Kaupmenn óttast að jólavörur berist ekki í tæka tíð

Kaupmenn óttast að jólavörur berist ekki í tæka tíð

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi um hversu lengi vörur eru að berast til landsins og að kaupmenn óttist að jólavörur skili sér ekki í tæka tíð fyrir jól.
 
Hér má hlusta á viðtalið á ca. 37. mínútu: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgkk
 
SVÞ óttast að frekari hækkanir séu í vændum

SVÞ óttast að frekari hækkanir séu í vændum

Í viðtali við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, í Viðskiptablaðinu og á Vb.is nýlega kemur fram að SVÞ óttast frekari verðbólguþrýstings vegna hrávöruverðhækkana og sumar verslanir hafa áhyggjur af afhendingu jólavarnings.

Viðtalið má sjá hér á vb.is og á bls. 10 í nýjasta tölublaði Víðskiptablaðsins.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ Á VB.IS

 

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið

SVÞ fyrirtækið Aha.is fær Umhverfisframtak ársins

SVÞ fyrirtækið Aha.is fær Umhverfisframtak ársins

Fyrirtækið sem hlýtur verðlaunin Umhverfisframtak ársins er SVÞ aðildarfyrirtækið Aha.is – netverslun með heimsendingarþjónustu, en á bakvið vörumerkið stendur fyrirtækið Netgengið. SVÞ óskar okkar fólki innilega til hamingju með verðlaunin og er stolt að hafa slíkt fyrirmyndarfyrirtæki innan sinna raða.

Kolefnisspor heimaksturs er ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. Frá 2015 hafa rafknúnir bílar verið notaðir og er nú allur bílafloti fyrirtækisins knúinn 100% rafmagni. Unnið er með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til Umhverfisframtaks ársins. Drónaverkefni Aha minnkar umferð og dregur úr svifryksmengun.

Hér er til mikils að vinna og hægt að draga enn meira úr umhverfisáhrifum starfseminnar og ekki síst verið að leita óhefðbundið að nýjum lausnum í umhverfismálum og hugsað út fyrir kassann.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um hversu ótrúlega spennandi hluti fyrirtækið er að gera í umhverfismálum og þann árangur sem fyrirtækið hefur náð.

Breytt staðsetning fyrir stjórnarfund stafræna hópsins

Breytt staðsetning fyrir stjórnarfund stafræna hópsins

Við vekjum sérstaklega athygli á því að staðsetningu aðalfundar faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi hefur verið breytt og verður fundurinn nú haldinn á Teams.

Skráðir þátttakendur munu fá aðgangsupplýsingar sendar eigi síðar en kl. 8:00 að morgni fundarins.

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ FREKARI UPPLÝSINGAR UM FUNDINN OG SKRÁ YKKUR.