Jól Ólafur segir fyrirkomulag fasteignagjalda galið

Jól Ólafur segir fyrirkomulag fasteignagjalda galið

Jón Ólafur Halldórsson segir fasteignagjöld, eins og þau eru nú, fráleit og ekki hægt að bjóða atvinnulífinu upp á þau. Fyrirkomulagið sé galið. Fyrirkomulagið sé með allt öðrum hætti á hinum Norðurlöndunum, þar sem menn séu með varúðarfærslur sem ekki séu til staðar hér. Auk þess séu boðaðar lækkanir borgarinnar allt of langt undan.

Jón Ólafur ræðir einnig breytingar í verslun, bæði í miðborg Reykjavíkur en einnig almennt.

Hlusta má á viðtalið við Jón Ólaf hér (hefst á ca. 9:50). 

Fullt út úr dyrum á stafrænni vegferð

Fullt út úr dyrum á stafrænni vegferð

Fullt var út úr dyrum á fyrilestri um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir við þróun og innleiðingu stafrænna lausna og áhri þeirra á menningu fyrirtækja. Helga Jóhanna Oddsdóttir frá Strategic Leadership og Tómas Ingason frá Icelandair fóru yfir mikið af gagnlegum atriðum fyrir stjórnendur og líflegar umræður sköpuðust á fundinum.

Félagar í SVÞ geta séð upptöku af fundinum á lokuðum Facebook hóp fyrir SVÞ félaga, en þangað var honum streymt beint í morgun. Athugið að sækja þarf um inngöngu og svara nokkrum spurningum svo að sannreyna megi að viðkomandi starfi hjá félagi sem aðili er að samtökunum.

Við erum alls ekki hætt því við tökum upp þráðinn eftir páska og eru starfsmenn okkar í óða önn að ganga frá þeirri dagskrá svo hefja megi kynningarstarf. Við hvetjum ykkur því til að fylgjast með hér á vefnum, vera skráð á póstlistann og fylgjast með á Facebook, Twittter og LinkedIn svo þið missið ekki af neinu!

Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ

Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ

Settur hefur verið upp lokaður Facebook hópur fyrir félagsmenn SVÞ. Tilgangurinn er að hafa lokað svæði þar sem hægt er að deila ýmsu efni með félagsmönnum. Nú þegar geta félagsmenn nálgast þar upptöku af erindi Greg Willams, aðalritstjóra WIRED frá opnu ráðstefnunni okkar, Keyrum framtíðina í gang! í mars sl. og streymi frá fundi um stafræna vegferð, með Helgu Jóhönnu Oddsdóttur frá Strategic Leadership og Tómasi Ingasyni, framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair.

Við hvetjum félagsmenn til að sækja um aðgang að hópnum hér: https://www.facebook.com/groups/samtok.vth/

Vinsamlegast athugið að til að fá aðgang þarf að svara spurningum sem upp koma þegar sótt er um, svo að við getum sannreynt að viðkomandi starfi hjá fyrirtæki sem er aðili að samtökunum.

Við hlökkum til að deila með ykkur frekara gagnlegu efni innan hópsins í framtíðinni!

Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðisfyrirtækja, sem haldinn var fyrir skömmu, var kosinn nýr formaður. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica er nýr formaður samtakanna og tekur hann við af Stefáni Einari Matthíassyni, sem verið hefur formaður allt frá stofnun, eða s.l. tíu ár. Við óskum Jóni Gaut til hamingju með formennskuna.

Fyrirlestur: Stafræn vegferð – aðgát skal höfð í nærveru (stafrænnar) sálar

Fyrirlestur: Stafræn vegferð – aðgát skal höfð í nærveru (stafrænnar) sálar

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 9. apríl kl. 8:30-10:00

Stafræn umbreyting, „digitalization“, fjórða iðnbyltingin… eins og Greg Williams, aðalritstjóri WIRED sagði á opinni ráðstefnu SVÞ nýlega, „það er alveg sama í hvaða bransa þú ert – í dag eru öll fyrirtæki tæknifyrirtæki“. Stafrænar breytingar eru að hafa áhrif alls staðar og fyrirtæki einfaldlega verða að taka þátt, ellegar heltast úr lestinni. En það er ekki nóg bara að kaupa tólin, tækin og forritin. Til að tækin og tólin nýtist fyrirtækinu til framdráttar þarf árangursríka innleiðingu og gagngera naflaskoðun og umbreytingu á menningu fyrirtækisins.

Helga Jóhanna Oddsdóttir og Tómas Ingason munu í erindum sínum fjalla um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir við þróun og innleiðingu stafrænna lausna og áhrifa þeirra á menningu fyrirtækja.

Helga Jóhanna Oddsdóttir er framkvæmdastjóri og meðeigandi Strategic Leadership á Íslandi. Strategic Leadership sérhæfir sig í þróun meðvitaðra og stefnumiðaðra leiðtoga um allan heim og hefur starfað lengi með stórfyrirtækjum á borð við BMW, Roche, Arion banka, VÍS ofl. Helga hefur á undanförnum árum komið að fjölmörgum verkefnum er lúta að þróun menningar innan fyrirtækja sem eru á stafrænni vegferð og mun deila reynslu sinni og innsýn í þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir. Helga er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá H.Í. og B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla. Þá lauk hún markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2012.

Tómas Ingason er framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair. Hann var fram­kvæmda­stjóri viðskipta­sviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Hann starfaði einnig hjá WOW air á árinu 2014 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs. Fyrir þann tíma starfaði hann sem stjórn­un­ar­ráðgjafi hjá Bain & Comp­any í Kaup­manna­höfn og hjá Icelandair þar sem hann var forstöðumaður tekju­stýr­ingar og verðlagn­ingar um árabil. Tóm­as er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Mana­gement í Bost­on, MSc. gráðu í verk­fræði frá MIT með áherslu á flugrekst­ur og aðfanga­keðjur og BS-gráðu í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands.

FULLT ER ORÐIÐ Á FYRIRLESTURINN. VERIÐ ER AÐ GERA RÁÐSTAFANIR TIL AÐ STREYMA FÁ FUNDINUM. FYLGIST MEÐ MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ YKKUR Á PÓSTLISTANN OG FYLGJAST MEÐ Á FACEBOOK, BÆÐI Á SÍÐU SVÞ OG Á VIÐBURÐINUM.