13/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Hulda og Logi á K100 fengu markaðs- og kynningarstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur í heimsókn til sín 12. október sl. til að ræða netverslun í tilefni af „Singles Day“ og fréttum af gríðarlegri sölu Alibaba á þeim degi.
Hér má sjá fréttina á mbl.is og upptöku af viðtalinu.
13/11/2018 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifaði grein á Vísi þann 12. nóvember. Í greininni fjallar hann um skort á aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við dómi Hæstaréttar þar sem staðfest var lögmæti innflutnings á fersku kjöti. Ríkið skapar sér nú skaðabótaskyldu með því að halda áfram að gera ferskt kjöt upptækt við komu til landsins. Greinina í heild sinni má lesa á vef Vísis hér.
12/11/2018 | Fréttir, Verslun
Opið er fyrir skráningar í Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun en umsóknarfrestur er til 20. janúar 2019. Námið er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum sem hafa áhuga á að efla sig enn frekar í starfi. Hægt er að skrá sig í námið á vefsíðu Bifrastar.
Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára dreifnám með vinnu og eru grunnáfangar þess birgða-, vöru og rekstrarstjórnun, kaupmennska og verslunarréttur sem eru sérstaklega hannaðir fyrir nám í verslunarstjórnun. Einnig taka nemendur áfanga í rekstrarhagfræði, stjórnun, mannauðsstjórnun, þjónustustjórnun og reikningshaldi ásamt einum valáfanga sem nú þegar er kenndur til BS gráðu í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík.
Hægt er að sitja áfangana þar sem námsmanni hentar, hvort sem er í staðnámi í HR eða í fjarnámi frá Bifröst.
Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og veitir góðan grunn í viðskipta- og verslunarrekstri.
Almenn inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám. Reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar er skilyrði.
Hægt er að afla frekari upplýsingar á www.ru.is og www.bifrost.is
09/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að bregðist stjórnvöld ekki strax við dómi Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti sé ríkið að skapa sér skaðabótaskyldu. „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild. Umfjöllun má sjá á vef Vísis hér og í tölublaðinu frá 9. nóvember.
09/11/2018 | Fréttir, Greiningar
Samantekt frá SVÞ um þróun undirliða vísitölu neysluverðs í október 2018.
Hér má lesa greininguna í heild sinni.
05/11/2018 | Fréttir, Stafræn viðskipti, Verslun
Undirbúningsfundur að stofnun faghóps um stafræna verslun var haldin í Húsi atvinnulífsins 29. október sl. Rætt var um í hvers konar málefnum slíkur hópur gæti beitt sér og ákveðið að stefna að formlegum stofnfundi mánudaginn 12. nóvember næstkomandi.
Helstu mál sem talið var að faghópurinn gæti beitt sér í voru:
- Slæm samkeppnisstaða íslenskra netverslana gagnvart erlendum samkeppnisaðilum
- Hár flutnings- og sendingarkostnaður sem hamlar dreifingu
- Þjónustugæði flutnings- og sendingarþjónustu
- Afnám niðurgreiðslna póstflutninga frá Kína vegna alþjóðlegra samninga
- Tolla- og virðisaukaskattsmál í tengslum við stöðu íslenskra verslana gagnvart erlendri samkeppni
- Flækjustig tollamála og annarrar pappírsvinnu við útflutning, þ.e. fyrir sölu úr íslenskum vefverslunum inn á erlenda markaði
- Skortur á aðgengi að sjóðum sem styrkt geta nýsköpun í stafrænni verslun
- Nauðsyn þess að efla menntun á sviði stafrænnar verslunar
SVÞ hvetur alla þá sem koma að einhverju leyti að stafrænni verslun til að taka þátt í starfinu; vefverslanir, tæknifyrirtæki sem þjónusta stafræna verslun, flutningageirinn, markaðsfyrirtæki og aðrir.
Stofnfundurinn verður haldinn mánudaginn 12. nóvember nk. kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins.
Þátttökurétt hafa allir þeir sem eru aðilar að SVÞ. Skráningarsíðu samtakanna má finna hér.
Þeir sem sækja ætla fundinn eru beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan: