Faghópur um stafræna verslun stofnaður

Faghópur um stafræna verslun stofnaður

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun var haldinn mánudaginn 12. nóvember sl. í Hyl, Húsi atvinnulífsins.

Farið var yfir hvernig faghópar innan SVÞ starfa og þann ramma sem þarf að skapa til að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum. Einnig var farið var yfir þau mál sem rædd voru á stofn-undirbúningsfundi hópsins þann 29. október og talið er að verði helstu verkefni hópsins. Þar má helst nefna:

  • Hvernig jafna megi samkeppnisstöðu íslenskra netverslana við erlenda samkeppnisaðila.
  • Aðgengi íslenskra netverslana að greiðslugáttum sem auðvelda samkeppni við erlenda aðila.
  • Flutninga- og sendingamál og hvort mögulegt sé að jafna samkeppnisstöðu íslenskra netverslana gagnvart erlendum samkeppnisaðilum í þeim málaflokki.
  • Afnám niðurgreiðslna á póstsendingum frá Kína.
  • Tolla- og skattaumhverfið með því tilliti að auðvelda íslenskum netverslunum samkeppni við erlenda samkeppnisaðila og auðvelda íslenskum netverslunum að selja og senda á erlenda markaði.
  • Aðgengi að nýsköpunarsjóðum fyrir verslunar og þjónustufyrirtæki.
  • Eflingu menntunar og þekkingar á sviði stafrænnar verslunar.

Var Braga Þór Antoníussyni, markaðsstjóra Elko, falið að fara með formannsembættið til bráðabirgða þar til stjórn verður formlega skipuð. Formlegur stofnfundur þar sem stjórn verður skipuð og gengið verður frá gögnum í kringum stofnun hópsins mun fara fram miðvikudaginn 5. desember kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Rvk.

Þátttaka í hópnum er heimil félagsmönnum og aðildarfyrirtækjum SVÞ.

Ánægja með ráðstefnu um Alipay – mikil tækifæri í sölu til kínverskra ferðamanna

Ánægja með ráðstefnu um Alipay – mikil tækifæri í sölu til kínverskra ferðamanna

Mikil ánægja var með sameiginlega ráðstefnu SVÞ og SAF um Alipay og viðskipti við kínverska ferðamenn, sem haldin var 8. nóvember sl.

Xiaoquion Hu, yfirmaður viðskiptaþróunar DACH og CEE, Alipay Europe kynnti Alipay greiðslulausnina. Í máli hennar kom fram að Kínverjar eyða mest allra ferðamanna – tvisvar sinnum meira en næsta þjóð, sem er Bandaríkjamenn. Alipay er mest notaða greiðslulausnin í Kína og er í dag stærsta greiðslulausn í heimi með yfir 870 milljón virka notendur.

Í máli Gunnhildar Vilbergsdóttur, deildarstjóra viðskipta á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar kom fram að þær verslanir á Keflavíkurflugvelli sem tekið hafa upp Alipay eru nú þegar að sjá árangur. Aukning hefur orðið í sölu og starfsfólk tekur eftir ánægju kínverskra ferðamanna með möguleikann á greiðslu með Alipay.

Danielle Neben, markaðsstóri ePassi Iceland (þjónustuaðili Alipay á Íslandi) flutti einnig erindi undir yfirskriftinni „Welcoming Chinese tourists in Iceland, Chinese culture and marketing opportunities”. Í erindinu komu fram ýmis góð ráð varðandi hvernig best er að taka á móti kínverskum ferðamönnum og þjónusta þá.

Viðskiptablaðið birti í síðustu viku viðtal við Xiaoquion Hu og má sjá hluta af því á vef vb.is hér og annan hluta hér. Viðtalið í heild má sjá í blaðinu.

Á myndinni má sjá, frá vinstri til hægri: Xiaoqiong Hu (Alipay), Jóhannes Þór Skúlason (SAF), Jin Zhijian (Sendiherra Kína á Íslandi), Danielle Neben (ePassi), Gunnhildur Vilbergsdóttir (Isavia), Niklas Löfgren (ePassi), Daniela Nittoli (ePassi)

Dómur er fallinn – en hvað svo?

Dómur er fallinn – en hvað svo?

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifaði grein á Vísi þann 12. nóvember. Í greininni fjallar hann um skort á aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við dómi Hæstaréttar þar sem staðfest var lögmæti innflutnings á fersku kjöti. Ríkið skapar sér nú skaðabótaskyldu með því að halda áfram að gera ferskt kjöt upptækt við komu til landsins. Greinina í heild sinni má lesa á vef Vísis hér.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Opið er fyrir skráningar í Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun en umsóknarfrestur er til 20. janúar 2019. Námið er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum sem hafa áhuga á að efla sig enn frekar í starfi. Hægt er að skrá sig í námið á vefsíðu Bifrastar.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára dreifnám með vinnu og eru grunnáfangar þess birgða-, vöru og rekstrarstjórnun, kaupmennska og verslunarréttur sem eru sérstaklega hannaðir fyrir nám í verslunarstjórnun. Einnig taka nemendur áfanga í rekstrarhagfræði, stjórnun, mannauðsstjórnun, þjónustustjórnun og reikningshaldi ásamt einum valáfanga sem nú þegar er kenndur til BS gráðu í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík.

Hægt er að sitja áfangana þar sem námsmanni hentar, hvort sem er í staðnámi í HR eða í fjarnámi frá Bifröst.

Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og veitir góðan grunn í viðskipta- og verslunarrekstri.

Almenn inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám. Reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar er skilyrði.

Hægt er að afla frekari upplýsingar á www.ru.is og www.bifrost.is

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu

Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að bregðist stjórnvöld ekki strax við dómi Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti sé ríkið að skapa sér skaðabótaskyldu. „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild. Umfjöllun má sjá á vef Vísis hér og í tölublaðinu frá 9. nóvember.