Tilkynning frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild

Tilkynning frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild hvetja starfsmenn fyrirtækja og stofnana til þess að gæta ítrustu sóttvarna næstu daga. Hvatt er til þess að fyrirtæki og stofnanir skipti upp rýmum, starfsmönnum sem geta sinni fjarvinnu geri það og að sameiginleg rými séu hreinsuð oft og vel. Mikilvægast af öllu eru þó einstaklingsbundnar sóttvarnir. Það er að þvo hendur oft, sótthreinsa og tryggja að minnsta kosti eins metra fjarlægð.

Mikil reynsla hefur skapast hjá fyrirtækjum og stofnunum síðustu mánuði þegar staða sem þessi hefur komið upp og þekkingin er svo sannarlega til staðar.

Á vef landlæknis eru leiðbeiningar um hvernig haga ber sóttvörnum við þessar aðstæður:

Leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra vegna COVID-19:
file:///C:/Users/jkj01/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/F4ZGC7EH/Lei%C3%B0beiningar%20um%20s%C3%B3ttvarnah%C3%B3lf%2006.08.2020%20GA.pdf

Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40393/Hanskar%20og%20gr%C3%ADmur_veggspjald_18.09.2020.pdf

Sýkingavarnir og þrif:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item43086/COVID-19%20s%C3%BDkingavarnir%20og%20%C3%BErif%2015.september2020.pdf

Stofnanir og fyrirtæki sem sinna ómissandi innviðastarfsemi:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41758/Lei%C3%B0beiningar%20til%20stofnana%20og%20fyrirt%C3%A6kja%20sem%20sinna%20%C3%B3missandi%20starfsemi%2022.07.2020.pdf

Á Covid.is er að finna kynningarefni sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt.
https://www.covid.is/kynningarefni

Framkvæmdastjórinn lætur það ganga í fjölmiðlum!

Framkvæmdastjórinn lætur það ganga í fjölmiðlum!

Rætt var við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ á Vísi sl. miðvikudag í tilefni frumsýningar myndbandsins sem er hluti af kynningarherferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga.

Sjá má viðtalið og myndbandið hér:

Morguninn eftir var Andrés svo kominn í viðtal hjá þeim Heimi og Gulla á Bylgjunni til að ræða átakið. Hlustaðu á viðtalið hér:

Ekkert eftirlit með eftirlitinu?

Ekkert eftirlit með eftirlitinu?

Benedikt Benediktsson, lögfræðingur SVÞ skrifar í Fréttablaðið þann 9. september sl.

Aðvörun: Í þessari grein er orðið „eftirlit“ svo margtuggið að það mætti halda að engin hafi annast eftirlit með skrifunum. Það er í stuttu máli kórrétt og sennilega ámælisvert.

Ef maður gúgglar orðin „eftirlit brást“ fást fjölmargar leitarniðurstöður. Ef tekin eru handahófskennd dæmi virðast menn t.d. telja að eftirlit hafi brugðist á sviði starfsemi vistheimila, opinberra innkaupa, umhverfismála, heilbrigðismála, fjármálastofnana, rekstrar sendiráða, dýravelferðar og matvæla, fiskeldis, landamæragæslu og mannvirkjagerðar. Ef lesið er milli línanna vaknar oft grundvallar spurningin hvort það sé virkilega svo að engin hafi eftirlit með eftirlitinu? Margar ástæður geta reynst vera fyrir því að eftirlit bregst. Til að mynda taldi ein af rannsóknarnefndum Alþingis að slíka ástæðu mætti rekja til útbreidds skeytingarleysis í umgengni við eftirlit, skilningsleysi á því hvað gerir eftirlit virkt og trúverðugt og áhrifa pólitískra ráðninga. Önnur rannsóknarnefnd taldi ekkert mikilvægara en að eftirlitsaðilar væru óháðir og eftirlitsheimildir þeirra væru ótvíræðar.

Hvað gerist þegar eftirlit bregst?

Þegar eftirlit hefur brugðist getur komið til þess að Ríkisendurskoðun eða umboðsmaður Alþingis dragi af því ályktanir. Endapunkturinn er oft sá að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ályktar um brestina. Fjölmiðlar taka við og við skrælingjarnir eigum ekki orð yfir því allsherjareftirlitsleysi sem ríkir. Sumir ganga svo langt að kalla eftir afsögn einhvers eða jafnvel refsingu. Það eru oft endalok málsins.

Af hverju gerum við þetta ekki betur?

En er ekki til skilvirkari leið til eftirlits með eftirliti en eftiráeftirlit sem skilar eftirlitsniðurstöðu sem efnislega felur í sér að einhver annar hafi brugðist við eftirlit? Svarið við spurningunni er jákvætt, bæði skilvirkara og vandaðra eftirlit með eftirliti er ekki bara til heldur er það í notkun á Íslandi. „HA!“ mundi einhver eflaust segja, „getur það verið?“

Um síðustu áramót voru 269.825 fólksbílar skráðir á Íslandi og eigendur þeirra fara með bílinn í reglulega skoðun á skoðunarstöð. Skoðunarstöðvum hefur verið falið að hafa eftirlit með því að ökutæki séu í ásættanlegu ásigkomulagi enda getur notkun þeirra verið frekar hættuleg. Til að skoðunarstöð sé heimilt að stunda bifreiðaskoðun þarf hún hafa hafa fengið svokallaða faggildingu. Í grófum dráttum er faggilding ekkert annað en vottorð um að starfsemi skoðunarstöðvarinnar sé í lagi, starfsmennirnir viti hvað þeir eru að gera og „eitthvað annað“ sé ekki að hafa áhrif á niðurstöðu skoðunar. Til að skoðunarstöð fái faggildingu og viðhaldi henni þarf hún að uppfylla ýmis skilyrði. Skilyrðin eru í grundvallaratriðum ákveðin á alþjóðlegum vettvangi og stefna þau að því að auka traust neytenda á vörum og þjónustu. Þegar ég fer með bílinn í skoðun get ég treyst því að einhver hefur eftirlit með skoðunarstöðinni. Því þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa köttinn í sekknum og haldi út á þjóðveginn á stórhættulegu tæki eða labbi ella heim eftir að skráningarnúmerið hefur að ósekju verið fjarlægt af bílnum.

Og hvað svo?

En þá kynni einhver að spyrja: „Fyrst fargsnyrpling er til (Innskot: Það getur verið erfitt að muna orðið faggilding) af hverju hafa ekki allir eftirlitsaðilar faggildingu?“. Á því eru margar skýringar og meðal þeirra eru lítil meðvitund um tilvist faggildingar, takmarkaður skilningur á faggildingu, m.a. af hálfu stjórnvalda og neytenda, og sérstakur áhugi þeirra sem hafa eftirlit á því að sæta ekki of miklu eftirliti sjálfir og þá helst aðeins eftirliti frá þeim sem þeir þekkja.