Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ

Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ

Föstudaginn 11. júní sl. var Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ. Hópurinn var stofnaður í samráði við Félag bókhaldsstofa og mun hagsmunagæsla fyrir bókhaldsstofur með því færast frá FBO til SVÞ. FBO mun eftir sem áður annast mikilvægt fræðslu- og upplýsingahlutverk fyrir bókhaldsstofur og bókara. Tilgangur hópsins að gæta hagsmuna bókhaldsstofa, skapa faglegan og gagnsæjan vettvang til skoðanaskipta og vera í fyrirsvari gagnvart opinberum aðilum. Lögaðilar innan SVÞ sem annast rekstur bókhaldsstofu geta verið aðilar að hópnum.

Í þessari fyrstu stjórn hópsins sitja:

Erla Jónsdóttir, Lausnamið ehf.
Jón Þór Eyþórsson, Reikningshald og skattskil ehf.
Rannveig Lena Gísladóttir, Húnabókhald ehf., formaður
Sigfús Bjarnason, Bókhald og þjónusta ehf.
Sigurjón Bjarnason, Skrifstofuþjónustu Austurlands ehf.

Auglýst eftir tilboðum í kynningarherferð stjórnvalda og atvinnulífsins

Auglýst eftir tilboðum í kynningarherferð stjórnvalda og atvinnulífsins

Ríkiskaup fyrir hönd atvinnuvega‐ og nýsköpunarráðuneytisins hefur óskað eftir tilboðum í kynningarherferð um að verja störf og auka verðmætasköpun í íslensku samfélagi og stýra birtingu hennar í fjölmiðlum. Skilafrestur er til föstudagsins 26. júní næstkomandi og er fjárheimild til átaksins 90 milljónir kr. með virðisaukaskatti.

Í auglýsingunni fyrir útboðið kemur fram að með kynningarátakinu skuli leggja áherslu á mikilvægi hringrásarinnar og keðjuverkandi áhrifanna sem verða til þegar fólk velur að skipta við innlend fyrirtæki sem stuðlar að því að atvinnustarfsemi helst gangandi, störf almennings eru varin, efnahagslegur stöðugleiki eykst og verðmætasköpun er aukin.

Nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Að kynningarherferðinni standa ferðamála-, iðnaðar‐ og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðherra, f.h. ríkissjóðs, Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samorka og Bændasamtök Íslands.

„Það er mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf snúi bökum saman nú þegar efnahagslífið er að ganga í gegnum miklar þrengingar vegna COVID-19. Með þessu kynningarátaki vilja Samtök atvinnulífsins, sex aðildarfélög SA og Bændasamtökin leggja sitt af mörkum til að hvetja landsmenn til að velja fjölbreyttar vörur og þjónustu af innlendum fyrirtækjum,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins við undirritun samnings um verkefnið milli stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífsins í lok apríl.

Verslunin er að taka við sér

Verslunin er að taka við sér

Verslunin er að taka við sér. Þetta kemur klárlega fram í máli Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra SVÞ í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 25. maí. Einnig ræddi mbl.is við Andrés sem hluta af umfjöllun um íslenska verslun sem má sjá hér á vef mbl.is

Íslendingar eru ekki að fara erlendis, en skv. nýlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar eyddu Íslendingar tugum milljarða erlendis síðasta sumar. Vísbendingar eru einnig um að við séum að versla minna af erlendum netsíðum, enda hefur gengið orðið mun óhagstæðara sl. vikur.

Hér má hlusta á viðtalið við Andrés á Bylgjunni: