24/11/2024 | Fréttir, Kosningar 2024, Verslun, Þjónusta
Vb.is birtir þann 23. nóvember 2024:
Kosningaþáttur SVÞ: Finnur og Ragnar Þór
Ragnar Þór Ingólfsson og Finnur Oddsson mætast í fyrsta samtalsþætti SVÞ fyrir kosningar.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga, eru gestir í fyrsta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir þingkosningar. Ólöf Skaftadóttir stýrir umræðum…
Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-finnur-og-ragnar-thor
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvöru og matvöruverslanir, samgöngur og ökutæki, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024
23/10/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Þjónusta
SVÞ vara við ríkisstyrkjum til Bíós Paradísar – skekkja samkeppni á kvikmyndamarkaði
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa lýst yfir áhyggjum af því að styrkbeiðni Bíós Paradísar um 50 milljóna króna framlag frá ríkinu skekki samkeppni á kvikmyndamarkaðnum. Samtökin telja að slíkir ríkisstyrkir, sem Bíó Paradís hefur nú óskað eftir annað árið í röð, séu óhjákvæmilega skaðlegir fyrir önnur kvikmyndahús sem einnig leggja mikið af mörkum til félagslegrar og menningarlegrar starfsemi.
Vitnað er í Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóra SVÞ, sem bendir á að: „Það er áhyggjuefni að ekki sé tryggt jafnræði í stuðningi við kvikmyndahús. Rekstrargrundvöllur Bíós Paradís virðist byggður á ríkisstyrkjum og slíkt skapar ósanngjarnt samkeppnisumhverfi. Við verðum að gæta þess að önnur bíóhús, sem eins og Bíó Paradís sinna menningarhlutverki og styðja íslenska kvikmyndagerð, fái einnig tækifæri til að blómstra.“
Þá leggur SVÞ einnig áherslu á nauðsyn þess að lækka virðisaukaskatt á kvikmyndahúsamiða úr 24% í 11%, til að jafna samkeppnisstöðu kvikmyndahúsa gagnvart erlendum streymisveitum. „Þetta misræmi er ósanngjarnt og dregur úr getu kvikmyndahúsa til að keppa á jafnréttisgrundvelli við risastórar erlendar veitur,“ segir Benedikt að lokum.
Smellið hér til að lesa alla greinina.
*Mynd frá vef VB.
21/10/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Fyrirtæki í verslun og þjónustu undir pressu.
Ný könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) sýnir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa auknar áhyggjur af rekstraraðstæðum á næstu mánuðum. Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru meðal þeirra sem vissulega finna fyrir álaginu, þar sem hækkandi verðbólga, launakostnaður og breytt neyslumynstur hafa þrengt að mörgum rekstraraðilum.
Fjárfestingar dragast saman
Niðurstaða könnunarinnar sýnir m.a. að fjárfestingavísitalan sem vísar til breytinga í fjárfestingu á milli ára hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. 34% stjórnenda gera ráð fyrir minni fjárfestingu í ár samanborið við árið áður, 21% gera ráð fyrir meiri fjárfestingu og 45% áætla að fjárfesting verði óbreytt milli ára. Fjárfestingar dragast mest saman í verslun og ýmissi sérhæfðri þjónustu en eykst mest í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu, fjármála- og tryggingastarfsemi og sjávarútvegi.
Launahækkanir helsti áhrifaþáttur verðlagsbreytinga
Sem fyrr telja stjórnendur að launahækkanir séu megin áhrifaþáttur verðhækkana hjá fyrirtækjunum sem þeir stýra. 52% stjórnenda setja launakostnað í fyrsta sæti sem verðhækkunartilefni, sem er þó lækkun um 17 prósentustig frá síðustu könnun. Hækkun aðfangaverðs er afgerandi í öðru sæti þar sem 24% stjórnenda telja að aðföng hafi mest áhrif. Aðrir þættir vega talsvert minna.
Skortur á starfsfólki fer minnkandi
Skortur á starfsfólki fer minnkandi á milli kannana en 73% stjórnenda telja sig ekki búa við skort á starfsfólki, samanborið við 69% í síðustu könnun. Skorturinn er minnstur hjá fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi en sem fyrr mestur í byggingariðnaði.
Smelltu hér til að lesa alla fréttina inná vef SA.is
14/10/2024 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.
Sjá nánar í skýrslunni hér.
Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.
19/08/2024 | Fréttir, Greining, Þjónusta
Aukinn fjöldi færsluhirða kallar á nýjar áskoranir
Rannsóknasetrur verslunarinnar (RSV) sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur ma. fram að RSV leggur mikla áherslu á áreiðanleika gagna við öflun upplýsinga fyrir Veltuna, sem er eitt af mikilvægustu verkefnum setursins. Söfnun gagna byggir á sjálfviljugri þátttöku færsluhirða sem starfa á íslenskum markaði, þar sem RSV hefur engan lagalegan rétt til að krefja þá um upplýsingar. Í gegnum árin hefur setrið byggt upp gott samstarf við þessi fyrirtæki, sem hefur skilað mikilvægu gagnasafni fyrir íslenskt viðskiptalíf.
Þróun síðustu missera hefur þó kallað á nýjar áskoranir. Fjöldi færsluhirða hefur aukist verulega og verið hefur unnið hörðum höndum að því að kortleggja þessa aðila og fá þá til samstarfs. Því miður hefur sú vinna ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Þó íslenskir aðilar hafi verið opnir fyrir samtali, hefur reynst erfiðara að sannfæra erlenda færsluhirða um að afhenda gögn. Samræming á tölum RSV við Seðlabanka Íslands (SÍ) hefur sýnt fylgni, en erfiðleikar við að ná öllum aðilum hafa gert það nær ómögulegt að áætla heildarstærð markaðarins.
Greiðslumiðlunarfyrirtæki hafa þróast hratt með nýrri tækni, breyttum neytendavenjum og aukinni samkeppni. Þessi þróun, ásamt alþjóðavæðingu greiðslulausna, hefur leitt til þess að fyrirtæki geta náð til nýrra markaða með minna flækjustigi. Á sama tíma hefur þessi þróun gert það erfiðara fyrir RSV að tryggja heildstæð gögn.
Í byrjun sumars hættu gögn að berast frá einum af stærri færsluhirðunum hér á landi, sem leiddi til verulegra skekkja þegar gögnin voru borin saman við tölur Seðlabankans. Af þessum sökum var tímabundið gert hlé á birtingu gagna hjá RSV þar til hægt er að ná utan um alla færsluhirða á Íslandi. Stjórn RSV hefur sent beiðni til Seðlabankans um gögn beint frá þeim til að tryggja enn frekar áreiðanleika gagna og er von á svari fljótlega.
RSV leggur mikla áherslu á trúverðugleika gagna og hefur verið að vinna að breytingum á þessu ári til að styrkja áreiðanleika þeirra enn frekar. Það er nauðsynlegt að Ísland sé í takt við aðrar Evrópuþjóðir hvað varðar söfnun, greiningu og birtingu gagna um stóra útgjaldaliði í hagkerfinu, þar sem gott aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum er lykilatriði.
Kíkið HÉR til að skoða Veltuna hjá RSV.
08/08/2024 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Þjónusta
Klara Símonardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknarseturs Verslunarinnar (RSV).
Klara kemur með umfangsmikla reynslu úr verslunar- og markaðsgeiranum, en hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Petmark. Hún hefur einnig víðtæka þekkingu á markaðsrannsóknum og viðskiptafræði, með BSc gráðu frá Háskólanum á Bifröst og MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík.
“Það er fengur fyrir Rannsóknarsetrið að fá Klöru inn í hlutverk forstöðumanns en hún hefur stjórnunarreynslu úr íslenskri verslun og þekkingu á þörfum verslunarinnar á gögnum og hagnýtingu þeirra en einnig hefur hún bakgrunn úr markaðsrannsóknum og útgáfu sem kemur til með að nýtast afar vel við þróun starfseminnar”,
segir María Jóna Magnúsdóttir formaður stjórnar RSV í sérstakri fréttatilkynningu.
Síða 1 af 1512345...10...»Síðasta »