05/12/2024 | Fréttir, Viðburðir
Ráðstefnustjórn SVÞ leitar að fyrirlesurum fyrir ráðstefnu SVÞ sem fram fer á Parliament Hotel Reykjavík þann 13. mars nk. Bæði er hægt að tilnefna sjálfa/n/t sig og aðra.
Með „fyrirlestri” og „fyrirlesari” er ekki einungis átt við hefðbundið form fyrirlestra heldur fögnum við ýmsum meira „interactive” formum. Á síðustu ráðstefnu var mikil ánægja með þær lotur sem áhorfendur gátu tekið virkan þátt, s.s. „Á trúnó”, þar sem tveir sérfræðingar í tilteknu efni ræddu saman og áhorfendur tóku þátt með spurningum eða umræðum.
Fyrirlesarar eru hvattir til að stíga enn lengra út fyrir boxið til að koma skilaboðum sínum á framfæri á sem áhugaverðastan hátt.
Á ráðstefnunni verða 3 línur sem hver og ein hafa meginþema: Samkeppnishæfni, tækni og fólk. Innan þessara þemu rúmast fjölbreytt efni og gefa efnisorð ráðstefnunnar til kynna ýmsa möguleika (sjá frekar hér).
Þú finnur allar frekari upplýsingar, og form til senda inn tilnefninguna hér.
Við hlökkum mikið til að vita hvaða spennandi, áhugaverðu og upplýsandi lotur við sjáum í mars nk.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Þórönnu K. Jónsdóttur í Ráðstefnustjórn – thoranna@thoranna.is.
04/12/2024 | Fræðsla, Fréttatilkynningar, Fréttir, Menntun
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar. Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Tilnefna: https://form.123formbuilder.com/6570890/menntaverdhlaun-atvinnulifsins-2024
Á myndinni sést þegar Elko tók við verðlaunum sem Menntafyrirtæki ársins 2024
29/11/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum.
Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega.
Megi ekki týna sér í kaupgleðinni
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður.
„Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“
Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
„Ekki gleyma að lifa og njóta“
„Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“
Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru.
„Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“
„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ – Vísir
27/11/2024 | Fréttir, Kosningar 2024, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Vb.is birtir þann 27. nóvember 2024:
„Það fannst mér miður en það er ákvörðun landlæknis“
Heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið landlæknir sem tók ákvörðun um að stefna heilbrigðissprotanum Köru Connect.
„illum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að það hafi verið ákvörðun landlæknis að stefna heilbrigðistæknifyrirtækinu Köru Connect vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli fyrirtækisins gegn embættinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Origo og Sensa.
„Útboðsnefnd gerir athugasemdir og í þessu tilviki þá verð ég að segja að það var ákvörðun landlæknis að láta reyna á það mál fyrir dómi,“ segir Willum í samtalsþætti SVÞ fyrir kosningar.
Lestu greinina hér: vb.is/frettir/thad-fannst-mer-midur-en-thad-er-akvordun-landlaeknis
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvörur og matvöruverslun, samgöngur og ökutæki, menntun og sjálfstæða skóla o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024
27/11/2024 | Fréttir, Kosningar 2024
Vb.is birtir þann 27. nóvember 2024:
Kosningaþáttur SVÞ: Willum og Dagný
Heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóri Orkuhússins ræða um heilbrigðismál.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhússins, ræða um heilbrigðismál í nýjasta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-willum-og-dagny
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvöru og matvöruverslanir, framtíð verslunar og þjónustu, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024
26/11/2024 | Fréttir, Kosningar 2024
Vb.is birtir þann 26. nóvember 2024:
Oddviti Miðflokksins og framkvæmdastjóri Hreint ehf. ræða um útboð hins opinbera.
Sigríður Á. Andersen, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf., eru gestir í nýjasta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á vb.is hér: vb.is/frettir/kosningathattur-svth-sigridur-og-ari
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s framtíð verslunar og þjónustu, opinber innkaup og útvistun opinberra verkefna, einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024
Síða 1 af 15912345...102030...»Síðasta »