17/03/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir
Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda og einn til eins árs. Alls bárust fimm framboð.
Réttkjörin í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára eru: Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðis Eimskips og Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf.
Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er; Óskar Sigurðsson, viðskipafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
Fulltrúi Bílgreinasambandsins í stjórn SVÞ næsta starfsár verður Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
Formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga var á síðasta ári endurkjörinn til 2023.
Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2022-2023:
- Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
- Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
- Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
- Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
- Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
- Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf og
- Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
- Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
„Verkefnin framundan eru fjölbreytt og krefjandi, um leið og við þökkum fráfarandi stjórn fyrir sín störf bjóðum nýtt stjórnarfólk velkomið til starfa og hlökkum til að eiga með þeim farsælt samstarf á nýju starfsári.“
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
________________
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR 2021-2022
17/03/2022 | Fréttir, Greining
Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag gagnvirka skýrslu um árið 2022 í verslun
Hægt er að nálgast skýrsluna HÉR!
16/03/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Ísland er langt á eftir því sem er að gerast í samanburðarlöndunum hvað varðar stafræna þróun í verslunar- og þjónustugeiranum.
Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 19:00 í kvöld.
„Það er skylda okkar að stíga rækileg skref svo við verðum ekki áfram eftirbátur samanburðarlandanna hvað þetta varðar. Í grunninn snýst þetta um að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar,“ segir Andrés og bætir við að Samtök verslunar og þjónustu hafi lagt mikla áherslu á þennan málaflokk á undanförnum misserum.
Sjá allt viðtalið við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ inná HRINGBRAUT
SMELLIÐ HÉR! (hefst á 15:50)
14/03/2022 | Fréttir
VIRKJUM HUGANN – 360°SJÁLFBÆRNI!
Hin árlega ráðstefna SVÞ verður loksins aftur haldin í raunheimum, 17.mars n.k. á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut.
____________________________________
DAGSKRÁIN 17.MARS 2022
14:00
Ávarp formanns SVÞ
Jón Ólafur Halldórsson
14:10
Ávarp forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
14:20
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar:
Aðal fyrirlestur dagsins: Being an Outthinker
Kaihan Krippendorf, metsölurithöfundur og stofnandi OutThinkers
15:10
Fyrirlestur: Samstarf skóla og atvinnulífs – ávinningur allra?
Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands
Ráðstefnustjóri:
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff
Að lokinni ráðstefnu verður boðið uppá léttar veitingar.
_________________________________
Sjáumst á Hilton Nordica 17.mars n.k. kl: 14:00
ATHUGIÐ RÁÐSTEFNUNNI VERÐUR EKKI STREYMT!
Aðgangur er frír og allir velkomnir. Skráning er nauðsynleg.
Vinsamlegast athugið að skráningu lýkur kl. 12 á hádegi þann 17. mars!
14/03/2022 | Fréttir
BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU
Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 2022 verður haldinn í fundarsalnum Hyl, Borgartúni 35, miðvikudagurinn 17. mars nk. og hefst kl. 8:30
Á fundinum verður m.a. lýst kjöri meðstjórnenda í stjórn samtakanna, þar af þriggja meðstjórnenda fyrir kjörtímabilið 2022–2024 og eins meðstjórnanda fyrir það sem eftir lifir kjörtímabilsins 2022–2023. Einnig verður gerð grein fyrir kjöri fulltrúa SVÞ til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.
Kosning fjögurra meðstjórnenda í stjórn SVÞ fer fram með rafrænum hætti.
Upplýsingar um framboð til stjórnar verða kynnt á næstu dögum. Fyrir 25. febrúar n.k. færð þú sendan tölvupóst með kjörgögnum ásamt leiðbeiningum um hvernig kosningin fer fram.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- – Ræða formanns SVÞ
- – Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
- – Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
- – Tillaga stjórnar um staðfestingu aðalfundar á samkomulagi stjórna Bílgreinasambandsins og SVÞ um sameiningu samtakanna
- – Tillaga stjórnar um sameiningu Bílgreinasambandsins og SVÞ
- – Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu frá 26. maí 1999, með síðari breytingum
- – Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
- – Lýst tímabundinni setu meðstjórnanda tilnefndum af stjórn Bílgreinasambandsins í stjórn SVÞ starfsárið 2022/2023
- – Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
- – Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
- – Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR
09/03/2022 | Fréttir, Stjórnvöld
Samtal og sókn með sérfræðingum og hagaðilum um millilandasamgöngur.
Samtal og sókn er röð viðburða sem tengjast skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum og rýni á möguleika til að ná megi markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Þann 14. mars nk. kl. 14 býður Loftslagsráð upp á streymi frá samtali sérfræðinga og hagaðila um millilandasamgöngur. Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu Íslands, sóknarfæri og raunhæfar leiðir til að ná markmiðum í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá millilandasamgöngum (flugi og siglingum) og vörður á vegferð í átt að kolefnishlutleysi. Lagt er upp með eftirfarandi megin spurningar:
- Hver er staðan í dag og hvernig vörðum við leiðina að markmiðum til framtíðar?
- Hvernig er þróun á kerfum sem ætlað er að halda utan um og hvetja til minni losunar?
- Hvar og hvernig geta íslensk stjórnvöld beitt sér? Er verið að gera nóg?
- Hvar og hvernig geta hagaðilar/fyrirtæki beitt sér? Er verið að gera nóg?
- Hvað getum við lært af öðrum þjóðum og alþjóðasamstarfi?
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTT INNÁ VEF LOFTLAGSRÁÐS OG FÁ SLÓÐ Á STREYMI
Myndefni frá Loftlagsráði.