Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Ég veit ekki hvort þú veist það en það eru allar líkur á að í dag, í gær eða a.m.k. í vikunni eigir þú viðskipti við fyrirtæki sem er í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu. Fyrirtækin stuðla að frjósemi, reka leikskóla, selja matvörur, föt og byggingarvörur, miðla líftryggingum, leigja fasteignir, selja og gera við bíla, reka kvikmyndahús og veita útfararþjónustu – og allt þar á milli.

SVÞ eru málsvari um 430 fyrirtækja sem fylgja þér frá getnaði til grafar.

Þetta er ekki aðeins áhugaverð staðreynd því einkennandi greinar verslunar og þjónustu hafa mikil áhrif á samfélagið:

  • Um 19% verðmætasköpunar þjóðarbúsins má rekja til verslunar og þjónustu en fyrir þá fjárhæð mætti kaupa hátt í 280 milljónir brauðosta af dýrari gerðinni.
  • Um 40% einkaneyslunnar fer um hendur greinanna en fyrir þá fjárhæð mætti kaupa um 130 þúsund bíla af gerðinni Suzuki Vitara.
  • Um 50 þúsund manns starfa í greinunum en með þeim fjölda væri unnt að kjaftfylla Laugardalsvöllinn rúmlega fimm sinnum.
  • Árlega skila greinarnar 200 milljörðum króna í opinber gjöld sem er svipað og það kostar að mennta hátt í 70 þúsund grunnskólabörn.

Án fyrirtækjanna væri lítið um útrás annarra atvinnugreina. Hvar væri sjávarútvegurinn án eldsneytis og orku, varahluta og vöruflutnings? Hvernig stæði hugverkasköpunin án tæknibúnaðar? Hvernig ætli starfsmönnum í iðnaði liði án vinnufatnaðar? Væru allir ferðamennirnir enn í Reykjanesbæ ef engir væru bílarnir? Með hverju á að hræra í pottunum ef engar eru sleifarnar?

Það er hlutverk SVÞ að minna á þetta samhengi – og skapa vettvang þar sem fólk stillir saman strengi, ræðir áskoranir og horfir til framtíðar. Hinn 7. október næstkomandi fara fram Haustréttir SVÞ – leiðtogafundur verslunar og þjónustu.

Frá getnaði til grafar og inn í framtíðina. SVÞ standa vörð um hagsmuni sem snerta alla landsmenn, á hverjum einasta degi.

Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

 Grein á Vísi Við fylgjum þér frá getnaði til grafar – Vísir

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Erlendar netverslanir á borð við Shein og Temu eru fyrirferðarmiklar á neytendamarkaði og íslensk verslunarfyrirtæki hafa af þeim sökum staðið frammi fyrir áskorunum. Fjölmörg dæmi eru um að netverslanir sem selja vörur beint frá ríkjum utan EES-svæðisins gæti þess ekki að uppfylltar séu strangar kröfur sem fyrirtæki á EES-svæðinu þurfa að fylgja, m.a. hvað varðar vöruöryggi, efnainnihald, eða upplýsingagjöf til neytenda. 

Þetta er ekki bara spurning um ójafna samkeppni – þetta snýst um traust, öryggi og framtíð íslenskrar verslunar. 

SVÞ Samtök verslunar og þjónustu bjóða til upplýsingafundar miðvikudaginn 29. október kl. 08:30 í Húsi atvinnulífsins, þar sem við ræðum stöðuna á Íslandi, þróun í Evrópu og aðgerðir sem eru í sjónmáli. 

Á fundinum koma saman fulltrúar frá Rannsóknasetri verslunarinnar, Umhverfisstofnun, Mannvirkjastofnun, Neytendastofu og Kringlunni – auk SVÞ . 

👉 Vertu með – mótaðu framtíðina með okkur! 

Þetta er tækifærið til að taka þátt í samtali sem skiptir máli.  

Skráðu þig hér – umræðan fer fram 29. október kl. 08:30. 

 Ekki láta þetta fram hjá þér fara – þetta snýst um framtíðina. 

 

Tilgangur sem drifkraftur – SVÞ býður félagsfólki á morgunfund með Skúla Valberg

Tilgangur sem drifkraftur – SVÞ býður félagsfólki á morgunfund með Skúla Valberg

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsfólki sínu til morgunfundar 14. maí þar sem Skúli Valberg Ólafsson, rekstrarráðgjafi hjá KPMG, fjallar um hvernig tilgangur getur orðið lykill að meiri árangri í rekstri.

Á fundinum varpar Skúli ljósi á hvernig lifandi tilgangur – þegar hann er virkur hluti af stefnu og menningu – getur styrkt teymi, aukið tengsl við viðskiptavini og skilað mælanlegum árangri. Með víðtæka reynslu af leiðtogastörfum og breytingastjórnun, dregur hann fram dæmi úr raunveruleikanum og niðurstöður rannsókna.

Viðburðurinn fer fram á Zoom kl. 08:30 og er eingöngu opinn félagsfólki SVÞ.
Þeir sem taka þátt í beinni útsendingu fá tækifæri til að spyrja spurninga, en upptaka verður einnig aðgengileg síðar á innri vef samtakanna.

Skráning er hafin – tryggðu þér sæti og innblástur fyrir þinn rekstur.
SMELLTU HÉR til að skrá þig til leiks.

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV er á góðri siglingu eftir formlega opnun á verkefninu Ræktum vitið.
Markmiðin eru skýr: að gera sí- og endurmenntun að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af starfsumhverfi í verslunar- og þjónustugreinum.

Til að halda áfram á þessari braut og tryggja árangur – komum við til með að kanna árlega stöðuna hjá aðildarfélögum okkar og nú stendur einmitt yfir árleg könnun Maskínu og við hvetjum stjórnendur hjá aðildarfyrirtækjum SVÞ sérstaklega til þátttöku.

✔ Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara
✔ Þín skoðun skiptir máli
✔ Með þátttöku leggur þú þitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar

Líkt og áður eru tvær kannanir í gangi:
🔹 Ein fyrir starfsfólk innan VR
🔹 Og ein fyrir stjórnendur innan SVÞ

Við ætlum að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett voru í samstarfssamningnum – en við gerum það ekki án ykkar.

Maskína hefur nú sent út könnunartengil með tölvupósti – framlag þitt skiptir máli.