Skipulagsbreytingar við Suðurlandsbraut geta haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækja

Skipulagsbreytingar við Suðurlandsbraut geta haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækja

Áform Reykjavíkurborgar um breytingar á skipulagi við Suðurlandsbraut hafa vakið áhyggjur meðal fyrirtækja og fasteignaeigenda á svæðinu. Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag er fjallað um að fyrirhugaðar breytingar geti haft áhrif á aðgengi, nýtingu lóða og rekstrarforsendur fyrirtækja í verslun og þjónustu.  

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, bendir á að umræðan um svæðið gefi ekki rétta mynd af stöðunni og bendir á að meðal aðildarfyrirtækja SVÞ séu fyrirtæki sem meta stöðuna sem svo að þau verði fyrir 60% skerðingu á bílastæðum.  

„Það er ljóst að sú staða verður afar erfið að fást við, ekki síst í þeim tilvikum þar sem í nágrenninu hefur verið reist íbúðabyggð með fáum bílastæðum og íbúar hafa í ýmsu tilliti brugðið á það ráð að leggja bílum sínum á bílastæði fyrir fyrirtæki sem eru staðsett við Suðurlandsbraut“ bendir Benedikt m.a. á í viðtalinu.  

SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið. [Mynd Mbl.]

Skipulagsbreytingar geta skert aðgengi fyrirtækja

 

Stjórnarkjör SVÞ 2026

Stjórnarkjör SVÞ 2026

Forysta, ábyrgð og áhrif í íslensku atvinnulífi

Á tímum þar sem rekstrarumhverfi verslunar og þjónustu er undir sífelldu álagi – vegna regluverks, alþjóðlegra sveiflna, hraðra tæknibreytinga og aukinna krafna um sjálfbærni og ábyrgð – skiptir forysta meira máli en nokkru sinni fyrr.

Kjörnefnd SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu kallar nú eftir framboðum til stjórnar samtakanna og til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Á vettvangi stjórnar SVÞ liggja tækifæri fyrir einstaklinga með reynslu af rekstri, stefnumótun og ákvarðanatöku á æðsta stigi, til að setja sitt mark á hvernig hagsmuna verslunar og þjónustu er gætt og hvernig rekstraraðstæður þróast.

Hlutverk stjórnar SVÞ

Stjórn SVÞ mótar stefnu samtakanna, hefur yfirumsjón með forgangsröðun hagsmunagæslu og stuðlar að því að rödd verslunar- og þjónustugreina heyrist skýrt gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og á alþjóðlegum vettvangi.

Seta í stjórn SVÞ er ekki táknræn. Hún felur í sér virka þátttöku í mótun rekstrarskilyrða fyrir stóran og lykilvægan hluta íslensks atvinnulífs.

Hvað er verið að kjósa?

  • Þrír meðstjórnendur í stjórn SVÞ til tveggja ára
  • Fulltrúar í fulltrúaráð SA til eins árs

Í stjórn SVÞ sitja formaður og sex meðstjórnendur.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti til loka starfsársins 2026/2027:

  • Dagbjört Erla Einarsdóttir, Heimar
  • Jónas Kári Eiríksson, Askja
  • Kristín Lára Helgadóttir, VeritasFormaður stjórnar SVÞ er Auður Daníelsdóttir, Drangar.

Fyrir hverja er þetta?

Þessi áskorun beinist að fólki sem:

  • er stjórnendur og stjórnarfólk í aðildarfyrirtækjum SVÞ.
  • skilur samspil stefnu, lagaumhverfis og rekstrar,
  • hefur áhuga á að taka afstöðu í flóknum og viðkvæmum málum
  • og vill leggja sitt af mörkum til langtímahagsmuna atvinnulífsins.

Seta í stjórn SVÞ hefur reynst fólki verulega gagnleg til framtíðar.

Tímasetningar og framboð

Framboðsfrestur: til kl. 12:00, 13. febrúar 2026
Samkvæmt samþykktum rennur framboðsfrestur út 18. febrúar 2026.
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 12. mars 2026
Tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn eigi síðar en 11. febrúar 2026.

Hvernig býður fólks sig fram?

Tilnefningar til stjórnar SVÞ og/eða fulltrúaráðs SA skulu sendar:

á netfangið kosning@svth.is, eða í pósti merktum „Kjörnefnd SVÞ“ á:
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Tilkynning um framboð þarf ekki að vera flókin, í henni þarf að aðeins að koma fram nafn frambjóðanda, nafn vinnuveitanda (aðildarfyrirtækis SVÞ) og stjórnarstaða innan fyrirtækis eða að viðkomandi sitji í stjórn þess.

Varanleg áhrif á samkeppnishæfni verslunar og þjónustu á Íslandi

SVÞ hafa hlutverki að gegna þar sem ákvarðanir stjórnvalda á næstum árum geta haft varanleg áhrif á samkeppnishæfni, arðsemi og samfélagslegt hlutverk verslunar og þjónustu á Íslandi.

Ef þú hefur skýra sýn á hvað þarf að gera – þá skiptir þitt framlag máli.

Kjörnefnd SVÞ

 

Fréttamolar SVÞ | Desember 2025

Fréttamolar SVÞ | Desember 2025

Desember einkenndist af virkri hagsmunagæslu þar sem augu beindust að samkeppnishæfni verslunar og þjónustu í breyttu evrópsku og íslensku umhverfi, áhrif skatta og regluverks á rekstur og rekstrarkostnað.

Þá er undirbúningur að ráðstefnunni UPPBROT SVÞ 2026 sem haldin verður á Parliament Hótel Reykjavík við Austurvöll 12. mars nk., í fullum gangi.

 

SVÞ FRÉTTAMOLAR DESEMBER 2025.pdf
Úr hagsmunagæslunni: Janúar 2026

Úr hagsmunagæslunni: Janúar 2026

Hagsmunagæsla SVÞ í janúar 2026: Þingmál, skattahækkanir og tækifæri til einföldunar

Janúar 2026

ríkisstjórn

ákveðnu leyti eru hagsmunaverðir ennjafna sig eftir fyrri hluta þingvetrar og aðdraganda hans. ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum í desember 2024 og birti tiltölulega stutta stefnuyfirlýsingu með markmiðum og 23 aðgerðum. Fljótlega í kjölfarið kallaði stjórnin eftir hagræðingartillögum frá almenningi og í haust voru drögatvinnustefnu sett í samráðsferli.

Hlutverk hagsmunavarða

Það skiptir hagsmunavörðinn ekki grundvallarmáli hver er við stjórnartaumana því verkefnið er ávallt það sama; að gæta almennra hagsmuna allra þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að SVÞ. Eitt yfirlýstra markmiða nýrrar ríkisstjórnar er að vinnaaukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu. Framan af var orðræða ríkisstjórnarinnar slíkörlaði á bjartsýni. Stjórnarliðar voru ferskir og virkuðu atorkumiklir sem var ákveðin breyting frá því langdregna eftirpartísástandi sem ríkti í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Þingmál sem snerta atvinnulífið beint

Núverandi ríkisstjórn hefur í ýmsu tilliti haldið áfram með mál sem voru í vinnslu í tíð síðustu ríkisstjórnar og snerta hagsmuni aðildarfyrirtækja SVÞ. Þar á meðal eru kílómetragjöld á ökutæki, breytingar á raforkulögum, bókmenntastefna, breytingar á lögum um sjúkratryggingar, breytingar á lyfjalögum m.t.t. lyfjaskorts, og innleiðing ETS 2-kerfisins. Önnur mál tók nýja ríkisstjórnin sjálf upp, þ. á m. afnám breytinga á ákvæðum búvörulaga (afurðastöðvar í kjötiðnaði), breytingu á húsaleigulögum (bann gegn vísitölutengingu leiguverðs) og hækkun veiðigjalda.

Umsagnir, fundir og eftirfylgni SVÞ

Miðað við upplýsingar í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar gerði skrifstofa SVÞ ráð fyrir að síðasta haust mundi ríkisstjórnin leggja fram 40 þingmál á Alþingi sem gætu snert hagsmuni aðildarfyrirtækja. Þau komu ekki öll fram en skrifstofan sendi Stjórnarráðinu og Alþingi þó 37 umsagnir þar sem bent var á þætti sem betur þyrftufara. Mörgum málanna var fylgt eftir á fundum með fastanefndum Alþingis og ráðuneytum auk annarra funda og símtala.

Breytt verklag á Alþingi veikara aðhald fastanefnda

Með tilliti til hagsmunagæslunnar varð töluverð breyting með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar og henni lýsa þannigráðherrar ráða niðurstöðum mála en aðrir Alþingismenn ekki.

Það er alvarleg staða þar sem þingmenn í fastanefndum Alþingis hafa m.a. gegnt því mikilvæga hlutverkigaumgæfa það sem frá ríkisstjórninni kemur og leggja til breytingar ef svo ber undir. Þegar ráðherrar ráða niðurstöðunni verða minni líkur á að ágallar á þingmálum verði lagfærðir við þinglega meðferð og mat ráðherra á áhrifum þingmála verður ráðandi, jafnvel þó matið byggi á veikum forsendum. Samskipti við ráðherra í nýju ríkisstjórninni hafa verið misjöfn. Til dæmis hefur umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur t.d. boðið upp á ríkt samtal, ráðherrar Viðreisnar ekki verið óviðræðuhæfir en ráðherrar Flokks fólksins lokuðu sig af.

Í litlu samfélagi þar sem þekking er dreifð og liggur víða er virkt samtal við atvinnulífið lykilatriði. Þó einhver merki séu e.t.v. tekinkoma fram um að stjórnarþingmenn í fastanefndum séu meðvitaðri en áður um hlutverk sitt þurfa þeirvakna til betri vitundar um að það sem kemur frá ráðuneytunum er ekki fullkomið.

