Singles Day – Vinsælastur afsláttardaga á árinu 2021

Singles Day – Vinsælastur afsláttardaga á árinu 2021

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir nýjustu greininguna á innlendri kortaveltu

Greining RSV á innlendri kortaveltu með daglegri tíðni leiddi í ljós skýr merki þess að Singles day hafi verið vinsælasti afsláttadagur nóvembermánaðar sl. tvö ár. 11,4% af heildarkortaveltu á netinu í nóvember sl. fór fram á Singles day, þann 11.11.2021. Velta á netinu í nóvember sl. var næst mest á Svörtum föstudegi en 6,7% af heildarkortaveltu á netinu fór fram þann 27.11.2021.

SJÁ NÁNAR HÉR

Rannsóknarsetur verslunarinnar styrkt til rannsókna og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga.

Rannsóknarsetur verslunarinnar styrkt til rannsókna og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga.

Þjónustusamningur á sviði verslunar og þjónustu undirritaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV), hafa undirritað þjónustusamning til tveggja ára um framlag ráðuneytisins til rannsókna á sviði verslunar og þjónustu.

Með þjónustusamningum er lögð áhersla á að auka rannsóknir og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga á sviði verslunar og þjónustugreina og að þær upplýsingar séu birtar stjórnvöldum, almenningi og fyrirtækjum á aðgengilegan hátt.

RSV mun annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar- og þjónustugreinar á Íslandi í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni verslunar- og þjónustufyrirtækja. Sérstök áhersla verður lögð á gagnavinnslu sem tengist neyslu ferðamanna hér á landi og mun RSV m.a. greina mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna, sundurliðað eftir útgjaldaliðum.

SJÁ FRÉTT FRÁ STJÓRNARRÁÐUNEYTINU HÉR

Mynd: Stjórnarráðið

Könnun Stafræna Hæfniklasans og SVÞ um stafræna hæfni stjórnenda og fyrirtækja

Könnun Stafræna Hæfniklasans og SVÞ um stafræna hæfni stjórnenda og fyrirtækja

Félagsmenn SVÞ munu í dag fá senda könnun í tölvupósti um stafræna hæfni sem unnin er fyrir Stafræna Hæfniklasann í samstarfi við SVÞ.

Könnunin er byggð á spurningum þróuðum af Center for Digital Dannelse og byggja á DigComp módeli um stafræna hæfni sem er á vegum Evrópusambandsins.

Meginmarkmið könnunarinnar er að leggja mat á almenna stafræna hæfni stjórnenda og á hvaða sviðum er þörf á aukinni hæfni til að efla stafræna hæfni fyrirtækja og stjórnenda í verslun og þjónustu.

Þessi könnun er hluti af stærra verkefni þar sem megin markmið er að efla íslensk fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk í stafrænni hæfni og tryggja það að við séum meðal þeirra fremstu í heimi í nýtingu stafrænnar tækni til að tryggja samkeppnishæfni og lífsgæði.

Prósent sér um framkvæmd könnunar og fer eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja þar sem sérstaklega er unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Einn heppinn þátttakandi hlýtur 30.000 kr. bankagjafakort.

Stafrænt langstökk til framtíðar

Stafrænt langstökk til framtíðar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifar í KJARNANUM 1.janúar 2022

Ára­móta­grein mín í Kjarn­anum fyrir ári síðan bar yfir­skrift­ina „Sta­f­rænt stökk til fram­tíð­ar“. Þar lýsti ég því að þrátt fyrir allt hefði árið 2020 ekki verið það annus horri­bilis fyrir versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækin í land­inu sem margir gerðu ráð fyr­ir. Covid tím­inn hafði nefni­lega í för með sér ýmsar jákvæðar hlið­ar­verk­an­ir, ekki síst fyrir þær sakir að æ fleiri hafa nú öðl­ast skiln­ing á miki­vægi staf­rænna umbreyt­inga og þeim gíf­ur­legu tæki­færum sem þær skapa. Fund­ar­höld á net­inu og staf­rænir við­burðir hvers konar sem áður voru nær óhugs­andi eru núna dag­legt brauð, með til­heyr­andi tíma- og orku­sparn­aði fyrir alla þá sem slíka fundi sækja. Svo ekki sé nú minnst á þau jákvæðu áhrif sem staf­ræn fund­ar­höld hafa haft á kolefn­is­spor þeirra sem slíka fundi sækja.

