Lárus hættir hjá SVÞ og Benedikt tekur við

Lárus hættir hjá SVÞ og Benedikt tekur við

Lárus hættir hjá SVÞ og Benedikt tekur við

Lárus M. K. Ólafsson, sem gengt hefur starfi lögfræðings SVÞ s.l. sjö og hálft ár mun láta af störfum þann 1. febrúar n.k. Lárus hefur átt einkar farsælan feril hjá samtökunum og gegnt starfi sínu bæði af trúmennsku og einstakri fagmennsku. Honum fylgja góðar óskir nú þegar hann mun hasla sér völl á nýjum vettvangi.

Benedikt S. Benediktsson, hefur verið ráðinn lögfræðingur SVÞ og mun hann hefja störf eigi síðar en 1. mars n.k. Benedikt kemur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en hann hefur undanfarin fjögur ár gengt stöðu sérfræðings á skrifstofu skattamála innan ráðuneytisins, en áður starfaði Benedikt á nefndasviði Alþingis. SVÞ býður Benedikt velkominn til starfa.

Netverslun eykst um fimmtung

Netverslun eykst um fimmtung

Mikill vöxtur hefur verið í netverslun síðustu mánuði en stjórnendur netverslana segja metvöxt hafa verið yfir afsláttardaga síðustu vikna sem sífellt fleiri íslensk fyrirtæki taka þátt í. Vöxturinn hefur verið allt að 200% í netsölu á dagvöru, en enn erum við langt á eftir nágrannaríkjum.

Viðtal við Andrés Magnússon framkvæmdarstjóra Samtaka verslunar og þjónustu birtist í Viðskiptablaðinu 29. nóvember 2018. Sjá má brot úr því á vef vb.is hér.

Stefna ríkinu vegna kjötsins

Stefna ríkinu vegna kjötsins

Birt í Fréttablaðinu 29. nóvember 2018

Stefna ríkinu vegna kjötsins

„Stjórnvöld eru ekki að sinna þeirri skyldu sinni að breyta reglunum eins og leiðir af dómi Hæstaréttar að skuli gera. Þetta hefur þá bara þessar afleiðingar að það hefur skapast skaðabótaskylda gagnvart kjötinnflytjendum þangað til þetta er lagað,“ segir Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem hefur fyrir hönd Haga stefnt íslenska ríkinu vegna höfnunar á innflutningi á fersku kjöti. „Við gáfum stjórnvöldum færi á að greiða bætur strax. Þetta var skammur frestur eða ein vika en það kom svar að Ríkislögmaður ætlaði að leita umsagnar. Við teljum ekki efni til slíks enda er búið að dæma í Hæstarétti og þess vegna var ákveðið að stefna strax. Svo krefjumst við álags á málskostnað út af þessum ítrekuðu brotum ríkisins og því að greiða ekki skaðabætur strax.“ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist vita til þess að fleiri kjötsendingar séu væntanlegar til landsins á allra næstu dögum og vikum. „Kannski er stjórnvöldum bara sama um þessar skaðabætur en þá verða þau bara að segja það að þau séu tilbúin að greiða bætur til að friða talsmenn landbúnaðarins. Þótt fjárhæðirnar í þessu máli séu ekki háar þá vaknar sú spurning hvort einhver þurfi að taka af skarið og flytja inn fyrir 100 milljónir til að hreyfa við stjórnvöldum?“ – sar

Upptaka frá fundi Litla Íslands: „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Upptaka frá fundi Litla Íslands: „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Góður rómur var gerður að fundi Litla Íslands þriðjudagsmorguninn 27. nóvember, undir yfirskriftinni „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Á fundinum kynnti Óttar Snædal, hagfræðingur SA, nýjar hagtölur Litla Íslands og fjórir aðilar sem reka minni fyrirtæki sögðu frá sínum rekstrarveruleika og ræddu svigrúm til launahækkana. Að lokum hélt Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar erindi og ræddi m.a. veruleika fyrirtækja á landsbyggðinni og landsbyggðina sem vænlegan búsetukost.

Streymt var frá fundinum á Facebook og má sjá upptökuna hér:

Geta litlu fyrirtækin hækkað launin?

Geta litlu fyrirtækin hækkað launin?

– opinn umræðufundur Litla Íslands

 

Þriðjudaginn 27. nóvember efnir Litla Ísland til fundar til að ræða um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í því árferði sem ríkir á vinnumarkaðnum í dag. Kjaraviðræður eru í fullum gangi og óhætt að segja að blikur séu á lofti, en þær snerta minni fyrirtæki ekki síður en þau stærri. Yfirskrift fundarins er „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Á fundinum munu atvinnurekendur segja sögur af Litla Íslandi ásamt því að birtar verða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um launagreiðslur og umfang lítilla fyrirtækja.

Láttu þig málið varða og taktu þátt í fundinum!

 

DAGSKRÁ

Nýjar hagtölur Litla Íslands – Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA

Sögur af Litla Íslandi:

  • Brynja Brynjarsdóttir, eigandi Hraunsnefs sveitahótels ehf.
  • Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákn verkfræðistofu
  • Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar
  • Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Rok restaurant ehf.

Mikilvægi lítilla fyrirtækja – Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar

Fundarstjóri: Sigmar Vilhjálmsson, atvinnurekandi

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!