Skattar, gjöld og aukin aðgæsla

Miðað við þingmálaskrána munu SVÞ taka fjölda mála til skoðunar á fyrri hluta þessa árs. Við verðum á varðbergi m.a. þar sem það er nokkuð ljóstríkisstjórnin er ekki hrædd við að hækka skatta.

Í þessu samhengi t.d. horfa til fréttaflutnings frá haustinu af matseðli skattabreytinga í ferðaþjónustu og radda úr ríkisstofnunum þar sem m.a. hefur verið gefið til kynnamögulegt skattleggja Íslendinga niður í kjörþyngd.

Tækifæri til einföldunar og skilvirkari stjórnsýslu

endingu er rétt að taka framsamkvæmt stjórnarsáttmálanum hyggst ríkisstjórnin einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Nokkur merki í þá veru hafa komið fram, einkum í formi áforma um sameiningu ríkisstofnana. Þá hafa tveir ráðherrar boðað róttækar breytingar á fyrirkomulagi matvæla-, hollustuháttaog mengunarvarnareftirlits, sem er vel. Það eru því til staðar tækifæri tilkoma á framfæri við ríkisstjórnina hugmyndum um einföldun regluverks og framkvæmdar sem verðurnýta.

Áskorun til fyrirtækja: Látið vita af tækifærum

Þið, fyrirtækin, eruð í bestum færum tilkoma auga á tækifæri til einföldunar regluverks og framkvæmdar. Sendið mér línu og tryggið að við séum um þau meðvituð.

6. janúar 2026
Benedikt S. Benediktsson,
framkvæmdastjóri SVÞ og Bílgreinasambandsins
benedikt(hjá)svth.is

Uppgjör 2025: Seigla atvinnulífsins og áskoranir fram undan

Uppgjör 2025: Seigla atvinnulífsins og áskoranir fram undan

Í sérstöku áramótablaði Viðskiptablaðsins undir liðnum Uppgjör 2025 fer Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ og Bílgreinasambandsins, stuttlega yfir stöðu atvinnulífsins við lok ársins og helstu áskoranir sem blasa við á komandi ári.

Þar kemur fram að þrátt fyrir áframhaldandi efnahagslegar áskoranir hafi staða margra fyrirtækja batnað eftir áföll heimsfaraldursins. Verðbólga og hátt vaxtastig hafi þó haft áhrif á rekstur og dregið úr bjartsýni, einkum þegar horft er til næstu missera.

Í greininni er einnig fjallað um stöðu neytenda, þar sem kaupendur hafi sýnt nokkra seiglu þrátt fyrir þrengri efnahag, og um þróun í lykilgreinum verslunar og þjónustu. Þá er bent á að horfur í útflutningsgreinum séu háðar alþjóðlegu efnahagsástandi og þróun á erlendum mörkuðum.

Benedikt leggur sérstaka áherslu á að fyrirsjáanleiki í stefnu stjórnvalda skipti sköpum fyrir fyrirtæki þegar kemur að fjárfestingum, mannauðsmálum og langtímaáætlanagerð. Fyrirhugaðar skattabreytingar og auknar álögur geti haft veruleg áhrif á einstakar greinar, þar á meðal bílgreinina, ef ekki er gætt að heildaráhrifum.

Að lokum er áréttað að næstu misseri verði afgerandi fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Með skýrari leikreglum, raunhæfri stefnumótun og nánu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs sé unnt að byggja áfram á þeirri seiglu sem fyrirtæki hafa sýnt á árinu 2025.

👉 Lesa greinina í heild sinni í Viðskiptablaðinu: HÉR! 

Árið sem er að líða – staða atvinnulífsins og áskoranir fram undan

Árið sem er að líða – staða atvinnulífsins og áskoranir fram undan

Í nýrri grein á Innherja fjallar Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, um árið sem er að líða og þær áskoranir sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir. Hann bendir á að samspil verðbólgu, vaxta og skatta, ásamt auknum reglu- og kostnaðarbyrðum, hafi þrengt verulega að rekstrarumhverfi fyrirtækja og grafið undan samkeppnishæfni.

Jafnframt er lögð áhersla á skort á fyrirsjáanleika í stefnu stjórnvalda sem geri fyrirtækjum erfiðara að taka langtímaákvarðanir um fjárfestingar og mannauð. Benedikt varar við að án markvissra aðgerða til að bæta rekstrarskilyrði geti samkeppnishæfni Íslands veikst til framtíðar og undirstrikar mikilvægi raunverulegs samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs til að skapa skýrari leikreglur og styðja við verðmætasköpun.

👉 Lesa greinina í heild sinni:
https://www.visir.is/g/20252822845d/arid-sem-er-ad-lida