02/11/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Í Reykjavík síðdegis á föstudaginn gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri, ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum þegar kemur að verslunum. Matvöruverslanir og lyfjaverslanir eru að sjálfsögðu þjóðhagslega mikilvægar og þar mega 50 manns vera inni í einu. Andrés bendir hinsvegar á að lyfjaverslanir séu margar hverjar í tiltölulega litlu rými, en megi hafa50 manns inni á sama tíma og gríðarstórar byggingavöruverslanir mega eingöngu hafa 10 – að meðtöldu starfsfólki. Andrés bendir einnig á að verslunin sé ein fárra atvinnugreina sem hefur staðið ágætlega í heimsfaraldrinum og að við megum ekki við því að missa fleiri fyrirtæki og störf.
Andrés tæpir á ýmsum fleiri atriðum varðandi þessi mál. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan:
02/11/2020 | COVID19, Fréttir
Vegna hertra samkomutakmarkana hefur verið útbúið veggspjald sem fyrirtæki geta prentað út og hengt upp til að minna á grímuskyldu.
29/10/2020 | Fréttir, Greining
Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir október 2020. Í samantektinni má sjá verlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði.
29/10/2020 | COVID19, Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Stjórnvöld
Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu. Virðist sem landlæknir hafa grundvallað fyrirmæli sín á lagaákvæði sem veitir slíkri frestun ekki stoð. Undir slíkum kringumstæðum verður að líta svo á að engin fyrirmæli hafi verið gefin út varðandi frestunina.
28/10/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin
Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og jafnframt verkefnastjóri í þeim verkefnum sem snúa að stafrænni þróun, var í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þriðjudaginn 27. október.
Í viðtalinu ræddi hún stöðu Íslands í stafrænni þróun og sameiginlega hvatningu og tillögur SVÞ og VR til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Sjá meira um það hér.
Þóranna sagði Ísland standa aftarlega í nýtingu stafrænnar tækni m.a. í atvinnulífinu og menntakerfinu, og ræddi einkum skort á stafrænni hæfni almennt, hvort sem er meðal stjórnenda, starfsfólks eða almennings. Hún sagði jafnframt nauðsynlegt að bregðast við með markvissum aðgerðum til að tryggja samkeppnishæfni Ísland og að halda uppi þeim lífsgæðum, velmegun og atvinnustigi sem við erum almennt vön hérlendis og viljum halda í.
28/10/2020 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Samningur á milli Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og Eflingar stéttarfélags var undirritaður föstudaginn 23. október síðastliðinn.
Samtökin fagna samningnum sem tryggir sömu kjör og gilda um starfsmenn Eflingar í því sveitarfélagi sem starfað er í. Tryggt er í samningnum að samið verði fyrst við sveitarfélög áður en gengið er til samninga við Samtök sjálfstæðra skóla sem var forsenda Samtakanna fyrir samningi, enda framlög til sjálfstæðra skóla byggð á rekstrarkostnaði í þeim sveitarfélagi sem starfa er í.