroCommerce og McKinsey bjóða félagsfólki SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu inn á einstakan vefviðburð til að kynna skýrslu þeirra um stöðu matvælaverslana fyrir árið 2023.
Viðburðurinn fer fram 18. apríl kl. 11:30-12:30 CEST (09:30 á íslenskum tíma)
Sérfræðingar EuroCommerce og McKinsey sem og leiðtogar í geiranum munu taka þátt og ræða tölfræði sem móta matvælaverslanir á árinu og hvað þarf til að takast á við markaðsóvissu til að tryggja rekstur matvælaverslana í framtíðinni.
Farið verður yfir niðurstöður úr nýjustu skýrslu McKinsey um stöðu matvælageirans fyrir 2023.
Allar nánari upplýsingar ásamt skráningarhlekk má finna á vefsíðu McKinsey – SMELLIÐ HÉR!
Síða 1 af 1812345...10...»Síðasta »