Á því ári sem senn líður höfum við hjá SVÞ áfram haldið á sömu braut og áður, trú þeirri stað­föstu skoðun okkar að öfl­ugt átak við að efla staf­ræna hæfni og staf­ræna þekk­ingu alls staðar í atvinnu­líf­inu sé ein af frum­for­send­unum fyrir því að Ísland haldi stöðu sinni áfram meðal fremstu þjóða heims hvað lífs­kjör varð­ar. Gert var sam­komu­lag milli stjórn­valda ann­ars vegar og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, VR og Háskól­ans í Reykja­vík hins vegar um að setja á lagg­irnar „Sta­f­rænan hæfnikla­sa“ sem hefur það hlut­verk að efla staf­ræna hæfni bæði í atvinnu­líf­inu og á hinum almenna vinnu­mark­aði. Með þessu sam­eina stjórn­völd, atvinnu­rek­endur í verslun og þjón­ustu, laun­þega­hreif­ing og háskóla­sam­fé­lagið krafta sína í þessu efni. Staf­ræni hæfniklas­inn hefur þegar hafið starf­semi sína.

Ísland áfram samkeppnishæft
Það er mikið í húfi að vel tak­ist hér til. Til þess að Ísland verði áfram sam­keppn­is­hæft og íslensk fyr­ir­tæki geti veitt hinum stóru alþjóð­legu fyr­ir­tækjum sam­keppni, verður þekk­ing á staf­ræna svið­inu að taka stökk fram á við. Við erum þegar langt á eftir sam­an­burð­ar­þjóðum okkar í þessum efn­um. Í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar er heill kafli um staf­rænar umbreyt­ingar þar sem m.a. segir að rík­is­stjórnin hafi ein­sett sér að Ísland verði meðal allra fremstu þjóða á sviði staf­rænnar tækni og þjón­ustu og að lögð verði áhersla á að styrkja staf­ræna hæfni fólks og getu þess til að leggja gagrýnið mat á upp­lýs­ing­ar. Óneit­an­lega hefði verið gaman að sjá í stjórn­ar­sátt­mál­anum sterkar kveðið að orði um efla mennta­kerfið til þess að gera því kleift að bæta staf­ræna hæfni á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Það er algert lyk­il­at­riði að mennta­kerfið í heild sinni taki þessi mál föstum tökum og efli færni kenn­ara til að miðla þekk­ingu á þessu sviði til nem­enda. Það verður eitt af stóru verk­efnum nýhaf­ins kjör­tíma­bils að vinna þeim málum fram­gang.

Fordæmalausar breytingar
Allt þetta sýnir þær hröðu breyt­ingar sem við nú upp­líf­um, breyt­ingar sem eru alger­lega for­dæma­laus­ar, svo notað sé það marg­þvælda orð. Það er ákveð­inn vendi­punktur að eiga sé stað í öllu við­skiptaum­hverf­inu. Nýjar og áður óþekktar aðferðir til að ná til við­skipta­vin­ar­ins spretta upp með reglu­legu milli­bili, þar sem hægt er að fylgj­ast með neyslu­hegðun hvers ein­asta ein­stak­lings af ótrú­legri nákvæmni. Aðferðir til að nálg­ast við­skipta­vin­inn verða sífellt marg­brotn­ari. Þær aðstæður sem mynd­uð­ust í heims­far­aldr­inum hafa flýtt þessum breyt­ingum svo um mun­ar.

Staf­rænt lang­stökk til fram­tíðar hlýtur að verða okkar svar.
Þegar litið er til árs­ins 2021 er ljóst að löngu þörf við­horfs­breyt­ing hefur átt sér stað í þeim mál­um. Á sama hátt er ljóst að betur má ef duga skal. Árið 2022 mun kalla á fleiri og stærri áskor­anir í því efni og það sem er undir er hvernig við getum við­haldið og tryggt sam­keppn­is­hæfni íslenskra fyr­ir­tækja í þeirri sífellt harðn­andi alþjóð­legu sam­keppni sem þau eiga við að glíma. Hvorki meira né minna.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST GREIN Á KJARNANUM

Áhyggjur af innfluttri verðbólgu

Áhyggjur af innfluttri verðbólgu

Blikur á lofti en sóknarfæri til staðar

Markaðurinn, aukablað Fréttablaðsins, leitaði í dag álits nokkurra aðila á stöðu mála á yfirstandandi ári og horfum fyrir árið 2022.

Þar segir að árið sem er að líða hefur að mörgu leyti komið á óvart. Staða ríkissjóðs við árslok er betri en óttast var fyrir fram. Skatttekjur urðu meiri en reiknað hafði verið með, á sama tíma og kostnaður vegna aðgerða til stuðnings við atvinnulífið vegna Covid varð minni en búist var við.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir rekstrarumhverfi verslunar- og þjónustufyrirtækja hafa verið mjög gott frá upphafi Covid, þrátt fyrir spár um annað. Þar ráði mestu að fólk ferðast ekki eins mikið og fyrir Covid, kaupmáttur hér á landi sé sterkur. Neysla sem áður fór fram erlendis, hafi að miklu leyti færst inn í íslenska hagkerfið og verslunin njóti mjög góðs af því. Undantekningin sé sú verslun sem hafi sérhæft sig í að þjóna ferðamennsku. Þar sé staðan erfið.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA