12/12/2025 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun
Persónuvernd hefur birt í Stjórnartíðindum breytingar á reglum um rafræna vöktun sem heimila lengri varðveislu myndefnis í verslunum. Með breytingunni er hámarksvarðveislutími lengdur úr 30 dögum í 90 daga.
SVÞ hefur unnið að þessari breytingu, enda hefur stuttur varðveislutími ítrekað reynst hindrun í lögreglurannsóknum og við uppljóstrun mála sem tengjast þjófnaði, ofbeldi og öðru ólöglegu athæfi í verslunum.
Lengri varðveislutími styrkir öryggi starfsfólks og viðskiptavina, bætir réttarstöðu fyrirtækja og eykur möguleika lögreglu á að vinna mál til lykta. SVÞ fagnar niðurstöðunni sem mikilvægu skrefi í átt að raunhæfara og sanngjarnara regluverki fyrir verslun og þjónustu.
Nánari upplýsingar um breytingarnar má finna á vef Persónuverndar HÉR!
09/12/2025 | Fréttir, Stafræna umbreytingin, Verslun
Íslenskar netverslanir standa frammi fyrir harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum markaðstorgum. Til að styðja fyrirtæki í að efla stafræna getu og bæta upplifun viðskiptavina býður Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) nú upp á sérkjör á sérhæfðri úttekt á netverslunum.
Úttektin byggir á rannsóknum RSV á kauphegðun Íslendinga og metur m.a.:
-
upplifun viðskiptavina (UX),
-
vöruframsetningu og sölunýtingu,
-
upplýsingagjöf og skilmála,
-
samkeppnisstöðu og tækifæri til vaxtar.
Fyrirtæki fá skýrar úrbótatillögur, forgangsröðun og PDF-skýrslu sem sýnir nákvæmlega hvað þarf að laga og hvað er að virka vel.
Sérkjör fyrir SVÞ-félaga
En kynningarverð fyrir almennan markað er 99.900 og 149.000 kr. Hægt er að bæta við prufukaupum og prófun á afhendingar- og skilakerfi.
Þjónustan styður beint við markmið SVÞ um að efla samkeppnishæfni og stafræna umbreytingu íslenskra fyrirtækja.
Pöntun og fyrirspurnir: rsv(hjá)rsv.is
05/12/2025 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Síðdegisútvarps Rásar II í gær þar sem farið var yfir stöðuna á innflutningi á bílum til landsins vegna fyrirhugaðra hækkun stjórnvalda á vörugjaldi sem tekur gildi um næstu áramót.
Hlustaðu á allt viðtalið inn á vef RÚV – Síðdegisútvarpið – Spilari RÚV
03/12/2025 | Fréttir, Verslun
Í fréttabréfi EuroCommerce frá lok nóvember 2025 er dregin upp mynd af stöðu verslunar í Evrópu: Óvissa ríkir á heimsvísu, tæknibyltingar eiga sér stað og breytt neytendahegðun endurmótar rekstrarumhverfið.
Á ráðstefnunni Modern Distribution Forum í Mílanó á Ítalíu kom fram að verslunin er að verða bæði samfélagslegur vettvangur og tækniþung atvinnugrein sem krefst nýrrar tegundar forystu.
Evrópski neytandinn: Gæði, ábyrgð og sjálfbærni í forgangi
Samkvæmt nýjustu tölum sem EuroCommerce birtir:
- Velja 83,9% neytenda vörur í takt við eigin gildi
- Kjósa 75,5% sjálfbærar vörur fram yfir ódýrari valkosti
Hegða íslenskir neytendur sér eins?
Þar skiptir Rannsóknasetur verslunarinnar lykilmáli. Ef þróunin í Evrópu er vísbending, gæti þörfin fyrir ábyrgð og rekjanleika orðið enn stærri hluti af væntingum íslenskra viðskiptavina.
Tæknin breytir verslun – en tengingin verður áfram mannleg
Á ráðstefnunni í Mílanó var undirstrikað að:
- gervigreind og stafrænar lausnir eru að umbylta birgðastýringu, þjónustu og rekstri,
- en á sama tíma er verslun að verða samkomustaður, sérstaklega fyrir eldri borgara og fólk sem býr eitt.
Þetta er tvíþætt verkefni fyrir verslun: að nýta tæknina – en ekki glata mannlegu snertingunni.
En hvað þýðir þetta fyrir Ísland?
- Stafræn umbreyting þarf að vera markviss og styðja starfsfólk og viðskiptavini.
- Jöfn samkeppni gagnvart netrisum frá þriðju ríkjum verður sífellt mikilvægari, þar sem þeir starfa utan margra skyldna sem evrópsk fyrirtæki þurfa að uppfylla.
- Traust, gæði og rekjanleiki verða sífellt meiri samkeppnisþáttur.
Sameiginleg niðurstaða EuroCommerce og Mílanó ráðstefnunnar
Verslun í Evrópu stendur á tímamótum þar sem gæði, sjálfbærni, samfélag og tækni verða leiðarljósin. Fyrirtæki sem aðlagast hratt, halda fókus á þjónustu og nýta tækni á skynsamlegan hátt verða þau sem ná mestum árangri.
Er Ísland að þróast í takt við Evrópu – hraðar, eða hægar?
03/12/2025 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
UPPBROT SVÞ 2026 TÍMI – TÆKNI – TILGANGUR
verður haldin 12. mars 2026.
Ráðstefnan verður fjölbreyttari, skarpari og framsæknari en nokkru sinni fyrr, og við leitum að þeim röddum sem geta virkilega hrist upp í umræðunni um framtíð verslunar- og þjónustugreina á Íslandi.
- Ertu með innlegg sem getur sparað tíma, lækkað kostnað, kveikt nýjar hugmyndir eða styrkt mannauðinn?
- Er fyrirtækið þitt að nýta tækni, gervigreind eða nýjar aðferðir í þjónustu og rekstri sem aðrir geta lært af?
- Eða hefur þú skýra sýn á hvernig við tökumst á við áskoranir í rekstri – allt frá netverslun og nýliðun til öryggismála, ferlavæðingar og hraðbreytilegrar neytendahegðunar?
Þá viljum við heyra frá þér.
Við leitum að fyrirlesurum, umræðustjórum, pallborðsfólki, sófaspjallsgestum og fyrirtækjum sem geta sýnt lifandi dæmi í gervigreindarverkstæði SVÞ á ráðstefnunni UPPBROT 2026.
Þetta er kjörið tækifæri til að:
Opið er fyrir tilnefningar til 1. janúar 2026 – og já, við svörum öllum.
👉 Sendu inn þína tillögu hér og taktu þátt í að móta UPPBROT SVÞ 2026 | TÍMI – TÆKNI – TILGANGUR