Samantekt á verðlagsbreytingum – maí 2020
Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir maí 2020. Í samantektinni má sjá verðlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði.
Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir maí 2020. Í samantektinni má sjá verðlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði.
Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla ræddi við strákana í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 25. maí um málefni Arnarskóla í Kópavogi sem er sérhæfður skóli fyrir fötluð börn. Reykjavíkurborg er ekki tilbúin að greiða fyrir börn úr höfuðborginni í skólann.
Þú getur hlustað á viðtalið hér:
Verslunin er að taka við sér. Þetta kemur klárlega fram í máli Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra SVÞ í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 25. maí. Einnig ræddi mbl.is við Andrés sem hluta af umfjöllun um íslenska verslun sem má sjá hér á vef mbl.is
Íslendingar eru ekki að fara erlendis, en skv. nýlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar eyddu Íslendingar tugum milljarða erlendis síðasta sumar. Vísbendingar eru einnig um að við séum að versla minna af erlendum netsíðum, enda hefur gengið orðið mun óhagstæðara sl. vikur.
Hér má hlusta á viðtalið við Andrés á Bylgjunni:
Í Morgunblaðinu þann 6. maí er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar þar sem þeir segja verslunina vera að taka við sér aftur og að þorri íslenskra verslana muni standa af sér kórónuveirufaraldurinn.
Andrés segir í umfjölluninni, „Ef einkaneyslan heldur áfram að aukast eru allar líkur á að verslunin standi þetta af sér.“ Hann segir matvöru- og lyfjaverslun halda sínu og að byggingavöruverslunin hafi gengið mjög vel eftir páska. Raftækjaverslunum hafi gengið þokkalega en margar brugðust við með því að auka netverslun og húsgagnaverslunum hefði líka gengið þokkalega. Þá sé verslun í Kringlunni og Smáralind að nálgast eðlilegt horf en hinsvegar skeri verslun í miðborginni sig úr og útilokað sé að hún komist í eðlilegt form á meðan þetta ástand varir enda sé tekjufallið einna mest hjá verslunum í miðborginni þar sem ferðamenn hafa verið stór hluti viðskiptavina.
Andrés segir einnig netverslun við erlendar netverslanir ekki eins fýsilegar og áður, íslensk netverslun hafi aukið mikið og nokkuð stór hópur fólks sem keypti föt, raftæki og aðra smávöru erlendis nú vera farinn að versla innanlands.
Umfjöllunina í heild sinni má sjá í á bls. 29 í Morgunblaðinu þann 6. maí