21/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjori SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2 sl. föstudag þar sem hann ræddi mikilvægi þess að rýmka fjöldatakmarkanir í stórum matvöruverslunum núna rétt fyrir jólin upp í 200 manns. Hann sagði breytinguna 10. desember hafa létt stöðuna mjög og einfaldað versluninni lífið en þá voru fjöldatakmarkanir í verslunum með annað en matvörur og lyf rýmkaðar. Hinsvegar sé nauðsynlegt að hleypa fleirum að á þessum síðustu dögum fyrir jól þegar fólk verslar ferskvöru fyrir hátíðarnar.
17/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Lyfsöluhópur, Stjórnvöld
Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.
14/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Skemmtiþátturinn Látum jólin ganga var sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2, sl. fimmtudag, 10. desember. Markmið þáttarins var að stappa stálinu í þjóðarsálina og hvetja landann til að halda viðskiptum sínum innanlands til að efla íslenskt efnahagslíf á COVID tímum.
Sjá má þáttinn hér fyrir neðan og umfjöllun á Vísi hér.
14/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir nýjar sóttvarnarreglur gjörbreyta stöðunni í verslunum nú í aðdraganda jóla en kallar þó enn eftir frekari rýmkun í matvöruverslunum rétt fyrir jólin, eða upp í 200.
14/12/2020 | Fréttir, Stjórnvöld, Umhverfismál
Eins og staðan er í dag, þá lítur út fyrir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB ljúki þann 31. desember nk. sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021.
Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af Brexit á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög og er samantektin birt á vefsíðu stofnunarinnar, slóðin er https://ust.is/atvinnulif/efni/ahrif-brexit/.
Við hvetjum aðila sem kunna að hafa skyldum að gegna vegna framleiðslu og/eða markaðsetningar á vörum sem falla undir ákvæði í efnalögum að kynna sér málið.
Sérfræðingar teymis efnamála hjá Umhverfisstofnun veita nánari upplýsingar sé þess óskað.
10/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Látum jólin ganga er jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþáttur í tengslum við átakið Íslenskt – láttu það ganga sem verður í beinni útsendingu í kvöld kl. 19.35 á Stöð 2 pg Vísi. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða á stóra sviði Borgarleikhússins og fá til sín fjölmarga gesti.
Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi.
Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.