12/02/2019 | Fréttir, Verslun
Í grein á vef Fjármálaráðuneytisins í dag kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Verðlag á Íslandi var 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017 samkvæmt rannsókn evrópsku hagstofunnar Eurostat sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Í þeim samanburði er verðlag í krónum umreiknað í verðlag í evrum og því hafa gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða. Styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hefur aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hefur stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum eins og komist er að í skýrslu Hagfræðistofnunar.“
Lesa má greinina í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins hér.
07/02/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi í tengslum við fréttir af því að matvörukarfan væri dýrust á Íslandi. Benti hann þar á áhrif tollaverndar íslenskrar búvöru á matvöruverð á Íslandi.
Smellið hér til að sjá umfjöllunina og viðtalið við Andrés.
06/02/2019 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Þriðjudaginn 19. febrúar mun SVÞ halda morgunverðarráðstefnu um sjálfbærnimál, undir yfirskriftinni Hagnaðurinn af sjálfbærni – ekki bara samfélagsleg ábyrgð heldur einfaldlega góð viðskipti
Hvar: Grand Hótel Reykjavík
Hvenær: Þriðjudagur 19. febrúar kl. 8:30-10:00
Skráning: https://tix.is/is/event/7554/morgunver-arra-stefna-hagna-urinn-af-sjalfb-rni-/
Aðalerindi: Ávinningur af sjálfbærni? – tækifæri, hagnaður og hagkvæmni
– Dr. Hafþór Ægir frá Circular Solutions
Hver er ávinningurinn af sjálfbærni og loftslagsmálum fyrir reksturinn þinn?
70% af neytendum láta sjálfbærni stýra kauphegðun sinni.
79% fyrirtækja forgangsraða loftslagsbreytingum þegar horft er á Heimsmarkmið SÞ.
Hvaða tækifæri eru til staðar fyrir fyrirtæki til að mæta þessum áskorunum, skapa sér samkeppnisforskot, auka virði vörumerkisins, stýra áhættu í virðiskeðjum, birgjamati o.fl.?
Dr. Hafþór Ægir mun fara yfir helstu tækifæri og möguleika fyrirtækja til þessa að mæta þessum áskorunum, skapa sér samkeppnishæfni og skapa jákvæð áhrif á hina þrískiptu rekstrarafkomu (People, Planet, Profit). Einnig verður farið yfir helstu áhættur sem steðja að fyrirtækjum með alþjóðlegar virðiskeðjur.
Hafþór Ægir er með doktorspróf í verkfræði frá DTU í Danmörku og hefur margra ára reynslu af sjálfbærnimálum og sérhæfingu í sjálfbærni fyrirtækja.
Hafþór er einn af eigendum CIRCULAR Solutions, en fyrirtækið hefur unnið að sjálfbærniverkefnum með fjölda fyrirtækja, svo sem Marel, VÍS, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun.
CIRCULAR Solutions er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja og aðstoðar við að flýta ferlinu í átt að sjálfbærni með betri ákvarðanatöku og beri viðskiptagreind sem skapar virði fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild. Að auki starfa hjá fyrirtækinu Bjarni Herrera, forstjóri, Dr. Reynir Smári Atlason, sérfræðingur m.a. í sjálfbærri vöruþróun og Birgir Örn Smárason, sérfræðingur m.a. í sjálfbærum virðiskeðjum í sjávarútvegi.
Erindi úr viðskiptalífinu: Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Gréta María tók við starfi framkvæmdarstjóra Krónunnar 2018 en gengdi stöðu fjármálastjóra Festi 2 ár þar á undan. Hún var forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka frá 2010-2016 en þar áður starfaði hún í fjárstýringu, fyrst hjá Sparisjóðabankanum og síðar Seðlabanka Íslands. Á árunum 2005-2007 starfaði Gréta María í upplýsingatækni hjá VKS og Kögun og sinnti þar gæðamálum og ráðgjöf. Gréta María hefur verið stundakennari frá 2010 fyrst við Verkfræðideild Háskóla Íslands og síðar við MPM námið í Háskóla Reykjavíkur.
Erindi úr viðskiptalífinu: Ina Vikøren, yfirmaður sjálfbærnimála hjá H&M Í Noregi og á Íslandi
Ina er yfir sjálfbærnimálum hjá H&M í Noregi og á Íslandi. Það er hennar hlutverk að tryggja að H&M í báðum löndum nái metnaðarfullum markmiðum sínum um að vera 100% sjálfbært og endurnýtanlegt, 100% heiðarlegt og að réttindi allra séu jöfn og að H&M sé 100% að leiða þessar breytingar á markaðnum.
Ina er með meistaragráðu í iðnhagfræði og frumkvöðlafræðum, með áherslu á sjálfbær viðskiptalíkön í hringrásarhagkerfinu. Hún vann áður hjá World Wildlife Fund (WWF), Innovation Norway, norsku umhverfisstofnuninni og sem ráðgjafi í stefnumótun sjálfbærra viðskipta.
Hún hóf störf hjá H&M haustið 2018 vegna þess, eins og hún segir, að “svo víðfemt fyrirtæki og af þessari stærðargráðu ber ekki bara ábyrgð á því að leiða breytingar í átt að sjálfbærari tísku- og hönnunariðnaði heldur er það einnig frábært tækifæri fyrir það.”
28/01/2019 | Fréttir, Viðburðir
Í framhaldi af fyrirlestri Eddu Blumenstein þann 29. janúar undir yfirskriftinni Að lifa af í breyttum heimi verslunar og þjónustu: Omni Channel stefnumörkun sem eykur samkeppnishæfni þíns fyrirtækis, verður haldin heilsdags vinnustofa þann 26. febrúar nk. frá kl. 9-5 þar sem þátttakendur marka omni channel stefnu fyrir sitt fyrirtæki undir leiðsögn Eddu.
Á vinnustofunni munu þáttakendur:
- Kortleggja núverandi stöðu fyrirtækisins síns – Skynja
- Greina tækifæri fyrirtækisins – Grípa
- Setja upp aðgerðaáætlun fyrir sitt fyrirtæki – Umbreyta
Afraksturinn verður skýr stefna og aðgerðaráætlun sem eflir samkeppnishæfni þíns fyrirtækis í sítengdum heimi.
Verð fyrir SVÞ félaga:
Kr. 25.000 fyrir fyrsta aðila frá fyrirtæki en aðrir frá sama fyrirtæki greiða kr. 10.000,-
Verð fyrir aðra:
Kr. 45.000 fyrir fyrsta aðila en aðrir frá sama fyrirtæki greiða kr. 15.000,-
Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan. Upplýsingar um greiðslu verða sendar megintengilið fyrirtækisins. Skráning er ekki staðfest fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. Athugið að SVÞ áskilur sér rétt til að afboða vinnustofuna ef ekki er næg þátttaka.