Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf

Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf

Bílgreinasambandið og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hefja í dag öflugt samstarf með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka.

Flóknara rekstrarumhverfi fyrirtækja kallar á samvinnu

Rekstrarumhverfi fyrirtækja í bílgreininni og í verslun og þjónustu verður sífellt flóknara með auknum kröfum af margvíslegu tagi sem m.a. leiða til aukinna samskipta við stjórnsýsluna. Samvinna eflir þessi samskipti, eykur þjónustu og upplýsingagjöf og er til mikillar hagræðingar fyrir félagsmenn. Hún er ekki síður hagræðing fyrir stjórnsýsluna sem þarf þá að taka við færri umsögnum sem oftar en ekki eru efnislega sambærilegar. Sífellt hraðari tækniþróun kallar á aukna fræðslu og menntun sem samtökin geta eflt enn frekar með samvinnu.  

Miklar væntingar til samstarfsins 

„Það eru klárlega samlegðaráhrif á fjölmörgum sviðum sem gerir samtökunum kleift að vinna enn betur fyrir félagsmenn sína. Samskipti við stjórnsýsluna verða markvissari og öflugri, félagsmenn Bílgreinasambandsins munu njóta góðs af aðgengi að fræðsludagskrá SVÞ, enda er eðli bílgreinarinnar í raun verslun og þjónusta, og hagræðing í rekstrarkostnaði samtakanna er augljós. Við væntum mikils af þessu samstarfi,” segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.

Stefnt að enn frekara samstarfi 

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar samstarfinu, enda ljóst að með því verði samtökin enn sterkara hagsmunaafl fyrir félagsmenn sínaHagsmunir þessara greina fara að langmestu leyti saman og í ljósi þess fögnum við þessum samstarfi og vonumst til að geta þróað það áfram enn frekar. 

Pfaff býður félagsmönnum vildarkjör á samskiptabúnaði

Pfaff býður félagsmönnum vildarkjör á samskiptabúnaði

Paff býður félagsmönnum í SVÞ glæsileg vildarkjör á samskiptabúnaði, s.s. heynartólum fyrir tölvur, síma og fjarvinnuna!

Kynntu þér úrvalið á Pfaff.is/samskiptabunadur

Til að nýta vildarkjörin vinsamlegast hafið samband við Reyni Reynisson í netfangið rr(hjá)pfaff.is eða komið og hittið á hann í versluninni við Grensásveg 13. Mælt er með að fá ráðgjöf við valið.

Fyrstu nemar brautskráðir úr fagnámi verslunar og þjónustu við Versló

Fyrstu nemar brautskráðir úr fagnámi verslunar og þjónustu við Versló

Fyrstu nemendur brautskráðust úr fagnámi verslunar og þjónustu í Verzlunarskóla Íslands nú fyrir jólin. Í umfjöllun í Morgunblaðinu og á Mbl.is lýstu nemarnir mikilli ánægju með námið.

Námið er 90 einingar og fer fram í lotum. Það hófst í janúar í fyrra fyrir tilstilli SVÞ og VR sem leituðu til Versló og í kjölfarið var myndaður þróunarhópur. Um 20 nemendur eru nú í náminu.

Sjá umfjöllun hér á Mbl.is

Sjá umfjöllun hér á baksíðu Morgunblaðsins (aðgengilegt fyrir áskrifendur)