BS Nám sem styrkir framtíð verslunar og þjónustu

BS Nám sem styrkir framtíð verslunar og þjónustu

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir í BS-nám í Stjórnun í verslun og þjónustu á vorönn 2026. Námið er sérhannað fyrir þá sem starfa í verslunar- og þjónustugreinum og vilja efla hæfni sína í stjórnunar- og rekstrarhlutverkum innan einnar stærstu atvinnugreinar landsins.

Námið er sveigjanlegt og aðgengilegt — engin skólagjöld, engin mætingaskylda og fyrirlestrar aðgengilegir hvar og hvenær sem er. Þetta gerir þátttakendum kleift að samræma vinnu og nám á eigin forsendum. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember – nánari upplýsingar má finna HÉR!

BS-námið í Stjórnun í verslun og þjónustu veitir traustan grunn að stjórnunarstarfi og styður við starfsþróun bæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Samkvæmt nýlegri grein SVÞ starfar fjórði hver Íslendingur í verslun og þjónustu, en samt er algengur misskilningur að störf í greininni séu aðeins byrjunarstörf.


„Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ.

Námstilboðið fellur vel að samstarfsverkefni SVÞ og VR Ræktum vitið, sem hvetur fyrirtæki í verslun og þjónustu til sí og endurmenntunar til að efla menntun og hæfni starfsfólks – því mannauðurinn er besta samkeppnisforskot greinarinnar.

Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Ég veit ekki hvort þú veist það en það eru allar líkur á að í dag, í gær eða a.m.k. í vikunni eigir þú viðskipti við fyrirtæki sem er í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu. Fyrirtækin stuðla að frjósemi, reka leikskóla, selja matvörur, föt og byggingarvörur, miðla líftryggingum, leigja fasteignir, selja og gera við bíla, reka kvikmyndahús og veita útfararþjónustu – og allt þar á milli.

SVÞ eru málsvari um 430 fyrirtækja sem fylgja þér frá getnaði til grafar.

Þetta er ekki aðeins áhugaverð staðreynd því einkennandi greinar verslunar og þjónustu hafa mikil áhrif á samfélagið:

  • Um 19% verðmætasköpunar þjóðarbúsins má rekja til verslunar og þjónustu en fyrir þá fjárhæð mætti kaupa hátt í 280 milljónir brauðosta af dýrari gerðinni.
  • Um 40% einkaneyslunnar fer um hendur greinanna en fyrir þá fjárhæð mætti kaupa um 130 þúsund bíla af gerðinni Suzuki Vitara.
  • Um 50 þúsund manns starfa í greinunum en með þeim fjölda væri unnt að kjaftfylla Laugardalsvöllinn rúmlega fimm sinnum.
  • Árlega skila greinarnar 200 milljörðum króna í opinber gjöld sem er svipað og það kostar að mennta hátt í 70 þúsund grunnskólabörn.

Án fyrirtækjanna væri lítið um útrás annarra atvinnugreina. Hvar væri sjávarútvegurinn án eldsneytis og orku, varahluta og vöruflutnings? Hvernig stæði hugverkasköpunin án tæknibúnaðar? Hvernig ætli starfsmönnum í iðnaði liði án vinnufatnaðar? Væru allir ferðamennirnir enn í Reykjanesbæ ef engir væru bílarnir? Með hverju á að hræra í pottunum ef engar eru sleifarnar?

Það er hlutverk SVÞ að minna á þetta samhengi – og skapa vettvang þar sem fólk stillir saman strengi, ræðir áskoranir og horfir til framtíðar. Hinn 7. október næstkomandi fara fram Haustréttir SVÞ – leiðtogafundur verslunar og þjónustu.

Frá getnaði til grafar og inn í framtíðina. SVÞ standa vörð um hagsmuni sem snerta alla landsmenn, á hverjum einasta degi.

Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

 Grein á Vísi Við fylgjum þér frá getnaði til grafar – Vísir

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Erlendar netverslanir á borð við Shein og Temu eru fyrirferðarmiklar á neytendamarkaði og íslensk verslunarfyrirtæki hafa af þeim sökum staðið frammi fyrir áskorunum. Fjölmörg dæmi eru um að netverslanir sem selja vörur beint frá ríkjum utan EES-svæðisins gæti þess ekki að uppfylltar séu strangar kröfur sem fyrirtæki á EES-svæðinu þurfa að fylgja, m.a. hvað varðar vöruöryggi, efnainnihald, eða upplýsingagjöf til neytenda. 

Þetta er ekki bara spurning um ójafna samkeppni – þetta snýst um traust, öryggi og framtíð íslenskrar verslunar. 

SVÞ Samtök verslunar og þjónustu bjóða til upplýsingafundar miðvikudaginn 29. október kl. 08:30 í Húsi atvinnulífsins, þar sem við ræðum stöðuna á Íslandi, þróun í Evrópu og aðgerðir sem eru í sjónmáli. 

Á fundinum koma saman fulltrúar frá Rannsóknasetri verslunarinnar, Umhverfisstofnun, Mannvirkjastofnun, Neytendastofu og Kringlunni – auk SVÞ . 

👉 Vertu með – mótaðu framtíðina með okkur! 

Þetta er tækifærið til að taka þátt í samtali sem skiptir máli.  

Skráðu þig hér – umræðan fer fram 29. október kl. 08:30. 

 Ekki láta þetta fram hjá þér fara – þetta snýst um framtíðina. 

 

Tilgangur sem drifkraftur – SVÞ býður félagsfólki á morgunfund með Skúla Valberg

Tilgangur sem drifkraftur – SVÞ býður félagsfólki á morgunfund með Skúla Valberg

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsfólki sínu til morgunfundar 14. maí þar sem Skúli Valberg Ólafsson, rekstrarráðgjafi hjá KPMG, fjallar um hvernig tilgangur getur orðið lykill að meiri árangri í rekstri.

Á fundinum varpar Skúli ljósi á hvernig lifandi tilgangur – þegar hann er virkur hluti af stefnu og menningu – getur styrkt teymi, aukið tengsl við viðskiptavini og skilað mælanlegum árangri. Með víðtæka reynslu af leiðtogastörfum og breytingastjórnun, dregur hann fram dæmi úr raunveruleikanum og niðurstöður rannsókna.

Viðburðurinn fer fram á Zoom kl. 08:30 og er eingöngu opinn félagsfólki SVÞ.
Þeir sem taka þátt í beinni útsendingu fá tækifæri til að spyrja spurninga, en upptaka verður einnig aðgengileg síðar á innri vef samtakanna.

Skráning er hafin – tryggðu þér sæti og innblástur fyrir þinn rekstur.
SMELLTU HÉR til að skrá þig til leiks.

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV er á góðri siglingu eftir formlega opnun á verkefninu Ræktum vitið.
Markmiðin eru skýr: að gera sí- og endurmenntun að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af starfsumhverfi í verslunar- og þjónustugreinum.

Til að halda áfram á þessari braut og tryggja árangur – komum við til með að kanna árlega stöðuna hjá aðildarfélögum okkar og nú stendur einmitt yfir árleg könnun Maskínu og við hvetjum stjórnendur hjá aðildarfyrirtækjum SVÞ sérstaklega til þátttöku.

✔ Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara
✔ Þín skoðun skiptir máli
✔ Með þátttöku leggur þú þitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar

Líkt og áður eru tvær kannanir í gangi:
🔹 Ein fyrir starfsfólk innan VR
🔹 Og ein fyrir stjórnendur innan SVÞ

Við ætlum að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett voru í samstarfssamningnum – en við gerum það ekki án ykkar.

Maskína hefur nú sent út könnunartengil með tölvupósti – framlag þitt skiptir máli.